Þreyta er komin í framhaldsskólakennara Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 2. apríl 2018 13:17 Þreyta er komin í framhaldsskólakennara vegna stöðunnar í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir það ekki í boði að stéttin sé samningslaus svo mánuðum skiptir án þess að gripið sé til aðgerða. Kjarasamningar framhaldsskólakennara við ríkið losnuðu árið 2016 og síðan þá hafa samninganefndir setið við samningaborðið þar sem fjallað hefur verið um nýtt vinnumat framhaldsskólakennara en viðræðurnar nú stranda á því málefni en framhaldsskólakennarar telja að ríkið hafi ekki efnt áður gefin loforð. Framhaldsskólakennarar vísuðu kjaraviðræðum sínum til ríkissáttasemjara í nóvember síðastliðnum. Guðríður Arnardóttir er formaður félags framhaldsskólakennara. „Við teljum okkur ekki getað skrifað undir nýjan kjarasamning fyrr en við erum búin að fá fullar efndir á þeim fyrri. Það lítur að ákveðinni útfærslu á upptöku nýs vinnumats sem við tókum upp 2015 og svo náttúrulega styttingu námstíma til stúdentsprófs sem hefur tvímælalaust falið í sér viðbótarvinnu fyrir kennara og við viljum fá það metið.“ Fundur milli deiluaðila hefur verið boðaður í lok komandi vinnuviku en trúnaðarmenn félagsins hafa verið kallaðir til fundar á fimmtudag. Guðríður segir framhaldsskólakennara orðna langþreytta. „Það er ekkert hægt að bjóða fólki upp á það að vera samningslaus svo mánuðum skipti og auðvitað vilja framhaldsskólakennarar fara að fá launahækkanir eins og aðrir opinberir starfsmenn sem hafa verið að klára samninga á síðustu vikum. Mér finnst það ekki í boði að við förum að fara áleiðis inn í vorið samningslaus, Ég trúi því ekki að það verði raunin þegar á reynir.“ Kjaramál Tengdar fréttir Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“ Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. 24. mars 2018 13:28 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira
Þreyta er komin í framhaldsskólakennara vegna stöðunnar í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir það ekki í boði að stéttin sé samningslaus svo mánuðum skiptir án þess að gripið sé til aðgerða. Kjarasamningar framhaldsskólakennara við ríkið losnuðu árið 2016 og síðan þá hafa samninganefndir setið við samningaborðið þar sem fjallað hefur verið um nýtt vinnumat framhaldsskólakennara en viðræðurnar nú stranda á því málefni en framhaldsskólakennarar telja að ríkið hafi ekki efnt áður gefin loforð. Framhaldsskólakennarar vísuðu kjaraviðræðum sínum til ríkissáttasemjara í nóvember síðastliðnum. Guðríður Arnardóttir er formaður félags framhaldsskólakennara. „Við teljum okkur ekki getað skrifað undir nýjan kjarasamning fyrr en við erum búin að fá fullar efndir á þeim fyrri. Það lítur að ákveðinni útfærslu á upptöku nýs vinnumats sem við tókum upp 2015 og svo náttúrulega styttingu námstíma til stúdentsprófs sem hefur tvímælalaust falið í sér viðbótarvinnu fyrir kennara og við viljum fá það metið.“ Fundur milli deiluaðila hefur verið boðaður í lok komandi vinnuviku en trúnaðarmenn félagsins hafa verið kallaðir til fundar á fimmtudag. Guðríður segir framhaldsskólakennara orðna langþreytta. „Það er ekkert hægt að bjóða fólki upp á það að vera samningslaus svo mánuðum skipti og auðvitað vilja framhaldsskólakennarar fara að fá launahækkanir eins og aðrir opinberir starfsmenn sem hafa verið að klára samninga á síðustu vikum. Mér finnst það ekki í boði að við förum að fara áleiðis inn í vorið samningslaus, Ég trúi því ekki að það verði raunin þegar á reynir.“
Kjaramál Tengdar fréttir Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“ Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. 24. mars 2018 13:28 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira
Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“ Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. 24. mars 2018 13:28