Hefur áhyggjur af velferð og réttindum fólks í ferðaþjónustu Sveinn Arnarsson skrifar 2. maí 2018 06:00 Um 3.000 fyrirtæki starfa í ferðaþjónustu hér á landi en 400 eru innan vébanda SAF. Vísir/stefán Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags í Þingeyjarsýslum, segir dæmi um það að einstaklingar í vinnu í ferðaþjónustu séu ekki einu sinni skráðir starfsmenn hér á landi heldur fari laun þeirra í gegnum reikninga erlendis. Kjarasamningar eru því virtir að vettugi og erfitt fyrir stéttarfélögin að finna þessa starfsmenn. „Það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af velferð fólks í ferðaþjónustu, kjötvinnslum og sláturhúsum og við akstur hópferðabifreiða eins og staðan er í dag,“ segir Aðalsteinn Árni. Um 3.000 fyrirtæki starfa í ferðaþjónustu hér á landi og eru um 400 þeirra innan vébanda SAF. Greinin hefur vaxið mikið á síðustu árum og er nú orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar(SAF) segir ólíðandi að heiðarleg fyrirtæki þurfi að keppa við aðra sem stundi grímulaust undirboð á vinnumarkaði. „Það er alveg ljóst að við hjá SAF líðum það ekki ef fyrirtæki virða ekki gerða kjarasamninga hér á landi og skili ekki sköttum og skyldum eins og vera ber. Við þekkjum ekki þessi dæmi sem nefnd eru til sögunnar en höfum heyrt þessa umræðu,“ segir Skapti Ólafsson, upplýsingafulltrúi SAF. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík.„Innan okkar vébanda starfa fyrirtæki með löglegan og heiðarlegan rekstur og óforsvaranlegt með öllu fyrir þau fyrirtæki að þurfa að keppa við aðra sem stunda undirboð á vinnumarkaði. Hér gilda kjarasamningar sem menn þurfa að fara eftir.“ Skattrannsóknarstjóri hefur áður greint frá því að dæmi séu um að fyrirtæki hér noti posa frá erlendum fyrirtækjum og greiðslur fari þá í gegnum erlenda færsluhirða og inn á erlenda bankareikninga. Þannig komist menn undan skatti hér á landi. „Við erum að sjá það sama með erlenda vinnuaflið,“ segir Aðalsteinn Árni. „Greiðslan kemur aldrei til landsins og launin eru greidd á erlendan reikning erlendis frá.“ Fyrir liggur á þingi lagabreytingartillaga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands. Snýr lagabreytingin að keðjuábyrgð fyrirtækja í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Að mati Aðalsteins Árna þarf þessi breytingartillaga að ganga lengra. „Að mati okkar gengur frumvarpið því miður of skammt þar sem keðjuábyrgðin er einungis bundin við byggingarstarfsemi eða mannvirkjagerð,“ segir Aðalsteinn Árni. „Þegar frumvarpið kom fyrst fagnaði maður. Hins vegar hefur svo margt breyst,“ segir Aðalsteinn Árni. Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og því fylgja vaxtarverkir. „Við erum að sjá mjög alvarleg brot í ferðaþjónustunni og búin að upplifa helling í mannvirkjagerð. Það liggur við að maður hafi þurft að hafa með sér lífvörð þegar maður hefur verið að taka á þessum erlendu fyrirtækjum,“ bætir Aðalsteinn Árni við. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags í Þingeyjarsýslum, segir dæmi um það að einstaklingar í vinnu í ferðaþjónustu séu ekki einu sinni skráðir starfsmenn hér á landi heldur fari laun þeirra í gegnum reikninga erlendis. Kjarasamningar eru því virtir að vettugi og erfitt fyrir stéttarfélögin að finna þessa starfsmenn. „Það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af velferð fólks í ferðaþjónustu, kjötvinnslum og sláturhúsum og við akstur hópferðabifreiða eins og staðan er í dag,“ segir Aðalsteinn Árni. Um 3.000 fyrirtæki starfa í ferðaþjónustu hér á landi og eru um 400 þeirra innan vébanda SAF. Greinin hefur vaxið mikið á síðustu árum og er nú orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar(SAF) segir ólíðandi að heiðarleg fyrirtæki þurfi að keppa við aðra sem stundi grímulaust undirboð á vinnumarkaði. „Það er alveg ljóst að við hjá SAF líðum það ekki ef fyrirtæki virða ekki gerða kjarasamninga hér á landi og skili ekki sköttum og skyldum eins og vera ber. Við þekkjum ekki þessi dæmi sem nefnd eru til sögunnar en höfum heyrt þessa umræðu,“ segir Skapti Ólafsson, upplýsingafulltrúi SAF. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík.„Innan okkar vébanda starfa fyrirtæki með löglegan og heiðarlegan rekstur og óforsvaranlegt með öllu fyrir þau fyrirtæki að þurfa að keppa við aðra sem stunda undirboð á vinnumarkaði. Hér gilda kjarasamningar sem menn þurfa að fara eftir.“ Skattrannsóknarstjóri hefur áður greint frá því að dæmi séu um að fyrirtæki hér noti posa frá erlendum fyrirtækjum og greiðslur fari þá í gegnum erlenda færsluhirða og inn á erlenda bankareikninga. Þannig komist menn undan skatti hér á landi. „Við erum að sjá það sama með erlenda vinnuaflið,“ segir Aðalsteinn Árni. „Greiðslan kemur aldrei til landsins og launin eru greidd á erlendan reikning erlendis frá.“ Fyrir liggur á þingi lagabreytingartillaga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands. Snýr lagabreytingin að keðjuábyrgð fyrirtækja í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Að mati Aðalsteins Árna þarf þessi breytingartillaga að ganga lengra. „Að mati okkar gengur frumvarpið því miður of skammt þar sem keðjuábyrgðin er einungis bundin við byggingarstarfsemi eða mannvirkjagerð,“ segir Aðalsteinn Árni. „Þegar frumvarpið kom fyrst fagnaði maður. Hins vegar hefur svo margt breyst,“ segir Aðalsteinn Árni. Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og því fylgja vaxtarverkir. „Við erum að sjá mjög alvarleg brot í ferðaþjónustunni og búin að upplifa helling í mannvirkjagerð. Það liggur við að maður hafi þurft að hafa með sér lífvörð þegar maður hefur verið að taka á þessum erlendu fyrirtækjum,“ bætir Aðalsteinn Árni við.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira