Loforð og lúxusíbúðir Eyþór Arnalds skrifar 5. apríl 2018 07:00 Fyrir fjórum árum var flestum ljóst að húsnæðisskortur væri í uppsiglingu. Flest sveitarfélög fóru í aðgerðir til að bregðast við vandanum með því að tryggja nægt lóðaframboð. Núverandi borgarstjóri lofaði miklu eða um 3.000 leiguíbúðum til viðbótar við íbúðir á almennum markaði. Fjórum árum síðar bólar lítið á efndum, enda var heildarfjöldi allra byggðra íbúða á síðasta ári aðeins 322 íbúðir sem er langt undir öllum markmiðum borgarinnar sjálfrar. En hvaða áhrif hefur þetta sleifarlag haft? Þegar fasteignaverð er skoðað sést að verðið hefur hækkað um 50-60% á aðeins fjórum árum. Þessi mikla hækkun bitnar mest á þeim sem eru að reyna að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Jafnframt lendir þessi mikla verðhækkun á þeim ekki eiga eign og þurfa að reiða sig á leigumarkaðinn. En hvernig íbúðir hafa verið byggðar? Þegar fasteignaauglýsingarnar eru skoðaðar er algengt að sjá íbúðum lýst sem „lúxusíbúðum“. Eða jafnvel „luxury appartments“. Þetta á við um lóðir sem borgin sjálf hefur úthlutað á kjörtímabilinu. Þetta eru íbúðir með allra hæsta fasteignaverðið og gagnast því fáum. Af hverju er þetta svona dýrt? Stærsta ástæða hækkandi verðs er skortur á eignum, en fleira kemur til. Reykjavíkurborg innheimtir gatnagerðargjald til að standa straum af kostnaði. Ofan á það er síðan lagt á byggingarréttargjald sem er orðið gríðarlega hátt í Reykjavík. Í sumum tilfellum er lagt á „innviðagjald“ sem hækkar grunnkostnaðinn enn frekar. Þá verða margir fyrir áralöngum töfum þrátt fyrir að hafa fjárfest í byggingarlóð og lendir fjármagnskostnaðurinn á lóðarhafanum. Allur þessi viðbótarkostnaður lendir á endanum á íbúðarkaupandanum og því taka margir til þess ráðs að gera út á „lúxusmarkaðinn“. Vandinn er sá að fáir hafa efni á svona dýrum íbúðum og því flytja mjög margir burt í önnur sveitarfélög. Breytum þessu Loforðin ein duga skammt. Efndirnar skipta öllu máli. Sú stefna sem hefur verið rekin síðustu fjögur ár hefur leitt af sér fækkun íbúa á miðsvæði Reykjavíkur og fólksflótta yfir í önnur sveitarfélög. Þeir sem flytja burt þvert á vilja sinn þurfa síðan að aka lengri vegalengdir sem aftur auka á umferðarþungann. Það er morgunljóst að það þarf að breyta um stefnu í vor. Við viljum leyfa íbúðabyggð á hagstæðari stöðum en nú er gert. Þar koma Keldur og uppbygging í Vesturbænum við Grandann í Örfirisey sterklega inn. Leggja áherslu á minni einingar fyrir þá sem vilja, en jafnframt leyfa á ný að byggja sérbýli í Reykjavík. Hætta að reyna að stýra fólki um of og veita íbúum valfrelsi um búsetu. Þannig breytum við borginni til hins betra.Höfundur skipar 1. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum var flestum ljóst að húsnæðisskortur væri í uppsiglingu. Flest sveitarfélög fóru í aðgerðir til að bregðast við vandanum með því að tryggja nægt lóðaframboð. Núverandi borgarstjóri lofaði miklu eða um 3.000 leiguíbúðum til viðbótar við íbúðir á almennum markaði. Fjórum árum síðar bólar lítið á efndum, enda var heildarfjöldi allra byggðra íbúða á síðasta ári aðeins 322 íbúðir sem er langt undir öllum markmiðum borgarinnar sjálfrar. En hvaða áhrif hefur þetta sleifarlag haft? Þegar fasteignaverð er skoðað sést að verðið hefur hækkað um 50-60% á aðeins fjórum árum. Þessi mikla hækkun bitnar mest á þeim sem eru að reyna að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Jafnframt lendir þessi mikla verðhækkun á þeim ekki eiga eign og þurfa að reiða sig á leigumarkaðinn. En hvernig íbúðir hafa verið byggðar? Þegar fasteignaauglýsingarnar eru skoðaðar er algengt að sjá íbúðum lýst sem „lúxusíbúðum“. Eða jafnvel „luxury appartments“. Þetta á við um lóðir sem borgin sjálf hefur úthlutað á kjörtímabilinu. Þetta eru íbúðir með allra hæsta fasteignaverðið og gagnast því fáum. Af hverju er þetta svona dýrt? Stærsta ástæða hækkandi verðs er skortur á eignum, en fleira kemur til. Reykjavíkurborg innheimtir gatnagerðargjald til að standa straum af kostnaði. Ofan á það er síðan lagt á byggingarréttargjald sem er orðið gríðarlega hátt í Reykjavík. Í sumum tilfellum er lagt á „innviðagjald“ sem hækkar grunnkostnaðinn enn frekar. Þá verða margir fyrir áralöngum töfum þrátt fyrir að hafa fjárfest í byggingarlóð og lendir fjármagnskostnaðurinn á lóðarhafanum. Allur þessi viðbótarkostnaður lendir á endanum á íbúðarkaupandanum og því taka margir til þess ráðs að gera út á „lúxusmarkaðinn“. Vandinn er sá að fáir hafa efni á svona dýrum íbúðum og því flytja mjög margir burt í önnur sveitarfélög. Breytum þessu Loforðin ein duga skammt. Efndirnar skipta öllu máli. Sú stefna sem hefur verið rekin síðustu fjögur ár hefur leitt af sér fækkun íbúa á miðsvæði Reykjavíkur og fólksflótta yfir í önnur sveitarfélög. Þeir sem flytja burt þvert á vilja sinn þurfa síðan að aka lengri vegalengdir sem aftur auka á umferðarþungann. Það er morgunljóst að það þarf að breyta um stefnu í vor. Við viljum leyfa íbúðabyggð á hagstæðari stöðum en nú er gert. Þar koma Keldur og uppbygging í Vesturbænum við Grandann í Örfirisey sterklega inn. Leggja áherslu á minni einingar fyrir þá sem vilja, en jafnframt leyfa á ný að byggja sérbýli í Reykjavík. Hætta að reyna að stýra fólki um of og veita íbúum valfrelsi um búsetu. Þannig breytum við borginni til hins betra.Höfundur skipar 1. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun