Verða líklega að störfum fram á nótt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. apríl 2018 11:54 Flytja þurfti slökkviliðsmann til aðhlynningar fyrr í morgun. Aðstæður á vettvangi eru gríðarlega erfiðar. Vísir/Rakel Ósk Sigurðardóttir Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4 og er enn að bætast við þann mikla fjölda slökkviliðsmanna sem eru á vettvangi. „Það gengur bara hægt,“ segir Rúnar Helgason varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann segir stöðuna óbreytta en mikill fjöldi slökkviliðsmanna er á staðnum að störfum og eru aðstæður gríðarlega erfiðar. „Við erum ekki komnir með tök á eldinum í raun og veru.“ Eldurinn kviknaði á níunda tímanum í atvinnuhúsnæði þar sem Icewear og Geymslur eru til húsa. Hægt gengur að slökkva eldinn er talið að þakið gæti hrunið. „Við verðum þarna í allan dag og fram á kvöld og fram á nótt líklegast,“ segir Rúnar.Vísir/RakelNokkrir slökkviliðsmenn hafa hlotið minniháttar meiðsl við störf á vettvangi í dag og á tólfta tímanum féll einn slökkviliðsmaður á milli hæða en slapp þó ómeiddur. Flytja þurfti einn slökkviliðsmann á sjúkrahús með minniháttar meiðsl. „Strax í byrjun var einn fluttur til aðhlynningar,“ útskýrir Rúnar. Ekki er vitað til þess að neinn hafi fengið reykeitrun en líkt og kom fram í tilkynningu frá lögreglu fyrr í dag er reykurinn eitraður og var fólk hvatt til að loka gluggum og hækka hita á ofnum. Rýma þurfti byggingar í nágrenni brunans. Enginn af þeim sem voru í byggingunni þegar eldurinn kom upp þurfti aðhlynningu en ljóst er að mikið fjárhagslegt tjón verður vegna brunans. Fasteignafélagið Reginn, eigandi húsnæðisins sem nú brennur í Miðhrauni „telur allar líkur á að húsið sé nánast ónýtt,“ að því er fram kom í tilkynningu frá þeim fyrr í dag. Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 „Það er hrikalega mikill eldsmatur hérna“ "Staðan er ekkert sérstaklega góð,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri um brunann í Miðhrauni. 5. apríl 2018 10:13 Drónamyndband af brunanum í Miðhrauni Allt tiltækt lið slökkiliðs er á staðnum að reyna að yfirbuga eldinn. 5. apríl 2018 09:55 Eitraðan reyk leggur yfir íbúabyggð í Hafnarfirði og á Álftanesi Verið er að rýma hús í nágrenni brunans í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:08 Framkvæmdastjóri Marel: „Það komust allir út“ Marel leigir skrifstofuhúsnæði af Geymslum fyrir 50 starfsmenn sína af 650 í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:53 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4 og er enn að bætast við þann mikla fjölda slökkviliðsmanna sem eru á vettvangi. „Það gengur bara hægt,“ segir Rúnar Helgason varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann segir stöðuna óbreytta en mikill fjöldi slökkviliðsmanna er á staðnum að störfum og eru aðstæður gríðarlega erfiðar. „Við erum ekki komnir með tök á eldinum í raun og veru.“ Eldurinn kviknaði á níunda tímanum í atvinnuhúsnæði þar sem Icewear og Geymslur eru til húsa. Hægt gengur að slökkva eldinn er talið að þakið gæti hrunið. „Við verðum þarna í allan dag og fram á kvöld og fram á nótt líklegast,“ segir Rúnar.Vísir/RakelNokkrir slökkviliðsmenn hafa hlotið minniháttar meiðsl við störf á vettvangi í dag og á tólfta tímanum féll einn slökkviliðsmaður á milli hæða en slapp þó ómeiddur. Flytja þurfti einn slökkviliðsmann á sjúkrahús með minniháttar meiðsl. „Strax í byrjun var einn fluttur til aðhlynningar,“ útskýrir Rúnar. Ekki er vitað til þess að neinn hafi fengið reykeitrun en líkt og kom fram í tilkynningu frá lögreglu fyrr í dag er reykurinn eitraður og var fólk hvatt til að loka gluggum og hækka hita á ofnum. Rýma þurfti byggingar í nágrenni brunans. Enginn af þeim sem voru í byggingunni þegar eldurinn kom upp þurfti aðhlynningu en ljóst er að mikið fjárhagslegt tjón verður vegna brunans. Fasteignafélagið Reginn, eigandi húsnæðisins sem nú brennur í Miðhrauni „telur allar líkur á að húsið sé nánast ónýtt,“ að því er fram kom í tilkynningu frá þeim fyrr í dag. Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 „Það er hrikalega mikill eldsmatur hérna“ "Staðan er ekkert sérstaklega góð,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri um brunann í Miðhrauni. 5. apríl 2018 10:13 Drónamyndband af brunanum í Miðhrauni Allt tiltækt lið slökkiliðs er á staðnum að reyna að yfirbuga eldinn. 5. apríl 2018 09:55 Eitraðan reyk leggur yfir íbúabyggð í Hafnarfirði og á Álftanesi Verið er að rýma hús í nágrenni brunans í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:08 Framkvæmdastjóri Marel: „Það komust allir út“ Marel leigir skrifstofuhúsnæði af Geymslum fyrir 50 starfsmenn sína af 650 í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:53 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
„Það er hrikalega mikill eldsmatur hérna“ "Staðan er ekkert sérstaklega góð,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri um brunann í Miðhrauni. 5. apríl 2018 10:13
Drónamyndband af brunanum í Miðhrauni Allt tiltækt lið slökkiliðs er á staðnum að reyna að yfirbuga eldinn. 5. apríl 2018 09:55
Eitraðan reyk leggur yfir íbúabyggð í Hafnarfirði og á Álftanesi Verið er að rýma hús í nágrenni brunans í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:08
Framkvæmdastjóri Marel: „Það komust allir út“ Marel leigir skrifstofuhúsnæði af Geymslum fyrir 50 starfsmenn sína af 650 í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:53