Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. mars 2018 08:00 Gunnar Einarsson er bæjarstjóri Garðabæjar. VÍSIR/ANTON BRINK Laun og hlunnindi bæjarstjóra Garðabæjar námu ríflega 30 milljónum króna í fyrra, eða sem nemur rúmum 2,5 milljónum króna á mánuði. Grunnlaun bæjarstjórans hafa á kjörtímabilinu hækkað um sem nemur tæpri hálfri milljón á mánuði. Þetta kemur fram í svari bæjarins við fyrirspurn Maríu Grétarsdóttur, bæjarfulltrúa M-lista Fólksins í bænum, um laun bæjarfulltrúa og æðstu stjórnenda sem lagt var fram í bæjarráði Garðabæjar í gær. Á síðasta ári fékk Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, 27,5 milljónir króna, eða sem nemur tæpum 2,3 milljónum króna á mánuði, sem bæjarstjóri. Gunnar er sömuleiðis varamaður í bæjarstjórn Garðabæjar og þiggur laun fyrir fundi þar sem hann tekur sæti. Samkvæmt svarinu fékk hann 507 þúsund krónur á síðasta ári fyrir það en fær ekki greitt fyrir aðra fundarsetu. Ofan á þessi laun bætist síðan bifreiðastyrkur til bæjarstjóra sem á síðasta ári nam rúmlega 2,2 milljónum. Garðabær leggur bæjarstjóranum til Land Cruiser-jeppa, líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Að meðaltali námu því allar greiðslur til bæjarstjórans í fyrra um 30,2 milljónum króna, eða sem nemur 2,5 milljónum á mánuði. Í svarinu eru sundurliðaðar greiðslur til bæjarfulltrúa og stjórnenda frá 2014 til 2017. Þar má sjá að grunnlaun bæjarstjórans námu í upphafi kjörtímabilsins 1.796 þúsund krónum á mánuði samanborið við 2.288 þúsund árið 2017. Grunnlaun bæjarstjórans hafa því hækkað um 5,9 milljónir, eða 27 prósent á tímabilinu og mánaðarlaun hans um sem nemur 491.783 krónum. Hafa ber í huga að með tilliti til launavísitölu hafa grunnlaun bæjarstjórans ekki hækkað umfram hana. Ríflega 15 þúsund íbúar eru í Garðabæ en til samanburðar þá má nefna að heildarlaun Dags. B. Eggertssonar borgarstjóra nema rúmum tveimur milljónum á mánuði, líkt og forsætisráðherra Íslands. Af öðrum hæstlaunaða starfsmanni Garðabæjar má nefna að kostnaður vegna launa og hlunninda bæjarritara nam alls 22,3 milljónum króna á síðasta ári, eða sem nemur 1,8 milljónum á mánuði að meðaltali. María Grétarsdóttir, segir tilefni fyrirspurnarinnar hafa verið kröfu um aukið gagnsæi í launakjörum kjörinna fulltrúa. „Mér fannst mikilvægt að það myndi sama gagnsæi gilda í Garðabæ.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri OR fær þrjár milljónir eftir hækkun Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á dögunum tillögu starfskjaranefndar um að rétt væri að hækka mánaðarlaun Bjarna Bjarnasonar um 6,9 prósent. Fær tæpa hálfa milljón á mánuði fyrir stjórnarsetu í tveimur dótturfélögum OR. 27. mars 2018 06:00 Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Útvarpsstjóri fékk 250 þúsund króna launahækkun Árslaun og þóknanir til Magnúsar Geirs Þórðarssonar, útvarpstjóra, hækkuðu um 5,7 milljónir á síðasta ári. 26. mars 2018 20:43 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Laun og hlunnindi bæjarstjóra Garðabæjar námu ríflega 30 milljónum króna í fyrra, eða sem nemur rúmum 2,5 milljónum króna á mánuði. Grunnlaun bæjarstjórans hafa á kjörtímabilinu hækkað um sem nemur tæpri hálfri milljón á mánuði. Þetta kemur fram í svari bæjarins við fyrirspurn Maríu Grétarsdóttur, bæjarfulltrúa M-lista Fólksins í bænum, um laun bæjarfulltrúa og æðstu stjórnenda sem lagt var fram í bæjarráði Garðabæjar í gær. Á síðasta ári fékk Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, 27,5 milljónir króna, eða sem nemur tæpum 2,3 milljónum króna á mánuði, sem bæjarstjóri. Gunnar er sömuleiðis varamaður í bæjarstjórn Garðabæjar og þiggur laun fyrir fundi þar sem hann tekur sæti. Samkvæmt svarinu fékk hann 507 þúsund krónur á síðasta ári fyrir það en fær ekki greitt fyrir aðra fundarsetu. Ofan á þessi laun bætist síðan bifreiðastyrkur til bæjarstjóra sem á síðasta ári nam rúmlega 2,2 milljónum. Garðabær leggur bæjarstjóranum til Land Cruiser-jeppa, líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Að meðaltali námu því allar greiðslur til bæjarstjórans í fyrra um 30,2 milljónum króna, eða sem nemur 2,5 milljónum á mánuði. Í svarinu eru sundurliðaðar greiðslur til bæjarfulltrúa og stjórnenda frá 2014 til 2017. Þar má sjá að grunnlaun bæjarstjórans námu í upphafi kjörtímabilsins 1.796 þúsund krónum á mánuði samanborið við 2.288 þúsund árið 2017. Grunnlaun bæjarstjórans hafa því hækkað um 5,9 milljónir, eða 27 prósent á tímabilinu og mánaðarlaun hans um sem nemur 491.783 krónum. Hafa ber í huga að með tilliti til launavísitölu hafa grunnlaun bæjarstjórans ekki hækkað umfram hana. Ríflega 15 þúsund íbúar eru í Garðabæ en til samanburðar þá má nefna að heildarlaun Dags. B. Eggertssonar borgarstjóra nema rúmum tveimur milljónum á mánuði, líkt og forsætisráðherra Íslands. Af öðrum hæstlaunaða starfsmanni Garðabæjar má nefna að kostnaður vegna launa og hlunninda bæjarritara nam alls 22,3 milljónum króna á síðasta ári, eða sem nemur 1,8 milljónum á mánuði að meðaltali. María Grétarsdóttir, segir tilefni fyrirspurnarinnar hafa verið kröfu um aukið gagnsæi í launakjörum kjörinna fulltrúa. „Mér fannst mikilvægt að það myndi sama gagnsæi gilda í Garðabæ.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri OR fær þrjár milljónir eftir hækkun Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á dögunum tillögu starfskjaranefndar um að rétt væri að hækka mánaðarlaun Bjarna Bjarnasonar um 6,9 prósent. Fær tæpa hálfa milljón á mánuði fyrir stjórnarsetu í tveimur dótturfélögum OR. 27. mars 2018 06:00 Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Útvarpsstjóri fékk 250 þúsund króna launahækkun Árslaun og þóknanir til Magnúsar Geirs Þórðarssonar, útvarpstjóra, hækkuðu um 5,7 milljónir á síðasta ári. 26. mars 2018 20:43 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Forstjóri OR fær þrjár milljónir eftir hækkun Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á dögunum tillögu starfskjaranefndar um að rétt væri að hækka mánaðarlaun Bjarna Bjarnasonar um 6,9 prósent. Fær tæpa hálfa milljón á mánuði fyrir stjórnarsetu í tveimur dótturfélögum OR. 27. mars 2018 06:00
Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00
Útvarpsstjóri fékk 250 þúsund króna launahækkun Árslaun og þóknanir til Magnúsar Geirs Þórðarssonar, útvarpstjóra, hækkuðu um 5,7 milljónir á síðasta ári. 26. mars 2018 20:43