Göng yfir Fjarðarheiði, sameining sveitarfélaga, húsnæðisskortur og hátt verð á flugi var á meðal þess sem brann á íbúum Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar fjórum vikum fyrir sveitarstjórnarkosningar. Blaðamaður Vísis kom víða við á þriggja daga ferð sinni um Austurland í lok apríl og ræddi við fjölda fólks um helstu málin í aðdraganda kosninga, bæði það sem betur má fara og það sem vel hefur verið gert.Sofnað á verðinum með ásýndina Á Egilsstöðum, sem blaðamaður hefur heitið að heimsækja aftur að sumri til, voru miðbæjarmálin í öndvegi en bæjaryfirvöld á Fljótsdalshéraði eru nú langt komin með nýtt miðbæjarskipulag. Fæðingin hefur verið erfið en fyrsta skipulagið var samþykkt árið 2006. Nú virðist hins vegar sjá fyrir endann á ferlinu og gæti breytt útgáfa fyrsta deiliskipulagsins klárast í sumar. Viðmælendur Vísis á Egilsstöðum þyrsti flesta í nýjan miðbæ, þeir voru sammála um að deiliskipulagið þyrfti að klára og hrinda í framkvæmd. Þá nefndu margir að gera mætti í því að fegra bæinn, gróðursetja blóm og tré, víkja frá „bílastæðastefnu“ og gera miðbæinn aðgengilegri fyrir gangandi vegfarendur. Og í örskotsstund fannst blaðamanni hann vera staddur á íbúafundi kjósenda í 101 Reykjavík.Heiður Vigfúsdóttir, eigandi Austurfarar. Hún rekur m.a. Egilsstaðastofu og tjaldstæðið á Egilsstöðum.Vísir/Stína„Það fyrsta sem er svo augljóst eru miðbæjarmálin, ásýnd bæjarins, það sem snýr að þessum miðbæjarkjarna sem íbúar hafa lengi beðið eftir. Egilsstaðir eru að mínu mati fallegasta bæjarstæði landsins en við höfum svolítið sofnað á verðinum með ásýndina,“ sagði Heiður Vigfúsdóttir atvinnurekandi í samtali við blaðamann. Gríðarleg vöntun á leikskólaplássum Heiður er eigandi fyrirtækisins Austurför, sem rekur tjaldstæðið í bænum auk Egilsstaðastofu þar sem hún tók á móti blaðamanni, nýstignum úr flugi, að morgni þriðjudags í lok apríl. Þá er Heiður einnig framkvæmdastjóri verkefnis í kringum byggingu nýs baðstaðar við Urriðavatn sem ber heitið Vök baðhús. En þessu til viðbótar er Heiður móðir. Í því samhengi nefndi hún samþjöppun á íþróttastarfi, sérstaklega hvað varðar fótboltaiðkun sem fer nú fram í Fellabæ, auk sárrar vöntunar á dagvistunarplássum fyrir yngstu börnin á Egilsstöðum. „Það var byggður hér leikskóli sem átti að leysa það og lofaði fólki að öll börn kæmust inn um eins árs aldurinn en það hefur ekki verið raunin undanfarið. Ég veit um mjög gömul börn sem hafa ekki komist inn og það er engin svör að fá, það er einhvern veginn ekkert fast í þessu.“Gunnhildur Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Héraðsprents, skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Fljótsdalshéraði.Vísir/StínaUndir þetta tók Gunnhildur Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Héraðsprents á Egilsstöðum. „Okkur finnst leikskólamálin ekki hafa verið í góðum farvegi, það vantar gríðarlega leikskólapláss, og okkur finnst það vera of seint brugðist við því að byggja við leikskólann hérna. Það stendur reyndar til bóta núna,“ sagði Gunnhildur en viðbygging við leikskólann í Fellabæ er nú í burðarliðnum. Blaðamaður fékk raunar að vita, eftir að hann tók Gunnhildi tali, að hún hefur setið í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn undanfarið kjörtímabil og skipar nú annað sæti á lista flokksins í Fljótsdalshéraði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún sagði samstarfið í bæjarstjórn þó hafa gengið vel þrátt fyrir að Framsókn hafi verið í minnihluta. Þetta var í fyrsta sinn á ferðalaginu sem blaðamaður hitti óvænt fyrir bæjar- eða sveitarstjórnarmann, núverandi eða fyrrverandi. Hann átti eftir að átta sig á því dagana á eftir að erfitt gæti reynst að finna viðmælendur sem ekki hafa reynslu af slíkum störfum.Göng, göng og aftur göng Á Seyðisfirði, sem var rétt að skríða úr vetrardvala þennan tiltekna þriðjudag í apríl, var eitt mál sem brann helst á íbúum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar og fátt annað komst raunar að: Göng undir Fjarðarheiði. Bæjarstjórn hefur ítrekað vakið athygli á mikilvægi þess að framkvæmdir hefjist við göngin en á veturna getur orðið ófært um heiðina marga daga í senn og Seyðfirðingum þá ómögulegt að sækja nauðsynlega þjónustu á Fljótsdalshérað.Fjóla í útibúi Lyfju á Seyðisfirði sagði nauðsynlegt að fá göng yfir Fjarðarheiði.Vísir/StínaFjóla Kristjánsdóttir, sem sér um útibú Lyfju í bænum sagði óásættanlegt að Seyðfirðingar fengju ekki lífsnauðsynleg lyf og matvörur þegar vetur stæði sem hæst. Sjálf er Fjóla búsett á Egilsstöðum og þarf því að keyra yfir Fjarðarheiði á hverjum degi til að komast í og úr vinnu. „Það hafa komið dagar þar sem ég hef ekki komist til vinnu og svo finn ég líka fyrir því að maður er að panta lyf sem skilar sér kannski ekki fyrr en þremur dögum seinna.“Draugahús á veturna Í Seyðisfjarðarskóla, sem starfræktur er í gömlu en reisulegu timburhúsi, virtist allt með kyrrum kjörum þegar blaðamann bar að garði. En svo opnuðust dyrnar og lagið Hippy hippy shakes með The Swinging Blue Jeans tók ærandi hátt yfir öll vit. Krakkarnir voru nefnilega farnir heim og húsvörðurinn var að ganga frá. Og hann var að hlusta á rokk. En svo tók alvaran við og aftur voru Fjarðarheiðargöng efst á baugi. Hrafnhildur Sigurðardóttir sérkennari í Seyðisfjarðarskóla og fyrrverandi bæjarfulltrúi er fædd í Reykjavík en fluttist til Seyðisfjarðar með eiginmanni sínum.Hrafnhildur Sigurðardóttir, sérkennari í Seyðisfjarðarskóla.Vísir/Stína„Það eru bara jarðgöng,“ sagði Hrafnhildur er hún var spurð að því hvað henni þætti mikilvægasta málefnið fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún sagði betri tengingu við Egilsstaði forsendu fyrir ýmiss konar nauðsynlegri þjónustu en konur á Seyðisfirði þurfa til dæmis að gera sér ferð yfir Fjarðarheiði til að fara í krabbameinsskoðun, sú þjónusta stendur þeim ekki lengur til boða í heimabænum. „Um leið og það kemur hálka þá fer ég ekki yfir.“Sjá einnig: Sirkus fær framhaldslíf á Seyðisfirði Húsnæðisskort bar einnig á góma á kennarastofunni en þangað var blaðamanni góðfúslega fylgt að loknu viðtali við Hrafnhildi. Ungur kennari lýsti hrakförum sínum á húsnæðismarkaði í plássinu en hún er nú búsett þar með fjölskyldu sinni eftir að hafa flúið leigumarkaðinn í Reykjavík. Á Seyðisfirði hugðist hún kaupa hús, en stóð á endanum ekkert til boða, og tók því hús á leigu sem hún missir svo þegar eigandinn snýr aftur í sumar. Þetta er algeng sviðsmynd á Seyðisfirði en þar stendur fjöldi húsa auður bróðurpart ársins, sem íbúar skrifa margir á einangrunina sökum illfærrar Fjarðarheiðar, en á sama tíma ríkir húsnæðisskortur.Skammast sín ekki fyrir að vera í Sjálfstæðisflokknum Veturinn hafði enn ekki sleppt takinu af Austurlandi þessa þrjá daga sem við dvöldum þar. Eftir könnunarleiðangur á Seyðisfjörð tók á móti okkur snjókoma á Egilsstöðum, þar sem við áttum næturstað. Daginn eftir var ekið eftir snæviþöktum þjóðveginum út í Fjarðabyggð, nánar tiltekið Reyðarfjörð, heimabæ Alcoa Fjarðaráls og Fortitude. Gráir tvíburaturnar við höfnina með áletruninni AALBORG, PORTLAND, ISLAND settu dularfullan svip á bæinn. Það voru fáir á ferli þennan miðvikudagsmorgun á Reyðarfirði. Fyrsta lífsmark sem blaðamaður gekk fram á var lítill hundur sem beið eiganda síns í gríðarstórum, hvítum Land Rover-jeppa fyrir utan verslun Húsasmiðjunnar. Þangað var því haldið. Í Húsasmiðjunni hitti blaðamaður fyrir vélstjórann Birki Rafn Stefánsson. Hann var ekki í vafa um það sem skipti hann helst máli fyrir sveitarstjórnarkosningarnar, nefnilega ruslið. „Það er nýbúið að innleiða að þú þurfir að borga fyrir að koma með rusl á ruslahaugana, sem mun bara valda því að þetta verður eins og í Reykjavík, hraunið verður fullt af rusli og það fer út um allt. Þetta á að afnema strax,“ sagði Birkir. Á plani fyrir utan verkstæði Húsasmiðjunnar gekk blaðamaður fram á nokkra menn sem þar voru samankomnir, einhverjir við störf og aðrir einfaldlega til að blanda geði. Einn hinna síðarnefndu var ellilífeyrisþeginn Albert Kemp sem sat í sveitarstjórn í 28 ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn.Albert Kemp er gamalreyndur sveitarstjórnarmaður.Vísir/Stína„Það var alveg nóg. Og ég skammast mín ekkert fyrir það sem ég stóð fyrir,“ sagði Albert og tók auk þess sérstaklega fram að hann hafi raunar heldur ekki skammast sín fyrir að vera í Sjálfstæðisflokknum. Albert er búsettur á Fáskrúðsfirði en húsnæðismál og málefni ellilífeyrisþega standa honum nærri um þessar mundir. „Og svo náttúrulega gatnagerðin, göturnar hjá okkur eru illa farnar og hafa ekki fengið viðhald í mörg ár,“ bætti hann við.Lítið í boði fyrir piparsveininn Grunnskólinn á Reyðarfirði var síðasta stopp blaðamanns inni í bæ. Þar var rætt við Baldur Þór Finnsson sem flutti til Reyðarfjarðar haustið 2017 og hefur kennt við skólann síðan þá. Hann sagði mikla vöntun á framboði á húsnæði fyrir ungt fólk sem hefur ekki komið sér upp fjölskyldu. „Fyrir einhvern sem er að flytja hingað einn þá er nánast ekkert. Þú stekkur ekkert inn í íbúð sem er 120 þúsund krónur á mánuði með fjögur svefnherbergi. Það er lítið í boði fyrir piparsveininn.“ Það var ljóst að íbúar á Reyðarfirði, og í raun í flestum bæjunum sem heimsóttir voru á ferðalaginu, voru lítið byrjaðir að huga að sveitarstjórnarkosningunum. Á Reyðarfirði virtist fólk auk þess almennt nokkuð ánægt með stöðu mála enda hafði álver Alcoa Fjarðaáls veitt mikilvæga innspýtingu inn í atvinnulíf bæjarins – og landshlutans alls – á sínum tíma.Sameinað Austurland eina vitið Eftir bæjarrölt á Reyðarfirði var stefnan því tekin út í álver. Á bílastæðinu fyrir utan var glæsibifreiðum bakkað í stæði af mikilli kostgæfni, sem blaðamaður fékk síðar að vita að væri sérstök öryggisráðstöfun svo starfsmenn gætu flúið fljótt og örugglega ef slys henti. Við álverið starfar fólk úr öllum helstu bæjarfélögum á Austurlandi en í matsalnum, sem líklega státar af einu besta útsýni landsins, gaf blaðamaður sig á tal við nokkra starfsmenn sem þar voru í hádegismat. Þeirra á meðal voru Fannar Jóhannsson og Borgþór Geirsson sem báðir eru búsettir á Egilsstöðum en fráveitumálin í Fljótsdalshéraði voru þeim efst í huga.Borgþór og Fannar, starfsmenn álvers Alcoa Fjarðaáls.Vísir/Stína„Við erum með fjögurra þrepa skólphreinsistöð sem annar ekki því sem fer í gegnum hana. Þegar mesta flæðið er þá fer óhreinsað skólp í gegn,“ sagði Fannar. Hart hefur verið deilt um framtíðarlausnir í fráveitumálum undanfarna mánuði. Komið hafa upp hugmyndir um að ráðast annað hvort í uppbyggingu á núverandi kerfi eða byggja eina miðlæga hreinsistöð en um það eru skiptar skoðanir. „Það sem er verst er að við höfum engar upplýsingar um það hvort er betra. Það er bara verið að rífast en maður sér engar forsendur fyrir því hvað maður á að velja,“ sagði Borgþór. Sigrún Birna Björnsdóttir, fræðslustjóri í mannauðsteymi Alcoa Fjarðaáls, sagði sameiningarmál sveitarfélaganna helsta málefnið fyrir kosningarnar. „Það sem mér finnst mikilvægast fyrir Fjarðarbyggð er að halda áfram að sameinast, í orði og gjörðum. Það er stórt verkefni en mér finnst það heilt yfir mikilvægast.“ Ný Fjarðabyggð varð til við sameiningu Fjarðarbyggðar eldri, Austurbyggðar, Fáskrúðsfjarðarhrepps og Mjóafjarðarhrepps í júní 2006. Við það varð Fjarðabyggð fjölmennasta sveitarfélag á Austurlandi. Nýjustu vendingar í sameiningarmálum urðu svo í mars síðastliðnum þegar samþykkt var að sameina Fjarðabyggð og Breiðdalsvík. „Fyrir mér ætti að sameina allt Austurland, það er eina vitið að mínu mati.“Myndi breyta öllu að þurfa ekki að keyra suður Neskaupstaður, stærsta bæjarfélag Fjarðabyggðar sem hýsir jafnframt fjórðungssjúkrahús og Verkmenntaskóla Austurlands, var næsti áfangastaður. Lífleg aðalgatan setti svip sinn á bæinn og á ferð sinni um hana rambaði blaðamaður á fjölda áhugaverðra viðmælenda. Strax varð ljóst að hefði blaðamaður heimsótt Neskaupstað í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga hefðu Norðfjarðargöngin brunnið heitast á íbúum. Göngin voru hins vegar opnuð og tekin í notkun í fyrra, bæjarbúum til mikillar gleði, en nú eru það samgöngur í stærra samhengi sem virðast skipta mestu máli.Sigga og Dæja í Nesbæ. Kaffihúsið fagnaði 20 ára afmæli þann 1. maí síðastliðinn.Vísir/StínaSigríður Vilhjálmsdóttir, eða Sigga, eigandi kaffihússins Nesbæs við Egilsbraut, og samstarfskona hennar, Guðríður Traustadóttir, alltaf kölluð Dæja, lögðu báðar ríka áherslu á að sveitarfélagið beitti sér fyrir greiðari flugsamgöngum. Hátt verð og fábreyttar lausnir kæmu í veg fyrir að þær heimsæktu fjölskyldur sínar en sonur Dæju er búsettur í Reykjavík og börn Siggu í Danmörku. „Það kostar mig og konuna mína 70-80 þúsund að fljúga. Nú hefði ég til dæmis viljað geta skroppið á fimmtudagskvöldi til sonar míns í Reykjavík sem er veikur og verið komin aftur á sunnudagskvöld. En ég get það ekki, flugið er það dýrt,“ sagði Dæja. „Það myndi breyta öllu að þurfa ekki að keyra suður, sérstaklega yfir veturinn.“ Systurnar Jóhanna Fanney og Helga. Í íþróttavöruversluninni Fjarðasporti tóku systurnar Jóhanna Fanney og Helga Hjálmarsdætur, 26 og 30 ára, undir með Dæju og Siggu. Þær eru báðar uppaldar á Neskaupstað og sögðust sjá fram á að búa sér þar framtíðarheimili, raunar hafði Helga nú þegar keypt sér hús í bænum. Systurnar hafa þó íhugað að flytja tímabundið til Reykjavíkur í nám en hafa miklað það fyrir sér. „Ef ég færi suður, hvernig á ég að hafa efni á því að komast heim í frí?“ spurði Jóhanna og vísaði þar í dýrar flugsamgöngur. „Og þá spyr fólk af hverju maður keyrir ekki bara. En þetta eru tíu tímar. Ég hef heldur ekki efni á því að missa tíu tíma vinnudag í akstur á milli.“ Jóhanna og Helga nefndu einnig að skortur á atvinnutækifærum á Neskaupstað væri þeim ákveðinn þyrnir í augum. Þar væri svosem næga atvinnu að fá á stórum vinnustöðum á borð við Síldarvinnsluna, álverið og sjúkrahúsið, en á hinn bóginn væru tækifærin mjög fábreytt. Magnús Jóhannsson. Kominn tími til að strauja yfir malbikið Magnús Jóhannsson, skrifstofustjóri í Sparisjóði Austurlands og áður forstöðumaður fjármálasviðs hjá Fjarðabyggð, lagði áherslu á að sveitarfélaginu hafi verið vel stjórnað síðustu kjörtímabil þegar blaðamaður kom til fundar við hann í sparisjóðnum á Neskaupstað. Magnús sagði meiri- og minnihluta hafa verið samhenta og vel hafi gengið að borga niður skuldir. Ýmislegt megi þó betur fara. „Það sem núna er einna mest aðkallandi hér á Neskaupstað er aðstaða fyrir eldri borgara. Það eru hjúkrunarheimilin,“ sagði Magnús og bætti við að sveitarstjórnin hafi verið að vinna ötullega að því að fá nýtt hjúkrunarheimili í bæinn. „Svo hefur viðhald á eignum bæjarins setið svolítið á hakanum, ekki síst í gatnagerð, það er kominn tími til að strauja yfir malbikið hér eins og í Reykjavík.“ Að öðru leyti er atvinnulífið á Austurlandi öflugt að sögn Magnúsar og töluverð uppbygging í gangi. Þar nefnir hann stofnun Háskólaseturs Austfjarða en þangað hefur verið ráðinn verkefnastjóri sem leiða á undirbúning við stofnun setursins. Það er aldeilis margt á döfinni! Solveig Friðriksdóttir kennir á miðstigi við Stöðvarfjarðarskóla. Eitt og eitt barn í árgangi Það var þungskýjað yfir Stöðvarfirði þegar blaðamaður renndi í hlað á fimmudagsmorgni en áður en langt um leið byrjaði að rofa til. Stöðvarfjörður er lítill bær, sá fámennasti í Fjarðabyggð utan Mjóafjarðar, en þar virtist þó margt um að vera. Í yfirgefnu frystihúsi staðarins var búið að stofna sköpunarmiðstöð sem hýsir listamenn hvaðanæva að úr heiminum og þá mátti sjá nokkra ferðamenn á vappi í bænum. Á Stöðvarfirði eru það þó grunnskólamálin sem brenna helst á íbúum en nýbúið er að samþykkja sameiningu grunnskólans á Stöðvarfirði, þar sem eru 15 nemendur, og grunnskólans á Breiðdalsvík þar sem nemendur eru 13. Eftir sameiningu verður nemendum kennt tvo daga í viku á hvorum stað en á föstudögum fer kennsla fram í heimabyggð. Solveig Friðriksdóttir, sem kennir á miðstigi í Stöðvarfjarðaskóla, og Eva María Sigurðardóttir, sem er skólaliði við skólann, voru sammála um að sameiningin væri af hinu góða þegar blaðamaður náði tali af þeim snemma á fimmtudagsmorgun. Báðar sögðu þær mikilvægt að sveitarfélagið sæi til þess að skólahaldi væri haldið til streitu. „Það skiptir rosalega miklu máli að við getum haldið skólanum okkar. Það er mér alveg hjartans mál. Sameiningin leggst vel í mig en mér finnst hún góð upp á félagsskapinn, mörg af þessum börnum eru svo ein því það er oft bara eitt og eitt barn í árgangi,“ sagði Eva. Solveig tók undir það og rifjaði upp að fyrir nokkrum árum hefði verið til umræðu að fara með hluta nemenda Stöðvarfjarðarskóla í skóla á Fáskrúðsfirði. Það þótti á endanum ekki vænlegt til framkvæmdar, að stórum hluta vegna bágs ástands samgangna á svæðinu. „Þetta er vegur sem er opinberlega búið að skilgreina sem einn hættulegasta veg landsins. Ég myndi auk þess vilja sjá öflugar samgöngur á milli staðanna, að fólk hafi meiri möguleika á að nýta sér almenningssamgöngur svo það geti sótt sér þjónustu.“ Eva María Sigurðardóttir, skólaliði. Á þessari þriggja daga ferð um Austurland varð blaðamanni ljóst að íbúar Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs hafa afar sterkar skoðanir á því sem má betur fara í samfélagi þeirra. Uppbygging á svæðinu er mikil, nýr miðbær á Egilsstöðum, háskólasetur og sameiningar sveitarfélaga og skóla eru í burðarliðnum, en margt virðist þó mega betur fara. Seyðfirðingar vilja göng, ungt fólk vill húsnæði og allir vilja ódýrara flug. Engin kosningabarátta var þó hafin að ráði í lok apríl, a.m.k. ef marka má viðbrögð íbúa við eftirgrennslan blaðamanns, en fróðlegt verður að sjá hvernig atkvæðin raðast þegar talið er upp úr kjörkössunum 26. maí.Landsmenn ganga til sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí. Vísir kemur við víða um land í aðdraganda kosninganna. Á morgun verður púlsinn tekinn á Reykjanesbæ. Fljótsdalshérað Fréttaskýringar Kosningar 2018 Lyf Seyðisfjörður Tengdar fréttir Holóttar götur, atvinnuskortur kvenna og hækkun fasteignaverðs í huga Skagamanna Þó Skagamenn séu heilt yfir frekar afslappaðir fyrir kosningarnar eru nokkur málefni sem krauma undir yfirborðinu. 7. maí 2018 08:45 Sirkus fær framhaldslíf á Seyðisfirði Skemmtistaðurinn Sirkus verður opnaður á ný og nánast í upprunalegri mynd á Seyðisfirði innan tíðar. Græjunar, barborðið og stólarnir frá gamla staðnum sitja í gámi við hafnarbakkann. 1. maí 2018 20:00 Ósýnilegir frambjóðendur, au pair-sprengja og læknaskortur Blaðamaður Vísis kom víða við í heimsókn sinni á Reykjanes á dögunum og ræddi við íbúana um helstu málin í aðdraganda sveitastjórnarkosninga. 9. maí 2018 14:00 Greina frá niðursveiflu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni Viðmælendur greina frá niðursveiflu í ferðamennsku úti á landi og munar þar mestu um að dregið hefur úr komu hópa. 6. maí 2018 13:33 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent
Göng yfir Fjarðarheiði, sameining sveitarfélaga, húsnæðisskortur og hátt verð á flugi var á meðal þess sem brann á íbúum Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar fjórum vikum fyrir sveitarstjórnarkosningar. Blaðamaður Vísis kom víða við á þriggja daga ferð sinni um Austurland í lok apríl og ræddi við fjölda fólks um helstu málin í aðdraganda kosninga, bæði það sem betur má fara og það sem vel hefur verið gert.Sofnað á verðinum með ásýndina Á Egilsstöðum, sem blaðamaður hefur heitið að heimsækja aftur að sumri til, voru miðbæjarmálin í öndvegi en bæjaryfirvöld á Fljótsdalshéraði eru nú langt komin með nýtt miðbæjarskipulag. Fæðingin hefur verið erfið en fyrsta skipulagið var samþykkt árið 2006. Nú virðist hins vegar sjá fyrir endann á ferlinu og gæti breytt útgáfa fyrsta deiliskipulagsins klárast í sumar. Viðmælendur Vísis á Egilsstöðum þyrsti flesta í nýjan miðbæ, þeir voru sammála um að deiliskipulagið þyrfti að klára og hrinda í framkvæmd. Þá nefndu margir að gera mætti í því að fegra bæinn, gróðursetja blóm og tré, víkja frá „bílastæðastefnu“ og gera miðbæinn aðgengilegri fyrir gangandi vegfarendur. Og í örskotsstund fannst blaðamanni hann vera staddur á íbúafundi kjósenda í 101 Reykjavík.Heiður Vigfúsdóttir, eigandi Austurfarar. Hún rekur m.a. Egilsstaðastofu og tjaldstæðið á Egilsstöðum.Vísir/Stína„Það fyrsta sem er svo augljóst eru miðbæjarmálin, ásýnd bæjarins, það sem snýr að þessum miðbæjarkjarna sem íbúar hafa lengi beðið eftir. Egilsstaðir eru að mínu mati fallegasta bæjarstæði landsins en við höfum svolítið sofnað á verðinum með ásýndina,“ sagði Heiður Vigfúsdóttir atvinnurekandi í samtali við blaðamann. Gríðarleg vöntun á leikskólaplássum Heiður er eigandi fyrirtækisins Austurför, sem rekur tjaldstæðið í bænum auk Egilsstaðastofu þar sem hún tók á móti blaðamanni, nýstignum úr flugi, að morgni þriðjudags í lok apríl. Þá er Heiður einnig framkvæmdastjóri verkefnis í kringum byggingu nýs baðstaðar við Urriðavatn sem ber heitið Vök baðhús. En þessu til viðbótar er Heiður móðir. Í því samhengi nefndi hún samþjöppun á íþróttastarfi, sérstaklega hvað varðar fótboltaiðkun sem fer nú fram í Fellabæ, auk sárrar vöntunar á dagvistunarplássum fyrir yngstu börnin á Egilsstöðum. „Það var byggður hér leikskóli sem átti að leysa það og lofaði fólki að öll börn kæmust inn um eins árs aldurinn en það hefur ekki verið raunin undanfarið. Ég veit um mjög gömul börn sem hafa ekki komist inn og það er engin svör að fá, það er einhvern veginn ekkert fast í þessu.“Gunnhildur Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Héraðsprents, skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Fljótsdalshéraði.Vísir/StínaUndir þetta tók Gunnhildur Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Héraðsprents á Egilsstöðum. „Okkur finnst leikskólamálin ekki hafa verið í góðum farvegi, það vantar gríðarlega leikskólapláss, og okkur finnst það vera of seint brugðist við því að byggja við leikskólann hérna. Það stendur reyndar til bóta núna,“ sagði Gunnhildur en viðbygging við leikskólann í Fellabæ er nú í burðarliðnum. Blaðamaður fékk raunar að vita, eftir að hann tók Gunnhildi tali, að hún hefur setið í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn undanfarið kjörtímabil og skipar nú annað sæti á lista flokksins í Fljótsdalshéraði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún sagði samstarfið í bæjarstjórn þó hafa gengið vel þrátt fyrir að Framsókn hafi verið í minnihluta. Þetta var í fyrsta sinn á ferðalaginu sem blaðamaður hitti óvænt fyrir bæjar- eða sveitarstjórnarmann, núverandi eða fyrrverandi. Hann átti eftir að átta sig á því dagana á eftir að erfitt gæti reynst að finna viðmælendur sem ekki hafa reynslu af slíkum störfum.Göng, göng og aftur göng Á Seyðisfirði, sem var rétt að skríða úr vetrardvala þennan tiltekna þriðjudag í apríl, var eitt mál sem brann helst á íbúum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar og fátt annað komst raunar að: Göng undir Fjarðarheiði. Bæjarstjórn hefur ítrekað vakið athygli á mikilvægi þess að framkvæmdir hefjist við göngin en á veturna getur orðið ófært um heiðina marga daga í senn og Seyðfirðingum þá ómögulegt að sækja nauðsynlega þjónustu á Fljótsdalshérað.Fjóla í útibúi Lyfju á Seyðisfirði sagði nauðsynlegt að fá göng yfir Fjarðarheiði.Vísir/StínaFjóla Kristjánsdóttir, sem sér um útibú Lyfju í bænum sagði óásættanlegt að Seyðfirðingar fengju ekki lífsnauðsynleg lyf og matvörur þegar vetur stæði sem hæst. Sjálf er Fjóla búsett á Egilsstöðum og þarf því að keyra yfir Fjarðarheiði á hverjum degi til að komast í og úr vinnu. „Það hafa komið dagar þar sem ég hef ekki komist til vinnu og svo finn ég líka fyrir því að maður er að panta lyf sem skilar sér kannski ekki fyrr en þremur dögum seinna.“Draugahús á veturna Í Seyðisfjarðarskóla, sem starfræktur er í gömlu en reisulegu timburhúsi, virtist allt með kyrrum kjörum þegar blaðamann bar að garði. En svo opnuðust dyrnar og lagið Hippy hippy shakes með The Swinging Blue Jeans tók ærandi hátt yfir öll vit. Krakkarnir voru nefnilega farnir heim og húsvörðurinn var að ganga frá. Og hann var að hlusta á rokk. En svo tók alvaran við og aftur voru Fjarðarheiðargöng efst á baugi. Hrafnhildur Sigurðardóttir sérkennari í Seyðisfjarðarskóla og fyrrverandi bæjarfulltrúi er fædd í Reykjavík en fluttist til Seyðisfjarðar með eiginmanni sínum.Hrafnhildur Sigurðardóttir, sérkennari í Seyðisfjarðarskóla.Vísir/Stína„Það eru bara jarðgöng,“ sagði Hrafnhildur er hún var spurð að því hvað henni þætti mikilvægasta málefnið fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún sagði betri tengingu við Egilsstaði forsendu fyrir ýmiss konar nauðsynlegri þjónustu en konur á Seyðisfirði þurfa til dæmis að gera sér ferð yfir Fjarðarheiði til að fara í krabbameinsskoðun, sú þjónusta stendur þeim ekki lengur til boða í heimabænum. „Um leið og það kemur hálka þá fer ég ekki yfir.“Sjá einnig: Sirkus fær framhaldslíf á Seyðisfirði Húsnæðisskort bar einnig á góma á kennarastofunni en þangað var blaðamanni góðfúslega fylgt að loknu viðtali við Hrafnhildi. Ungur kennari lýsti hrakförum sínum á húsnæðismarkaði í plássinu en hún er nú búsett þar með fjölskyldu sinni eftir að hafa flúið leigumarkaðinn í Reykjavík. Á Seyðisfirði hugðist hún kaupa hús, en stóð á endanum ekkert til boða, og tók því hús á leigu sem hún missir svo þegar eigandinn snýr aftur í sumar. Þetta er algeng sviðsmynd á Seyðisfirði en þar stendur fjöldi húsa auður bróðurpart ársins, sem íbúar skrifa margir á einangrunina sökum illfærrar Fjarðarheiðar, en á sama tíma ríkir húsnæðisskortur.Skammast sín ekki fyrir að vera í Sjálfstæðisflokknum Veturinn hafði enn ekki sleppt takinu af Austurlandi þessa þrjá daga sem við dvöldum þar. Eftir könnunarleiðangur á Seyðisfjörð tók á móti okkur snjókoma á Egilsstöðum, þar sem við áttum næturstað. Daginn eftir var ekið eftir snæviþöktum þjóðveginum út í Fjarðabyggð, nánar tiltekið Reyðarfjörð, heimabæ Alcoa Fjarðaráls og Fortitude. Gráir tvíburaturnar við höfnina með áletruninni AALBORG, PORTLAND, ISLAND settu dularfullan svip á bæinn. Það voru fáir á ferli þennan miðvikudagsmorgun á Reyðarfirði. Fyrsta lífsmark sem blaðamaður gekk fram á var lítill hundur sem beið eiganda síns í gríðarstórum, hvítum Land Rover-jeppa fyrir utan verslun Húsasmiðjunnar. Þangað var því haldið. Í Húsasmiðjunni hitti blaðamaður fyrir vélstjórann Birki Rafn Stefánsson. Hann var ekki í vafa um það sem skipti hann helst máli fyrir sveitarstjórnarkosningarnar, nefnilega ruslið. „Það er nýbúið að innleiða að þú þurfir að borga fyrir að koma með rusl á ruslahaugana, sem mun bara valda því að þetta verður eins og í Reykjavík, hraunið verður fullt af rusli og það fer út um allt. Þetta á að afnema strax,“ sagði Birkir. Á plani fyrir utan verkstæði Húsasmiðjunnar gekk blaðamaður fram á nokkra menn sem þar voru samankomnir, einhverjir við störf og aðrir einfaldlega til að blanda geði. Einn hinna síðarnefndu var ellilífeyrisþeginn Albert Kemp sem sat í sveitarstjórn í 28 ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn.Albert Kemp er gamalreyndur sveitarstjórnarmaður.Vísir/Stína„Það var alveg nóg. Og ég skammast mín ekkert fyrir það sem ég stóð fyrir,“ sagði Albert og tók auk þess sérstaklega fram að hann hafi raunar heldur ekki skammast sín fyrir að vera í Sjálfstæðisflokknum. Albert er búsettur á Fáskrúðsfirði en húsnæðismál og málefni ellilífeyrisþega standa honum nærri um þessar mundir. „Og svo náttúrulega gatnagerðin, göturnar hjá okkur eru illa farnar og hafa ekki fengið viðhald í mörg ár,“ bætti hann við.Lítið í boði fyrir piparsveininn Grunnskólinn á Reyðarfirði var síðasta stopp blaðamanns inni í bæ. Þar var rætt við Baldur Þór Finnsson sem flutti til Reyðarfjarðar haustið 2017 og hefur kennt við skólann síðan þá. Hann sagði mikla vöntun á framboði á húsnæði fyrir ungt fólk sem hefur ekki komið sér upp fjölskyldu. „Fyrir einhvern sem er að flytja hingað einn þá er nánast ekkert. Þú stekkur ekkert inn í íbúð sem er 120 þúsund krónur á mánuði með fjögur svefnherbergi. Það er lítið í boði fyrir piparsveininn.“ Það var ljóst að íbúar á Reyðarfirði, og í raun í flestum bæjunum sem heimsóttir voru á ferðalaginu, voru lítið byrjaðir að huga að sveitarstjórnarkosningunum. Á Reyðarfirði virtist fólk auk þess almennt nokkuð ánægt með stöðu mála enda hafði álver Alcoa Fjarðaáls veitt mikilvæga innspýtingu inn í atvinnulíf bæjarins – og landshlutans alls – á sínum tíma.Sameinað Austurland eina vitið Eftir bæjarrölt á Reyðarfirði var stefnan því tekin út í álver. Á bílastæðinu fyrir utan var glæsibifreiðum bakkað í stæði af mikilli kostgæfni, sem blaðamaður fékk síðar að vita að væri sérstök öryggisráðstöfun svo starfsmenn gætu flúið fljótt og örugglega ef slys henti. Við álverið starfar fólk úr öllum helstu bæjarfélögum á Austurlandi en í matsalnum, sem líklega státar af einu besta útsýni landsins, gaf blaðamaður sig á tal við nokkra starfsmenn sem þar voru í hádegismat. Þeirra á meðal voru Fannar Jóhannsson og Borgþór Geirsson sem báðir eru búsettir á Egilsstöðum en fráveitumálin í Fljótsdalshéraði voru þeim efst í huga.Borgþór og Fannar, starfsmenn álvers Alcoa Fjarðaáls.Vísir/Stína„Við erum með fjögurra þrepa skólphreinsistöð sem annar ekki því sem fer í gegnum hana. Þegar mesta flæðið er þá fer óhreinsað skólp í gegn,“ sagði Fannar. Hart hefur verið deilt um framtíðarlausnir í fráveitumálum undanfarna mánuði. Komið hafa upp hugmyndir um að ráðast annað hvort í uppbyggingu á núverandi kerfi eða byggja eina miðlæga hreinsistöð en um það eru skiptar skoðanir. „Það sem er verst er að við höfum engar upplýsingar um það hvort er betra. Það er bara verið að rífast en maður sér engar forsendur fyrir því hvað maður á að velja,“ sagði Borgþór. Sigrún Birna Björnsdóttir, fræðslustjóri í mannauðsteymi Alcoa Fjarðaáls, sagði sameiningarmál sveitarfélaganna helsta málefnið fyrir kosningarnar. „Það sem mér finnst mikilvægast fyrir Fjarðarbyggð er að halda áfram að sameinast, í orði og gjörðum. Það er stórt verkefni en mér finnst það heilt yfir mikilvægast.“ Ný Fjarðabyggð varð til við sameiningu Fjarðarbyggðar eldri, Austurbyggðar, Fáskrúðsfjarðarhrepps og Mjóafjarðarhrepps í júní 2006. Við það varð Fjarðabyggð fjölmennasta sveitarfélag á Austurlandi. Nýjustu vendingar í sameiningarmálum urðu svo í mars síðastliðnum þegar samþykkt var að sameina Fjarðabyggð og Breiðdalsvík. „Fyrir mér ætti að sameina allt Austurland, það er eina vitið að mínu mati.“Myndi breyta öllu að þurfa ekki að keyra suður Neskaupstaður, stærsta bæjarfélag Fjarðabyggðar sem hýsir jafnframt fjórðungssjúkrahús og Verkmenntaskóla Austurlands, var næsti áfangastaður. Lífleg aðalgatan setti svip sinn á bæinn og á ferð sinni um hana rambaði blaðamaður á fjölda áhugaverðra viðmælenda. Strax varð ljóst að hefði blaðamaður heimsótt Neskaupstað í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga hefðu Norðfjarðargöngin brunnið heitast á íbúum. Göngin voru hins vegar opnuð og tekin í notkun í fyrra, bæjarbúum til mikillar gleði, en nú eru það samgöngur í stærra samhengi sem virðast skipta mestu máli.Sigga og Dæja í Nesbæ. Kaffihúsið fagnaði 20 ára afmæli þann 1. maí síðastliðinn.Vísir/StínaSigríður Vilhjálmsdóttir, eða Sigga, eigandi kaffihússins Nesbæs við Egilsbraut, og samstarfskona hennar, Guðríður Traustadóttir, alltaf kölluð Dæja, lögðu báðar ríka áherslu á að sveitarfélagið beitti sér fyrir greiðari flugsamgöngum. Hátt verð og fábreyttar lausnir kæmu í veg fyrir að þær heimsæktu fjölskyldur sínar en sonur Dæju er búsettur í Reykjavík og börn Siggu í Danmörku. „Það kostar mig og konuna mína 70-80 þúsund að fljúga. Nú hefði ég til dæmis viljað geta skroppið á fimmtudagskvöldi til sonar míns í Reykjavík sem er veikur og verið komin aftur á sunnudagskvöld. En ég get það ekki, flugið er það dýrt,“ sagði Dæja. „Það myndi breyta öllu að þurfa ekki að keyra suður, sérstaklega yfir veturinn.“ Systurnar Jóhanna Fanney og Helga. Í íþróttavöruversluninni Fjarðasporti tóku systurnar Jóhanna Fanney og Helga Hjálmarsdætur, 26 og 30 ára, undir með Dæju og Siggu. Þær eru báðar uppaldar á Neskaupstað og sögðust sjá fram á að búa sér þar framtíðarheimili, raunar hafði Helga nú þegar keypt sér hús í bænum. Systurnar hafa þó íhugað að flytja tímabundið til Reykjavíkur í nám en hafa miklað það fyrir sér. „Ef ég færi suður, hvernig á ég að hafa efni á því að komast heim í frí?“ spurði Jóhanna og vísaði þar í dýrar flugsamgöngur. „Og þá spyr fólk af hverju maður keyrir ekki bara. En þetta eru tíu tímar. Ég hef heldur ekki efni á því að missa tíu tíma vinnudag í akstur á milli.“ Jóhanna og Helga nefndu einnig að skortur á atvinnutækifærum á Neskaupstað væri þeim ákveðinn þyrnir í augum. Þar væri svosem næga atvinnu að fá á stórum vinnustöðum á borð við Síldarvinnsluna, álverið og sjúkrahúsið, en á hinn bóginn væru tækifærin mjög fábreytt. Magnús Jóhannsson. Kominn tími til að strauja yfir malbikið Magnús Jóhannsson, skrifstofustjóri í Sparisjóði Austurlands og áður forstöðumaður fjármálasviðs hjá Fjarðabyggð, lagði áherslu á að sveitarfélaginu hafi verið vel stjórnað síðustu kjörtímabil þegar blaðamaður kom til fundar við hann í sparisjóðnum á Neskaupstað. Magnús sagði meiri- og minnihluta hafa verið samhenta og vel hafi gengið að borga niður skuldir. Ýmislegt megi þó betur fara. „Það sem núna er einna mest aðkallandi hér á Neskaupstað er aðstaða fyrir eldri borgara. Það eru hjúkrunarheimilin,“ sagði Magnús og bætti við að sveitarstjórnin hafi verið að vinna ötullega að því að fá nýtt hjúkrunarheimili í bæinn. „Svo hefur viðhald á eignum bæjarins setið svolítið á hakanum, ekki síst í gatnagerð, það er kominn tími til að strauja yfir malbikið hér eins og í Reykjavík.“ Að öðru leyti er atvinnulífið á Austurlandi öflugt að sögn Magnúsar og töluverð uppbygging í gangi. Þar nefnir hann stofnun Háskólaseturs Austfjarða en þangað hefur verið ráðinn verkefnastjóri sem leiða á undirbúning við stofnun setursins. Það er aldeilis margt á döfinni! Solveig Friðriksdóttir kennir á miðstigi við Stöðvarfjarðarskóla. Eitt og eitt barn í árgangi Það var þungskýjað yfir Stöðvarfirði þegar blaðamaður renndi í hlað á fimmudagsmorgni en áður en langt um leið byrjaði að rofa til. Stöðvarfjörður er lítill bær, sá fámennasti í Fjarðabyggð utan Mjóafjarðar, en þar virtist þó margt um að vera. Í yfirgefnu frystihúsi staðarins var búið að stofna sköpunarmiðstöð sem hýsir listamenn hvaðanæva að úr heiminum og þá mátti sjá nokkra ferðamenn á vappi í bænum. Á Stöðvarfirði eru það þó grunnskólamálin sem brenna helst á íbúum en nýbúið er að samþykkja sameiningu grunnskólans á Stöðvarfirði, þar sem eru 15 nemendur, og grunnskólans á Breiðdalsvík þar sem nemendur eru 13. Eftir sameiningu verður nemendum kennt tvo daga í viku á hvorum stað en á föstudögum fer kennsla fram í heimabyggð. Solveig Friðriksdóttir, sem kennir á miðstigi í Stöðvarfjarðaskóla, og Eva María Sigurðardóttir, sem er skólaliði við skólann, voru sammála um að sameiningin væri af hinu góða þegar blaðamaður náði tali af þeim snemma á fimmtudagsmorgun. Báðar sögðu þær mikilvægt að sveitarfélagið sæi til þess að skólahaldi væri haldið til streitu. „Það skiptir rosalega miklu máli að við getum haldið skólanum okkar. Það er mér alveg hjartans mál. Sameiningin leggst vel í mig en mér finnst hún góð upp á félagsskapinn, mörg af þessum börnum eru svo ein því það er oft bara eitt og eitt barn í árgangi,“ sagði Eva. Solveig tók undir það og rifjaði upp að fyrir nokkrum árum hefði verið til umræðu að fara með hluta nemenda Stöðvarfjarðarskóla í skóla á Fáskrúðsfirði. Það þótti á endanum ekki vænlegt til framkvæmdar, að stórum hluta vegna bágs ástands samgangna á svæðinu. „Þetta er vegur sem er opinberlega búið að skilgreina sem einn hættulegasta veg landsins. Ég myndi auk þess vilja sjá öflugar samgöngur á milli staðanna, að fólk hafi meiri möguleika á að nýta sér almenningssamgöngur svo það geti sótt sér þjónustu.“ Eva María Sigurðardóttir, skólaliði. Á þessari þriggja daga ferð um Austurland varð blaðamanni ljóst að íbúar Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs hafa afar sterkar skoðanir á því sem má betur fara í samfélagi þeirra. Uppbygging á svæðinu er mikil, nýr miðbær á Egilsstöðum, háskólasetur og sameiningar sveitarfélaga og skóla eru í burðarliðnum, en margt virðist þó mega betur fara. Seyðfirðingar vilja göng, ungt fólk vill húsnæði og allir vilja ódýrara flug. Engin kosningabarátta var þó hafin að ráði í lok apríl, a.m.k. ef marka má viðbrögð íbúa við eftirgrennslan blaðamanns, en fróðlegt verður að sjá hvernig atkvæðin raðast þegar talið er upp úr kjörkössunum 26. maí.Landsmenn ganga til sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí. Vísir kemur við víða um land í aðdraganda kosninganna. Á morgun verður púlsinn tekinn á Reykjanesbæ.
Holóttar götur, atvinnuskortur kvenna og hækkun fasteignaverðs í huga Skagamanna Þó Skagamenn séu heilt yfir frekar afslappaðir fyrir kosningarnar eru nokkur málefni sem krauma undir yfirborðinu. 7. maí 2018 08:45
Sirkus fær framhaldslíf á Seyðisfirði Skemmtistaðurinn Sirkus verður opnaður á ný og nánast í upprunalegri mynd á Seyðisfirði innan tíðar. Græjunar, barborðið og stólarnir frá gamla staðnum sitja í gámi við hafnarbakkann. 1. maí 2018 20:00
Ósýnilegir frambjóðendur, au pair-sprengja og læknaskortur Blaðamaður Vísis kom víða við í heimsókn sinni á Reykjanes á dögunum og ræddi við íbúana um helstu málin í aðdraganda sveitastjórnarkosninga. 9. maí 2018 14:00
Greina frá niðursveiflu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni Viðmælendur greina frá niðursveiflu í ferðamennsku úti á landi og munar þar mestu um að dregið hefur úr komu hópa. 6. maí 2018 13:33