Dótturfélag Icelandair íhugar kaup á tveimur flugfélögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2018 08:34 Loftleiðir lentu flugvél á Suðurskautinu árið 2015. Ágúst Hákonarson Loftleiðir, dótturfélag Icelandair sem sérhæfir sig í leiguflugi og svokallaðri blautleigu, íhuga nú kaup á 49% hlut í portúgalska flugfélaginu Azores Airlines, sem gerir út frá Asóreyjum í Atlantshafinu. Þá eru Loftleiðir jafnframt sagðar í viðræðum um kaup á 51% hlut í flugfélagi á Grænhöfðaeyjum. Azores Airlines hefur átt í miklum rekstrarörðugleikum á síðustu misserum. Í tilkynningu frá móðurfélagi flugfélagsins, SATA Group, kom fram að aðeins eitt tilboð hafi borist í Azores Airlines, tilboð Loftleiða, og segist móðurfélagið tilbúið að ganga til frekari viðræðna við Loftleiðir. Í samtali við erlenda miðla segir Erlendur Svavarsson, varaforstjóri Loftleiða, að félagið hafi ekki enn tekið ákvörðun um hvort af kaupunum verði. Nú þegar viðræðurnar eru komnar á annað stig fái fulltrúar Loftleiða ítarlegri upplýsingar um Azores Airlins og út frá þeim verði tekin ákvörðun um hugsanleg kaup á 49% hlutnum. Að þessari yfirferð lokinni myndu Loftleiðir svo leggja fram tilboð og verði það samþykkt myndu félögin tvö hefja formlegar samningaviðræður. Meðal þeirra krafa sem SATA Group hefur sett fram fyrir hugsanlegar viðræður er að kaupandinn muni halda nafni flugfélagsins. Þá verði hann jafnframt að skuldbinda sig til að ráða starfsfólk af Asóreyjum og halda úti reglulega áætlunarflugi til Portúgals, annarra nálægra eyja sem og borga á borð við Frankfurt, Boston og Toronto.Í umfjöllun Xinhua kemur fram að það sé ekki síst þessi alþjóðlegi angi sem helst heilli Loftleiðir. Icelandair hefur lengi haldið úti tengiflugi milli Evrópu og Bandaríkjanna í gegnum Ísland og talið er að félagið vilji reyna á sambærilegt viðskiptamódel á Asóreyjum, sem liggja á miðju Atlantshafi. Loftleiðir eru sem fyrr segir einnig í viðræðum um kaup á 51% hlut í flugfélaginu TACV sem gerir út frá Grænhöfðaeyjum. Tengiflugsmöguleikarnir eru jafnframt sagðir það sem heilli Loftleiðir mest við kaupin á TACV.Hér að neðan má sjá staðsetningu Asóreyja. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Loftleiðir, dótturfélag Icelandair sem sérhæfir sig í leiguflugi og svokallaðri blautleigu, íhuga nú kaup á 49% hlut í portúgalska flugfélaginu Azores Airlines, sem gerir út frá Asóreyjum í Atlantshafinu. Þá eru Loftleiðir jafnframt sagðar í viðræðum um kaup á 51% hlut í flugfélagi á Grænhöfðaeyjum. Azores Airlines hefur átt í miklum rekstrarörðugleikum á síðustu misserum. Í tilkynningu frá móðurfélagi flugfélagsins, SATA Group, kom fram að aðeins eitt tilboð hafi borist í Azores Airlines, tilboð Loftleiða, og segist móðurfélagið tilbúið að ganga til frekari viðræðna við Loftleiðir. Í samtali við erlenda miðla segir Erlendur Svavarsson, varaforstjóri Loftleiða, að félagið hafi ekki enn tekið ákvörðun um hvort af kaupunum verði. Nú þegar viðræðurnar eru komnar á annað stig fái fulltrúar Loftleiða ítarlegri upplýsingar um Azores Airlins og út frá þeim verði tekin ákvörðun um hugsanleg kaup á 49% hlutnum. Að þessari yfirferð lokinni myndu Loftleiðir svo leggja fram tilboð og verði það samþykkt myndu félögin tvö hefja formlegar samningaviðræður. Meðal þeirra krafa sem SATA Group hefur sett fram fyrir hugsanlegar viðræður er að kaupandinn muni halda nafni flugfélagsins. Þá verði hann jafnframt að skuldbinda sig til að ráða starfsfólk af Asóreyjum og halda úti reglulega áætlunarflugi til Portúgals, annarra nálægra eyja sem og borga á borð við Frankfurt, Boston og Toronto.Í umfjöllun Xinhua kemur fram að það sé ekki síst þessi alþjóðlegi angi sem helst heilli Loftleiðir. Icelandair hefur lengi haldið úti tengiflugi milli Evrópu og Bandaríkjanna í gegnum Ísland og talið er að félagið vilji reyna á sambærilegt viðskiptamódel á Asóreyjum, sem liggja á miðju Atlantshafi. Loftleiðir eru sem fyrr segir einnig í viðræðum um kaup á 51% hlut í flugfélaginu TACV sem gerir út frá Grænhöfðaeyjum. Tengiflugsmöguleikarnir eru jafnframt sagðir það sem heilli Loftleiðir mest við kaupin á TACV.Hér að neðan má sjá staðsetningu Asóreyja.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira