Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. apríl 2018 06:00 SS hús skulda tugum starfsmanna laun. VÍSIR/PJETUR Sigurður Ragnar Kristinsson hefur verið ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri SS verks ehf. Í málinu eru einnig ákærð þau Unnur Birgisdóttir, tengdamóðir Sigurðar Ragnars, og Armando Luis Rodriguez. Meint skattsvik þeirra þriggja nema samanlagt tæpum 105 milljónum króna. Í ákærunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að brot þeirra þriggja eru talin varða við skattsvikaákvæði almennra hegningarlaga og geta varðað allt að 6 ára fangelsi auk fésektar. Sigurður hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann kom heim til Íslands frá Spáni seint í janúar vegna gruns um stórfelldan fíkniefnainnflutning þaðan til Íslands í svokölluðu Skáksambandsmáli. Sigurði var sleppt úr gæsluvarðhaldi á föstudaginn en hann er enn í farbanni. Ekki hefur verið gefin út ákæra í því máli en rannsókn þess er á lokastigum.Sjá einnig: 600 milljóna gjaldþrota SS húsa Sunna Elvira Þorkelsdóttir, eiginkona Sigurðar Ragnars, er stórslösuð eftir slys á Spáni en þarlend yfirvöld settu hana í farbann. Sunna Elvira kom til Íslands fyrr í þessum mánuði. Í skattsvikamálinu er Sigurður ákærður fyrir að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum á rekstrarárunum 2014 og 2015 með því að hafa oftalið innskatt um tæpar 34 milljónir króna á grundvelli fimm tilhæfulausra sölureikninga og vanframtalið virðisauka SS verks ehf. um tæpar þrjátíu milljónir króna. Þá er Sigurður einnig ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á rúmum 15 milljónum króna í staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna SS verks ehf. allt árið 2015 og fyrstu mánuði ársins 2016. Tengdamóðir Sigurðar, Unnur Birgisdóttir, sem stýrði daglegum rekstri félagsins frá því í mars fram í ágúst á árinu 2016, og Armando Luis Rodriguez, sem tók við rekstrinum af Unni og stýrði félaginu þar til það fór í þrot síðla sama árs, eru einnig ákærð. Þau eru ákærð fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri félagsins né staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins þann tíma sem þau stýrðu því. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sigurður laus úr haldi Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, er laus úr haldi lögreglu eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. 20. apríl 2018 14:46 600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09 Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Sigurður Ragnar Kristinsson hefur verið ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri SS verks ehf. Í málinu eru einnig ákærð þau Unnur Birgisdóttir, tengdamóðir Sigurðar Ragnars, og Armando Luis Rodriguez. Meint skattsvik þeirra þriggja nema samanlagt tæpum 105 milljónum króna. Í ákærunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að brot þeirra þriggja eru talin varða við skattsvikaákvæði almennra hegningarlaga og geta varðað allt að 6 ára fangelsi auk fésektar. Sigurður hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann kom heim til Íslands frá Spáni seint í janúar vegna gruns um stórfelldan fíkniefnainnflutning þaðan til Íslands í svokölluðu Skáksambandsmáli. Sigurði var sleppt úr gæsluvarðhaldi á föstudaginn en hann er enn í farbanni. Ekki hefur verið gefin út ákæra í því máli en rannsókn þess er á lokastigum.Sjá einnig: 600 milljóna gjaldþrota SS húsa Sunna Elvira Þorkelsdóttir, eiginkona Sigurðar Ragnars, er stórslösuð eftir slys á Spáni en þarlend yfirvöld settu hana í farbann. Sunna Elvira kom til Íslands fyrr í þessum mánuði. Í skattsvikamálinu er Sigurður ákærður fyrir að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum á rekstrarárunum 2014 og 2015 með því að hafa oftalið innskatt um tæpar 34 milljónir króna á grundvelli fimm tilhæfulausra sölureikninga og vanframtalið virðisauka SS verks ehf. um tæpar þrjátíu milljónir króna. Þá er Sigurður einnig ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á rúmum 15 milljónum króna í staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna SS verks ehf. allt árið 2015 og fyrstu mánuði ársins 2016. Tengdamóðir Sigurðar, Unnur Birgisdóttir, sem stýrði daglegum rekstri félagsins frá því í mars fram í ágúst á árinu 2016, og Armando Luis Rodriguez, sem tók við rekstrinum af Unni og stýrði félaginu þar til það fór í þrot síðla sama árs, eru einnig ákærð. Þau eru ákærð fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri félagsins né staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins þann tíma sem þau stýrðu því.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sigurður laus úr haldi Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, er laus úr haldi lögreglu eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. 20. apríl 2018 14:46 600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09 Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Sigurður laus úr haldi Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, er laus úr haldi lögreglu eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. 20. apríl 2018 14:46
600 milljóna gjaldþrot SS húsa Sorgarsaga segir skiptastjórinn en öllum eignum í fyrirtækið hefur verið skotið undan að hans sögn. 20. mars 2018 12:09
Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45