Boðar nýja tíma í íslenskum stjórnmálum því „ekki veiti af“ Þórdís Valsdóttir skrifar 21. apríl 2018 11:35 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins Vísir/stefán „Vandinn er sá að lýðræðið hefur á vissan hátt látið undan síga, það virkar ekki lengur eins og til var ætlast,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins í dag. Þetta er fyrsta landsþing Miðflokksins. Sigmundur Davíð sagði að stefnuræða hans á morgun verði óhefðbundin og hann muni fyrst og fremst fjalla um eitt málefni. „Ég ætla að nota það sem dæmi um öll hin, til þess að skýra það hvernig við, þessi nýji flokkur með sínar nýju hugmyndir og nálganir, getum nálgast lausn allra þeirra stóru viðfangsefna sem samfélag okkar stendur frammi fyrir.“ Hann sagði að breytingar í samfélaginu kalli á viðbrögð stjórnmálanna og að bestu viðbrögðin séu að endurvekja virkni lýðræðisins. „Hugmyndin um að hver og einn eigi að hafa jafnan rétt til þess að segja til um hvernig samfélagið þróast, þessi hugmynd og þessi aðferð er eiginlega undantekning frekar en hitt í mannkynssögunni og vissulega fylgja þessu ýmis vandamál, að láta þetta ganga vel fyrir sig. En engin aðferð til að stjórna landi hefur reynst eins vel og engin aðferð er eins rétt. Vandinn er sá að lýðræðið hefur á vissan hátt látið lá undan síga, það virkar ekki eins og til var ætlast.“ Hann segir Miðflokkinn ætla að innleiða nýja tíma í íslenskum stjórnmálum og að „ekki veiti af“. Hann er þeirrar skoðunar að kjósendur hafi tekið eftir því að það skipti ekki máli hver er kosinn því niðurstaðan verði alltaf meira eða minna sú sama. „Æ oftar eru myndaðar ríkisstjórnir fyrst og fremst um stólaskipti þar sem að hver og einn flokkur felst á að gefa eftir sín helstu áherslumál, gefa eftir loforðin sín úr kosningabaráttunni, gegn því að hinir flokkarnir geri slíkt hið sama. Samkomulag um að gera sem minnst, samkomulag um að hafa ekki stefnu og eftirláta þess í stað kerfunum að stjórna landinu. Við þessar aðstæður virka stjórnmálin ekki. Lýðræðið virkar ekki sem skyldi og rétturinn til að stjórna er tekinn af þeim sem eiga þann rétt og eiga að fara með valdið, almenningi. Eitt skýrasta dæmið um þess aþróun er núverandi ríkisstjórn.“Segir ríkisstjórnina stefna í að setja met í útgjaldaaukningu„Ríkisstjórnin núna hefur lýst því yfir að hún sé til í að eyða miklum peningum og það stefnir í að hún ætli að setja met í útgjaldaaukningu,“ sagði Sigmundur og bætir við að það fjármagn sem ríkisstjórnin hefur til umráða hafi orðið til með markvissri stefnu sem ekki sé til staðar nú. „Gangi hagvaxtarspánnar ekki eftir þá munum við lenda í verulegum vandræðum. Það er eins og hugarfarið núna sé það að það sé óhætt núna að hætta að róa, að báturinn sé svo lengi núna að færast í rétta átt að það hljóti að vera orðið óhtt að hætta bara að róa,“ sagði Sigmundur. Hann segir ríkisstjórnina myndaða um stefnuleysi vegna þess að „þau vita að þau munu aldrei geta komið sér saman um það hvaða átt þau skulu stefna“ og að hjá henni sé engin framtíðarsýn. Hann segir að Miðflokkurinn hafi skýra sýn á framtíðina og að flokkurinn ætli að endurvekja lýðræðishugsjónina. Í spilaranum hér að neðan er hægt að fylgjast með landsþingi flokksins í beinni útsendingu frá Hörpu. Stefnuræða Sigmundar Davíðs hefst klukkan 13:15 á morgun. Stj.mál Tengdar fréttir Bein útsending: Landsþing Miðflokksins í Hörpu Landsþing Miðflokksins fer fram í Hörpu um helgina. 21. apríl 2018 10:36 Vilja gera RÚV að áskriftarsjónvarpi Landsþing Miðflokksins fer fram um helgina. 21. apríl 2018 08:30 Enginn fer fram gegn Sigmundi Sex eru í framboði til embætta á fyrsta landsþingi Miðflokksins sem fer fram í Hörpu um helgina. 21. apríl 2018 08:35 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Vandinn er sá að lýðræðið hefur á vissan hátt látið undan síga, það virkar ekki lengur eins og til var ætlast,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins í dag. Þetta er fyrsta landsþing Miðflokksins. Sigmundur Davíð sagði að stefnuræða hans á morgun verði óhefðbundin og hann muni fyrst og fremst fjalla um eitt málefni. „Ég ætla að nota það sem dæmi um öll hin, til þess að skýra það hvernig við, þessi nýji flokkur með sínar nýju hugmyndir og nálganir, getum nálgast lausn allra þeirra stóru viðfangsefna sem samfélag okkar stendur frammi fyrir.“ Hann sagði að breytingar í samfélaginu kalli á viðbrögð stjórnmálanna og að bestu viðbrögðin séu að endurvekja virkni lýðræðisins. „Hugmyndin um að hver og einn eigi að hafa jafnan rétt til þess að segja til um hvernig samfélagið þróast, þessi hugmynd og þessi aðferð er eiginlega undantekning frekar en hitt í mannkynssögunni og vissulega fylgja þessu ýmis vandamál, að láta þetta ganga vel fyrir sig. En engin aðferð til að stjórna landi hefur reynst eins vel og engin aðferð er eins rétt. Vandinn er sá að lýðræðið hefur á vissan hátt látið lá undan síga, það virkar ekki eins og til var ætlast.“ Hann segir Miðflokkinn ætla að innleiða nýja tíma í íslenskum stjórnmálum og að „ekki veiti af“. Hann er þeirrar skoðunar að kjósendur hafi tekið eftir því að það skipti ekki máli hver er kosinn því niðurstaðan verði alltaf meira eða minna sú sama. „Æ oftar eru myndaðar ríkisstjórnir fyrst og fremst um stólaskipti þar sem að hver og einn flokkur felst á að gefa eftir sín helstu áherslumál, gefa eftir loforðin sín úr kosningabaráttunni, gegn því að hinir flokkarnir geri slíkt hið sama. Samkomulag um að gera sem minnst, samkomulag um að hafa ekki stefnu og eftirláta þess í stað kerfunum að stjórna landinu. Við þessar aðstæður virka stjórnmálin ekki. Lýðræðið virkar ekki sem skyldi og rétturinn til að stjórna er tekinn af þeim sem eiga þann rétt og eiga að fara með valdið, almenningi. Eitt skýrasta dæmið um þess aþróun er núverandi ríkisstjórn.“Segir ríkisstjórnina stefna í að setja met í útgjaldaaukningu„Ríkisstjórnin núna hefur lýst því yfir að hún sé til í að eyða miklum peningum og það stefnir í að hún ætli að setja met í útgjaldaaukningu,“ sagði Sigmundur og bætir við að það fjármagn sem ríkisstjórnin hefur til umráða hafi orðið til með markvissri stefnu sem ekki sé til staðar nú. „Gangi hagvaxtarspánnar ekki eftir þá munum við lenda í verulegum vandræðum. Það er eins og hugarfarið núna sé það að það sé óhætt núna að hætta að róa, að báturinn sé svo lengi núna að færast í rétta átt að það hljóti að vera orðið óhtt að hætta bara að róa,“ sagði Sigmundur. Hann segir ríkisstjórnina myndaða um stefnuleysi vegna þess að „þau vita að þau munu aldrei geta komið sér saman um það hvaða átt þau skulu stefna“ og að hjá henni sé engin framtíðarsýn. Hann segir að Miðflokkurinn hafi skýra sýn á framtíðina og að flokkurinn ætli að endurvekja lýðræðishugsjónina. Í spilaranum hér að neðan er hægt að fylgjast með landsþingi flokksins í beinni útsendingu frá Hörpu. Stefnuræða Sigmundar Davíðs hefst klukkan 13:15 á morgun.
Stj.mál Tengdar fréttir Bein útsending: Landsþing Miðflokksins í Hörpu Landsþing Miðflokksins fer fram í Hörpu um helgina. 21. apríl 2018 10:36 Vilja gera RÚV að áskriftarsjónvarpi Landsþing Miðflokksins fer fram um helgina. 21. apríl 2018 08:30 Enginn fer fram gegn Sigmundi Sex eru í framboði til embætta á fyrsta landsþingi Miðflokksins sem fer fram í Hörpu um helgina. 21. apríl 2018 08:35 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Bein útsending: Landsþing Miðflokksins í Hörpu Landsþing Miðflokksins fer fram í Hörpu um helgina. 21. apríl 2018 10:36
Vilja gera RÚV að áskriftarsjónvarpi Landsþing Miðflokksins fer fram um helgina. 21. apríl 2018 08:30
Enginn fer fram gegn Sigmundi Sex eru í framboði til embætta á fyrsta landsþingi Miðflokksins sem fer fram í Hörpu um helgina. 21. apríl 2018 08:35