Viðreisn snýst Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 10. mars 2018 06:00 Viðreisn setti einhvers konar met í pólitískum háloftaæfingum þegar þingmenn flokksins kusu með vantraust tillögu Pírata og Samfylkingarinnar. Þingmenn Viðreisnar hófu atburðarásina með því að tilkynna dómsmálaráðherranum að þeir myndu ekki samþykkja niðurstöður hæfisnefndarinnar vegna kynjahalla. Dómsmálaráðherrann brást við kröfu Viðreisnar með því að breyta listanum og lagaði kynjahlutföllinn. Í framhaldinu samþykkti Alþingi tillögu dómsmálaráðherrans, þar með taldir þingmenn Viðreisnar. Hafði Viðreisn þá fengið sitt fram. Mörgum fannst í ljósi þessa heldur lágkúrulegt þegar þingmenn Viðreisnar ákváðu að greiða atkvæði gegn dómsmálaráðherranum þegar SamPíratarnir fluttu vantraustið. Réttlæting þingmanna Viðreisnar á þessum furðulega snúningi var að ráðherrann hefði ekki gert þeim grein fyrir skoðunum embættismanna á því hvernig staðið var að breytingunum á dómaraefnunum og í því hefði verið fólgin slíkur trúnaðarbrestur að rétt væri að á ráðherrann væri samþykkt vantraust. Vandi Viðreisnar er sá að þau sjónarmið sem embættismennirnir ræddu við ráðherrann komu fram í meðförum þingsins. Þau komu fram á nefndarfundum, í umræðum í þingsal og þau komu skýrt fram í áliti minni hlutans við afgreiðslu málsins. Öll þau rök sem embættismennirnir höfðu rætt lágu því fyrir í umræðunni á þinginu. Eftir að þingmenn Viðreisnar höfðu kynnt sér málið í þaula ákváðu þeir að styðja tillögu dómsmálaráðherrans. Þegar dómur Hæstaréttar féll var Viðreisn því pólitískt samábyrg dómsmálaráðherranum, í bak og fyrir. Svo blása vindar og netheimar loga. Og í stað þess að standa við pólitíska ábyrgð sína fylgdi Viðreisn pólitískri leiðsögn Pírata og verður sú atkvæðagreiðsla því lengi í minnum höfð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Viðreisn setti einhvers konar met í pólitískum háloftaæfingum þegar þingmenn flokksins kusu með vantraust tillögu Pírata og Samfylkingarinnar. Þingmenn Viðreisnar hófu atburðarásina með því að tilkynna dómsmálaráðherranum að þeir myndu ekki samþykkja niðurstöður hæfisnefndarinnar vegna kynjahalla. Dómsmálaráðherrann brást við kröfu Viðreisnar með því að breyta listanum og lagaði kynjahlutföllinn. Í framhaldinu samþykkti Alþingi tillögu dómsmálaráðherrans, þar með taldir þingmenn Viðreisnar. Hafði Viðreisn þá fengið sitt fram. Mörgum fannst í ljósi þessa heldur lágkúrulegt þegar þingmenn Viðreisnar ákváðu að greiða atkvæði gegn dómsmálaráðherranum þegar SamPíratarnir fluttu vantraustið. Réttlæting þingmanna Viðreisnar á þessum furðulega snúningi var að ráðherrann hefði ekki gert þeim grein fyrir skoðunum embættismanna á því hvernig staðið var að breytingunum á dómaraefnunum og í því hefði verið fólgin slíkur trúnaðarbrestur að rétt væri að á ráðherrann væri samþykkt vantraust. Vandi Viðreisnar er sá að þau sjónarmið sem embættismennirnir ræddu við ráðherrann komu fram í meðförum þingsins. Þau komu fram á nefndarfundum, í umræðum í þingsal og þau komu skýrt fram í áliti minni hlutans við afgreiðslu málsins. Öll þau rök sem embættismennirnir höfðu rætt lágu því fyrir í umræðunni á þinginu. Eftir að þingmenn Viðreisnar höfðu kynnt sér málið í þaula ákváðu þeir að styðja tillögu dómsmálaráðherrans. Þegar dómur Hæstaréttar féll var Viðreisn því pólitískt samábyrg dómsmálaráðherranum, í bak og fyrir. Svo blása vindar og netheimar loga. Og í stað þess að standa við pólitíska ábyrgð sína fylgdi Viðreisn pólitískri leiðsögn Pírata og verður sú atkvæðagreiðsla því lengi í minnum höfð.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun