Þór Saari segir skilið við Pírata eftir að þeir skipuðu annan í hans stað í bankaráði Birgir Olgeirsson skrifar 19. apríl 2018 11:39 Þór Saari, fyrrverandi Pírati. vísir/gva Þór Saari hefur sagt skilið við þingflokk Pírata eftir að flokkurinn ákvað að skipa hann ekki í bankaráð Seðlabankans fyrir hönd flokksins. Píratar skipuðu Þór Saari í bankaráð í fyrra eftir að hann hafði verið á framboðslista flokksins fyrir þingkosningarnar árið 2016. Hann var áður á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna. Þór greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar fer hann þungum orðum um Pírata en hann segir þingflokkinn hafa vikið frá þeirri óskráðu og mikilvægu reglu að skipa fulltrúa sína í ráð og nefndir á faglegum og þekkingarlegum forsendum. „Og grunngildi Pírata virðast orðin lítið meira en skraut,“ skrifar Þór og líkir þingflokknum við stefnulaust skip. „Þakka samstarfið sem hefur verið ánægjulegt, en þó enn meira áhugavert,“ skrifar Þór. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifar athugasemd við færslu Þórs þar sem hann segir frá því að þingflokkur Pírata ákvað að skipa Jacqueline Clare Mallett í bankaráð fyrir hönd Pírata.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, útskýrir mál Pírata undir færslu Þórs Saari.Vísir/ERNIRMallet er doktor í tölvunarfræði sem hefur unnið síðustu ár við greiningar á peningakerfum. Hún hefur starfað fyrir tölvuleikjaframleiðandann CCP Games og sem stundakennari hjá Háskóla Íslands. Þór Saari svarar Birni með því að fullyrða að þekking í tölvunarfræði muni ekki gagnast í bankaráði Seðlabankans né heldur í líkanagerð við greiningar á Basel-reglum. Þá vill Þór meina að tungumálakunnátta Mallet muni setja starf bankaráðsins í uppnám eins og gerðist þegar Framsóknarmenn skipuðu útlending í bankaráðið. Björn Leví segir hins vegar að tungumálaörðugleikar hafi ekki verið vandamál þegar útlendingur var áður í bankaráði Seðlabankans og séu það síður núna þegar Mallet mun starfa þar. Alþingi kaus í nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands í gær en þar á meðal voru fyrrverandi ráðherra og tveir fyrrverandi þingmenn. Kjörnir aðalmenn voru þau Þórunn Guðmundsdóttir, Bolli Héðinsson, Gylfi Magnússon, Una María Óskarsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Jacqueline Clare Mallett og Frosti Sigurjónsson. Af þeim áttu Þórunn, Sigurður Kári og Frosti sæti í ráðinu áður. Þórlindur Kjartansson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Hildur Traustadóttir, Vilborg Hansen, Kristín Thoroddsen, Ólafur Margeirsson og Bára Ármannsdóttir voru kjörin varamenn. Stj.mál Tengdar fréttir Gagnrýndi pólitískar skipanir en fékk svo skipun í bankaráð Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gagnrýndi pólitískar skipanir í bankaráð Seðlabankans harðlega á Alþingi árið 2009. Varaði við kaffisamsæti flokksgæðinga. Var svo sjálfur skipaður í bankaráðið af Pírötum á þriðjudag. 27. apríl 2017 07:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Þór Saari hefur sagt skilið við þingflokk Pírata eftir að flokkurinn ákvað að skipa hann ekki í bankaráð Seðlabankans fyrir hönd flokksins. Píratar skipuðu Þór Saari í bankaráð í fyrra eftir að hann hafði verið á framboðslista flokksins fyrir þingkosningarnar árið 2016. Hann var áður á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna. Þór greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar fer hann þungum orðum um Pírata en hann segir þingflokkinn hafa vikið frá þeirri óskráðu og mikilvægu reglu að skipa fulltrúa sína í ráð og nefndir á faglegum og þekkingarlegum forsendum. „Og grunngildi Pírata virðast orðin lítið meira en skraut,“ skrifar Þór og líkir þingflokknum við stefnulaust skip. „Þakka samstarfið sem hefur verið ánægjulegt, en þó enn meira áhugavert,“ skrifar Þór. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifar athugasemd við færslu Þórs þar sem hann segir frá því að þingflokkur Pírata ákvað að skipa Jacqueline Clare Mallett í bankaráð fyrir hönd Pírata.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, útskýrir mál Pírata undir færslu Þórs Saari.Vísir/ERNIRMallet er doktor í tölvunarfræði sem hefur unnið síðustu ár við greiningar á peningakerfum. Hún hefur starfað fyrir tölvuleikjaframleiðandann CCP Games og sem stundakennari hjá Háskóla Íslands. Þór Saari svarar Birni með því að fullyrða að þekking í tölvunarfræði muni ekki gagnast í bankaráði Seðlabankans né heldur í líkanagerð við greiningar á Basel-reglum. Þá vill Þór meina að tungumálakunnátta Mallet muni setja starf bankaráðsins í uppnám eins og gerðist þegar Framsóknarmenn skipuðu útlending í bankaráðið. Björn Leví segir hins vegar að tungumálaörðugleikar hafi ekki verið vandamál þegar útlendingur var áður í bankaráði Seðlabankans og séu það síður núna þegar Mallet mun starfa þar. Alþingi kaus í nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands í gær en þar á meðal voru fyrrverandi ráðherra og tveir fyrrverandi þingmenn. Kjörnir aðalmenn voru þau Þórunn Guðmundsdóttir, Bolli Héðinsson, Gylfi Magnússon, Una María Óskarsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Jacqueline Clare Mallett og Frosti Sigurjónsson. Af þeim áttu Þórunn, Sigurður Kári og Frosti sæti í ráðinu áður. Þórlindur Kjartansson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Hildur Traustadóttir, Vilborg Hansen, Kristín Thoroddsen, Ólafur Margeirsson og Bára Ármannsdóttir voru kjörin varamenn.
Stj.mál Tengdar fréttir Gagnrýndi pólitískar skipanir en fékk svo skipun í bankaráð Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gagnrýndi pólitískar skipanir í bankaráð Seðlabankans harðlega á Alþingi árið 2009. Varaði við kaffisamsæti flokksgæðinga. Var svo sjálfur skipaður í bankaráðið af Pírötum á þriðjudag. 27. apríl 2017 07:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Gagnrýndi pólitískar skipanir en fékk svo skipun í bankaráð Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gagnrýndi pólitískar skipanir í bankaráð Seðlabankans harðlega á Alþingi árið 2009. Varaði við kaffisamsæti flokksgæðinga. Var svo sjálfur skipaður í bankaráðið af Pírötum á þriðjudag. 27. apríl 2017 07:00