Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. mars 2018 06:00 Maðurinn hefur starfað sem Bocciaþjálfari um árabil á Akureyri. Fréttablaðið/Pjetur Gefin hefur verið út ákæra á hendur Guðrúnu Karítas Garðarsdóttur fyrir líflátshótun gegn manni sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þroskaskertum konum. Maðurinn, sem hefur um árabil starfað sem boccia-þjálfari á Akureyri, mun hafa stofnað til náinna vináttusambanda við kvenkyns iðkendur íþróttarinnar og nýtt sér þær kynferðislega í krafti yfirburðastöðu sinnar gagnvart þeim. Hefur hann til dæmis útvegað þeim húsnæði til búsetu og þannig tryggt sér aðgang að þeim, en þær á sama tíma rofið öll tengsl við fjölskyldu sína. Kæra var lögð fram á hendur manninum árið 2015 og er rannsókn lokið hjá lögreglu og hefur málinu verið vísað til héraðssaksóknara. Ákvörðun um ákæru á hendur manninum liggur ekki fyrir. Þegar Guðrún varð þess áskynja í ágúst síðastliðnum að maðurinn var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar, sem er þroskaskert og æfði um tíma boccia undir handleiðslu mannsins, brást hún ókvæða við og þusti inn á gólf vinnustaðar hans og hafði í hótunum við hann í vitna viðurvist. Henni var birt ákæra í síðustu viku þar sem henni er gefið að sök að hafa sagt: „Ég skal drepa þig helvítið þitt,“ og „jú víst, ég get látið drepa þig“. Síðari orðin er Guðrún sögð hafa haft uppi þegar brotaþoli lýsti efasemdum um hæfni hennar til manndrápa. Sjálf segist Guðrún ekki hafa sagt síðari orðin en gengst við því að hafa hótað manninum vegna samskipta hans við dóttur hennar. „Þetta eru veruleg vonbrigði og ég var bara slegin þegar mér var tilkynnt um ákæruna,“ segir Guðrún og lýsir furðu og vonbrigðum með að hún sé ákærð á undan manninum sem hefur að hennar sögn gengið laus og haldið uppteknum hætti allt frá því að grunur vaknaði um brot árið 2014. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Gefin hefur verið út ákæra á hendur Guðrúnu Karítas Garðarsdóttur fyrir líflátshótun gegn manni sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þroskaskertum konum. Maðurinn, sem hefur um árabil starfað sem boccia-þjálfari á Akureyri, mun hafa stofnað til náinna vináttusambanda við kvenkyns iðkendur íþróttarinnar og nýtt sér þær kynferðislega í krafti yfirburðastöðu sinnar gagnvart þeim. Hefur hann til dæmis útvegað þeim húsnæði til búsetu og þannig tryggt sér aðgang að þeim, en þær á sama tíma rofið öll tengsl við fjölskyldu sína. Kæra var lögð fram á hendur manninum árið 2015 og er rannsókn lokið hjá lögreglu og hefur málinu verið vísað til héraðssaksóknara. Ákvörðun um ákæru á hendur manninum liggur ekki fyrir. Þegar Guðrún varð þess áskynja í ágúst síðastliðnum að maðurinn var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar, sem er þroskaskert og æfði um tíma boccia undir handleiðslu mannsins, brást hún ókvæða við og þusti inn á gólf vinnustaðar hans og hafði í hótunum við hann í vitna viðurvist. Henni var birt ákæra í síðustu viku þar sem henni er gefið að sök að hafa sagt: „Ég skal drepa þig helvítið þitt,“ og „jú víst, ég get látið drepa þig“. Síðari orðin er Guðrún sögð hafa haft uppi þegar brotaþoli lýsti efasemdum um hæfni hennar til manndrápa. Sjálf segist Guðrún ekki hafa sagt síðari orðin en gengst við því að hafa hótað manninum vegna samskipta hans við dóttur hennar. „Þetta eru veruleg vonbrigði og ég var bara slegin þegar mér var tilkynnt um ákæruna,“ segir Guðrún og lýsir furðu og vonbrigðum með að hún sé ákærð á undan manninum sem hefur að hennar sögn gengið laus og haldið uppteknum hætti allt frá því að grunur vaknaði um brot árið 2014.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira