Ráðherra segir heilbrigðiskerfið vanbúið til þess að taka á fíknivanda barna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. apríl 2018 18:45 Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að opna sérstaka deild fyrir börn með fjölþættan vanda en börnum sem ánetjast hafa fíkniefnum hefur verið vísað frá barna- og unglingageðdeild og vistuð í umhverfi þar sem þau eiga ekkert erindi. Ráðherra segir heilbrigðiskerfið vanbúið til þess að takast á við vanda ungra fíkla. Úrræðaleysi yfirvalda í barnaverndarmálum og málefnum barna með fíknivanda sætir harðri gagnrýni en foreldrar, skólastjórnendur og sérfræðingar segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist þessum börnum og að vandinn fari ört vaxandi. „Og það vantar slík úrræði til að mæta þessum börnum. Það vantar bara alls staðar. Það geta allir verið sammála um það að barn sem er komið í alvarlegan vímuefnavanda, það á ekki heima inni í grunnskóla,“ sagði Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Okkar barn hefði þurft aðstoð, ekki geymslu eins og mörg þessi úrræði,“ sagði Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldri barns sem á við margþættan vanda að stríða, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. „Það vantar úrræði. Það er eiginlega ekki hægt að afsaka í raun og vera að sinna þeim ekki,“ sagði Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, sömuleiðis í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Heilbrigðisráðherra segir að yfirvöld verði að bregðast strax við og segir að félagsmálaráðherra hafa haft frumkvæði að því að málið hafi verið upp í ríkisstjórn og að um það sé fjallað þvert á ráðuneyti. „En ég tek algjörlega undir þau sjónarmið sem hafa komið fram og athugasemdir við það að við erum vanbúin í heilbrigðiskerfinu að takast á við stöðu þessara barna sem glíma við fíkn,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Hundrað tuttugu og þrjú börn voru á biðlista eftir að komast í meðferð hjá barna- og unglingageðdeild í lok mars. Í svari Landspítala við fyrirspurn fréttastofu segir að reglulega kom það upp að börn með alvarleg geðræn einkenni og fíkniefnavanda eru lögð inn á legudeild BUGL. Upp hafi þó komið tilvik og aðstæður þar sem umgjörð legudeildarinnar hafi ekki getað haldið börnum með fíkniefnavanda sem einnig eru með alvarlegan geðrænan vanda og ofbeldisfulla hegðun. Þau börn hafi þá verið lögð inn lagðir inn á fullorðinsgeðdeildir til meðhöndlunar, þ.m.t. á sérhæfða fíknigeðdeild. Engin sambærileg deild er til á Íslandi fyrir börn og unglinga. Heilbrigðisráðherra segir flest meðferðarúrræði vera í höndum félagasamtaka en ekki í opinberri heilbrigðisþjónustu. „Og ég tel að það sé eitt af því sem við þurfum að skoða þegar við förum yfir málið þvert á ráðuneyti,“ segir Svandís. Í ljósi þess að börnum með fjölþættan vanda sé vísað frá BUGL, er það á stefnuskránni að stofna deild fyrir börn með fíkni- og geðrænan vanda? „Mér finnst við þurfa skoða það“, segir Svandís. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Börn í vímuefnavanda í skólanum í stað þess að fá faglega aðstoð Skólastjórnendur segja sárlega vanta úrræði fyrir börn í vímuefnavanda og að börn í slíkum vanda eigi ekki heima í grunnskólanum. Formaður skólastjórafélags Íslands segir skýr merki um að vímuefnaneysla nái til yngri barna nú en áður. 10. apríl 2018 20:00 „Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30 Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að opna sérstaka deild fyrir börn með fjölþættan vanda en börnum sem ánetjast hafa fíkniefnum hefur verið vísað frá barna- og unglingageðdeild og vistuð í umhverfi þar sem þau eiga ekkert erindi. Ráðherra segir heilbrigðiskerfið vanbúið til þess að takast á við vanda ungra fíkla. Úrræðaleysi yfirvalda í barnaverndarmálum og málefnum barna með fíknivanda sætir harðri gagnrýni en foreldrar, skólastjórnendur og sérfræðingar segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist þessum börnum og að vandinn fari ört vaxandi. „Og það vantar slík úrræði til að mæta þessum börnum. Það vantar bara alls staðar. Það geta allir verið sammála um það að barn sem er komið í alvarlegan vímuefnavanda, það á ekki heima inni í grunnskóla,“ sagði Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Okkar barn hefði þurft aðstoð, ekki geymslu eins og mörg þessi úrræði,“ sagði Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldri barns sem á við margþættan vanda að stríða, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. „Það vantar úrræði. Það er eiginlega ekki hægt að afsaka í raun og vera að sinna þeim ekki,“ sagði Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, sömuleiðis í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Heilbrigðisráðherra segir að yfirvöld verði að bregðast strax við og segir að félagsmálaráðherra hafa haft frumkvæði að því að málið hafi verið upp í ríkisstjórn og að um það sé fjallað þvert á ráðuneyti. „En ég tek algjörlega undir þau sjónarmið sem hafa komið fram og athugasemdir við það að við erum vanbúin í heilbrigðiskerfinu að takast á við stöðu þessara barna sem glíma við fíkn,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Hundrað tuttugu og þrjú börn voru á biðlista eftir að komast í meðferð hjá barna- og unglingageðdeild í lok mars. Í svari Landspítala við fyrirspurn fréttastofu segir að reglulega kom það upp að börn með alvarleg geðræn einkenni og fíkniefnavanda eru lögð inn á legudeild BUGL. Upp hafi þó komið tilvik og aðstæður þar sem umgjörð legudeildarinnar hafi ekki getað haldið börnum með fíkniefnavanda sem einnig eru með alvarlegan geðrænan vanda og ofbeldisfulla hegðun. Þau börn hafi þá verið lögð inn lagðir inn á fullorðinsgeðdeildir til meðhöndlunar, þ.m.t. á sérhæfða fíknigeðdeild. Engin sambærileg deild er til á Íslandi fyrir börn og unglinga. Heilbrigðisráðherra segir flest meðferðarúrræði vera í höndum félagasamtaka en ekki í opinberri heilbrigðisþjónustu. „Og ég tel að það sé eitt af því sem við þurfum að skoða þegar við förum yfir málið þvert á ráðuneyti,“ segir Svandís. Í ljósi þess að börnum með fjölþættan vanda sé vísað frá BUGL, er það á stefnuskránni að stofna deild fyrir börn með fíkni- og geðrænan vanda? „Mér finnst við þurfa skoða það“, segir Svandís.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Börn í vímuefnavanda í skólanum í stað þess að fá faglega aðstoð Skólastjórnendur segja sárlega vanta úrræði fyrir börn í vímuefnavanda og að börn í slíkum vanda eigi ekki heima í grunnskólanum. Formaður skólastjórafélags Íslands segir skýr merki um að vímuefnaneysla nái til yngri barna nú en áður. 10. apríl 2018 20:00 „Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30 Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Börn í vímuefnavanda í skólanum í stað þess að fá faglega aðstoð Skólastjórnendur segja sárlega vanta úrræði fyrir börn í vímuefnavanda og að börn í slíkum vanda eigi ekki heima í grunnskólanum. Formaður skólastjórafélags Íslands segir skýr merki um að vímuefnaneysla nái til yngri barna nú en áður. 10. apríl 2018 20:00
„Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30
Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00