Finnum fyrir miklum fordómum kpt skrifar 14. apríl 2018 16:00 Valkyrjur er fyrsta klappstýruteymi Íslands en þetta hófst allt saman í kollinum á Ósk Tryggvadóttur sem er ein af klappstýrunum. fréttablaðið/Ernir Valkyrjur eru nýr íslenskur klappstýruhópur sem skemmtir á leikjum Einherja, íslensks ruðningsliðs, en þær komu einnig fram á leik ÍR og Tindastóls í úrslitakeppni Domino’s-deildar karla á dögunum. Er þetta fyrsta klappstýruteymi Íslands en þetta hófst allt saman í kollinum á Ósk Tryggvadóttur sem er ein af klappstýrunum. Fyrstu mánuðurnir fóru í að skoða atriði á YouTube og að æfa þau.Engin skilyrði Hún segir engin skilyrði sett til þess að mæta á fyrstu æfingu en að þetta sé líkamlega erfitt og geti þær því ekki tekið hvern sem er inn. „Ég var búin að vera í fimleikum þegar ég var yngri og var að leita mér að íþrótt eftir að ég hætti. Ég hafði alveg hugsað út í þá hugmynd svona á léttu nótunum að stofna klappstýrulið og strákur sem ég var að hitta á sínum tíma sem er í Einherjum stakk upp á því að ég myndi smala saman stelpum og halda sýningu í hálfleik. Ég fór og fann tíu stelpur strax og við skoðuðum myndbönd á YouTube en það eru ekki allt sömu stelpur og eru í dag,“ sagði Ósk sem sagði klappstýruteymið vera með mismunandi bakgrunn. „Það eru margar með mismunandi bakgrunn, sumar koma úr dansi og fimleikum en aðrar eru ekki jafn reyndar. Það eru í raun engin skilyrði sem við setjum, þú þarft að hafa styrk og kunna að dansa en annars erum við með opnar æfingar út vorið þar sem hver sem er velkomin að prófa. Ef aðili hefur metnað og áhuga á þessu er það svo skoðað.“ Það þarf að vera í góðu formi til að vera klappstýra en Ósk segir að þær séu með æfingar fimm sinnum í viku.Þrátt fyrir gagnrýnina hafa þær háleit markmið fyrir framtíðina.frettabladid/ernir„Það þarf mikinn styrk því við erum að fleygja fólki upp í loftið, við æfum fimm sinnum í viku og það er þrekþjálfun á hverri æfingu. Við æfum tvisvar á dag á þriðjudögum og fimmtudögum og einu sinni á miðvikudögum.“Finnum fyrir fordómum Hún segir að þær finni fyrir miklum fordómum á stundum en þær nái að útiloka það. „Við finnum fyrir mjög miklum fordómum en við hlustum ekkert á það. Helst eru það afbrýðisamar stelpur og eldra fólk sem segir að þetta sé of kynferðislegt. Fólk segir að við séum í stuttum pilsum og flegnum bolum að dilla okkur en það er rugl, “ sagði Ósk og bætti við: „Þetta er alvöru íþrótt, alveg eins og allt annað.“ Þrátt fyrir gagnrýnina hafa þær háleit markmið fyrir framtíðina. „Við finnum fyrir auknum áhuga og erum að verða þekktari, draumur minn er að allt Ísland viti af þessu og að yngri stelpur viti af þessum möguleika og geti æft. Í dag erum við helst með sýningu á Einherjaleikjum en við erum alltaf tilbúnar að taka að okkur verkefni því að umfjöllunin styrkir okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Valkyrjur eru nýr íslenskur klappstýruhópur sem skemmtir á leikjum Einherja, íslensks ruðningsliðs, en þær komu einnig fram á leik ÍR og Tindastóls í úrslitakeppni Domino’s-deildar karla á dögunum. Er þetta fyrsta klappstýruteymi Íslands en þetta hófst allt saman í kollinum á Ósk Tryggvadóttur sem er ein af klappstýrunum. Fyrstu mánuðurnir fóru í að skoða atriði á YouTube og að æfa þau.Engin skilyrði Hún segir engin skilyrði sett til þess að mæta á fyrstu æfingu en að þetta sé líkamlega erfitt og geti þær því ekki tekið hvern sem er inn. „Ég var búin að vera í fimleikum þegar ég var yngri og var að leita mér að íþrótt eftir að ég hætti. Ég hafði alveg hugsað út í þá hugmynd svona á léttu nótunum að stofna klappstýrulið og strákur sem ég var að hitta á sínum tíma sem er í Einherjum stakk upp á því að ég myndi smala saman stelpum og halda sýningu í hálfleik. Ég fór og fann tíu stelpur strax og við skoðuðum myndbönd á YouTube en það eru ekki allt sömu stelpur og eru í dag,“ sagði Ósk sem sagði klappstýruteymið vera með mismunandi bakgrunn. „Það eru margar með mismunandi bakgrunn, sumar koma úr dansi og fimleikum en aðrar eru ekki jafn reyndar. Það eru í raun engin skilyrði sem við setjum, þú þarft að hafa styrk og kunna að dansa en annars erum við með opnar æfingar út vorið þar sem hver sem er velkomin að prófa. Ef aðili hefur metnað og áhuga á þessu er það svo skoðað.“ Það þarf að vera í góðu formi til að vera klappstýra en Ósk segir að þær séu með æfingar fimm sinnum í viku.Þrátt fyrir gagnrýnina hafa þær háleit markmið fyrir framtíðina.frettabladid/ernir„Það þarf mikinn styrk því við erum að fleygja fólki upp í loftið, við æfum fimm sinnum í viku og það er þrekþjálfun á hverri æfingu. Við æfum tvisvar á dag á þriðjudögum og fimmtudögum og einu sinni á miðvikudögum.“Finnum fyrir fordómum Hún segir að þær finni fyrir miklum fordómum á stundum en þær nái að útiloka það. „Við finnum fyrir mjög miklum fordómum en við hlustum ekkert á það. Helst eru það afbrýðisamar stelpur og eldra fólk sem segir að þetta sé of kynferðislegt. Fólk segir að við séum í stuttum pilsum og flegnum bolum að dilla okkur en það er rugl, “ sagði Ósk og bætti við: „Þetta er alvöru íþrótt, alveg eins og allt annað.“ Þrátt fyrir gagnrýnina hafa þær háleit markmið fyrir framtíðina. „Við finnum fyrir auknum áhuga og erum að verða þekktari, draumur minn er að allt Ísland viti af þessu og að yngri stelpur viti af þessum möguleika og geti æft. Í dag erum við helst með sýningu á Einherjaleikjum en við erum alltaf tilbúnar að taka að okkur verkefni því að umfjöllunin styrkir okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira