Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2018 22:00 Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. Vísir/Rakel Ósk Maður sem leigði geymslu á 3. hæð í húsnæði fyrirtækisins Geymslna við Miðhraun í Garðabæ sem brann fyrr í mánuðinum er ósáttur við að fá ekki tækifæri til að fara í gegnum leifarnar af eignum sínum. Fyrirtækið segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins en þeir sem leigðu geymslur á 1. hæð þurfa að vitja þeirra og tæma í vikunni.Sjá einnig: Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Geymslur tilkynntu leigjendum sínum í Miðhrauni í gær að altjón hafði orðið á 2. og 3. hæð hússins. Vátryggingafélag Íslands bæði þá sem leigðu geymslur á 1. hæð um að koma í vikunni og tæma þær. Magnús Gunnarsson var með geymslu á 3. hæð en hann er ekki ánægður með að fá ekki tækifæri til að fara yfir leifarnar eftir brunann. „Það situr svolítið í manni að maður fái ekki einu sinni að reyna að bjarga einhverju. Okkur er gefinn enginn séns. Það hefur bara verið tekin ákvörðun um að allt sé straujað á annarri og þriðju hæð, alveg sama hvað það er. Mér finnst þetta svolítið gróft,“ segir hann. Þá gagnrýnir Magnús hversu skamman fyrirvara leigjendur fá til að vitja og tæma geymslurnar. Tilkynningin var send leigjendum í gær og þurfa þeir að tæma geymslurnar fyrir helgi. Þeir sem ekki komast í vikunni voru beðnir um að hafa samband við Geymslur sem allra fyrst. Ekki náðist í Ómar Jóhannsson framkvæmdastjóra Geymslna við vinnslu fréttar. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Vatnsúðakerfi í öllum húsum Geymslna nema Miðhrauni Hvers vegna er fyrir utan mína þekkingu, segir framkvæmdastjórinn. 9. apríl 2018 15:26 Eldurinn í Miðhrauni kviknaði út frá rafmagni Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæði við Miðhraun í Garðabæ í byrjun mánaðarins liggur fyrir. 20. apríl 2018 18:42 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Maður sem leigði geymslu á 3. hæð í húsnæði fyrirtækisins Geymslna við Miðhraun í Garðabæ sem brann fyrr í mánuðinum er ósáttur við að fá ekki tækifæri til að fara í gegnum leifarnar af eignum sínum. Fyrirtækið segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins en þeir sem leigðu geymslur á 1. hæð þurfa að vitja þeirra og tæma í vikunni.Sjá einnig: Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Geymslur tilkynntu leigjendum sínum í Miðhrauni í gær að altjón hafði orðið á 2. og 3. hæð hússins. Vátryggingafélag Íslands bæði þá sem leigðu geymslur á 1. hæð um að koma í vikunni og tæma þær. Magnús Gunnarsson var með geymslu á 3. hæð en hann er ekki ánægður með að fá ekki tækifæri til að fara yfir leifarnar eftir brunann. „Það situr svolítið í manni að maður fái ekki einu sinni að reyna að bjarga einhverju. Okkur er gefinn enginn séns. Það hefur bara verið tekin ákvörðun um að allt sé straujað á annarri og þriðju hæð, alveg sama hvað það er. Mér finnst þetta svolítið gróft,“ segir hann. Þá gagnrýnir Magnús hversu skamman fyrirvara leigjendur fá til að vitja og tæma geymslurnar. Tilkynningin var send leigjendum í gær og þurfa þeir að tæma geymslurnar fyrir helgi. Þeir sem ekki komast í vikunni voru beðnir um að hafa samband við Geymslur sem allra fyrst. Ekki náðist í Ómar Jóhannsson framkvæmdastjóra Geymslna við vinnslu fréttar.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Vatnsúðakerfi í öllum húsum Geymslna nema Miðhrauni Hvers vegna er fyrir utan mína þekkingu, segir framkvæmdastjórinn. 9. apríl 2018 15:26 Eldurinn í Miðhrauni kviknaði út frá rafmagni Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæði við Miðhraun í Garðabæ í byrjun mánaðarins liggur fyrir. 20. apríl 2018 18:42 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55
Vatnsúðakerfi í öllum húsum Geymslna nema Miðhrauni Hvers vegna er fyrir utan mína þekkingu, segir framkvæmdastjórinn. 9. apríl 2018 15:26
Eldurinn í Miðhrauni kviknaði út frá rafmagni Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæði við Miðhraun í Garðabæ í byrjun mánaðarins liggur fyrir. 20. apríl 2018 18:42