Segir mikla áherslu lagða á aðstoð við aðstandendur Hauks Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. mars 2018 15:38 Haraldur Johannessen vísir/gva Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. Þetta kemur fram í skriflegu svari Haralds Johannessen ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis. Hann segir að rík áhersla sé lögð á að lögreglan aðstoði aðstandendur Hauks eins og unnt er og að áfram verði unnið að málinu. Haukur Hilmarsson féll í átökum í Sýrlandi í lok febrúar og hafa aðstandendur hans gagnrýnt það hvernig íslensk yfirvöld hafi staðið að málinu. Segja þau stjórnvöld fara með leitina að líki Hauks eins og um venjulegan óskilamun væri að ræða. Frá fundi utanríkisráðherra með aðstandendum Hauks Hilmarssonar.Vísir/HKS „Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hefur verið í sambandi við landsskrifstofur Interpol og Europol, þar á meðal í Grikklandi, Sýrlandi og í Ankara í Tyrklandi til að afla upplýsinga vegna máls Hauks Hilmarssonar,“ segir Haraldur. „Þá hefur alþjóðadeild beint fyrirspurn til bandaríska sendiráðsins á Íslandi og til tengslafulltrúa Norðurlandanna í Ankara í Tyrklandi. Hjá landsskrifsstofu tyrknesku lögreglunnar í Ankara fengust þau svör að fjöldi beiðna lægi fyrir og að skilvirkasta leiðin til að fá svör væri í gegnum diplómatískar leiðir.“ „Ríkislögreglustjóri hefur lagt mikla áherslu á að lögreglan aðstoði aðstandendur Hauks Hilmarssonar eins og unnt er. Áfram er unnið að málinu.“ Aðstandendur Hauks funda nú með utanríkisráðherra um málið. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Segja stjórnvöld fara með leitina að líkinu sem um óskilamun sé að ræða Aðstandendur Hauks Hilmarssonar gagnrýna stjórnvöld harðlega. 13. mars 2018 10:09 Aðstandendur Hauks Hilmarssonar kröfðust fundar með ráðherra Munu hitta Guðlaug Þór á morgun. 12. mars 2018 19:33 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. Þetta kemur fram í skriflegu svari Haralds Johannessen ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis. Hann segir að rík áhersla sé lögð á að lögreglan aðstoði aðstandendur Hauks eins og unnt er og að áfram verði unnið að málinu. Haukur Hilmarsson féll í átökum í Sýrlandi í lok febrúar og hafa aðstandendur hans gagnrýnt það hvernig íslensk yfirvöld hafi staðið að málinu. Segja þau stjórnvöld fara með leitina að líki Hauks eins og um venjulegan óskilamun væri að ræða. Frá fundi utanríkisráðherra með aðstandendum Hauks Hilmarssonar.Vísir/HKS „Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hefur verið í sambandi við landsskrifstofur Interpol og Europol, þar á meðal í Grikklandi, Sýrlandi og í Ankara í Tyrklandi til að afla upplýsinga vegna máls Hauks Hilmarssonar,“ segir Haraldur. „Þá hefur alþjóðadeild beint fyrirspurn til bandaríska sendiráðsins á Íslandi og til tengslafulltrúa Norðurlandanna í Ankara í Tyrklandi. Hjá landsskrifsstofu tyrknesku lögreglunnar í Ankara fengust þau svör að fjöldi beiðna lægi fyrir og að skilvirkasta leiðin til að fá svör væri í gegnum diplómatískar leiðir.“ „Ríkislögreglustjóri hefur lagt mikla áherslu á að lögreglan aðstoði aðstandendur Hauks Hilmarssonar eins og unnt er. Áfram er unnið að málinu.“ Aðstandendur Hauks funda nú með utanríkisráðherra um málið.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Segja stjórnvöld fara með leitina að líkinu sem um óskilamun sé að ræða Aðstandendur Hauks Hilmarssonar gagnrýna stjórnvöld harðlega. 13. mars 2018 10:09 Aðstandendur Hauks Hilmarssonar kröfðust fundar með ráðherra Munu hitta Guðlaug Þór á morgun. 12. mars 2018 19:33 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Segja stjórnvöld fara með leitina að líkinu sem um óskilamun sé að ræða Aðstandendur Hauks Hilmarssonar gagnrýna stjórnvöld harðlega. 13. mars 2018 10:09
Aðstandendur Hauks Hilmarssonar kröfðust fundar með ráðherra Munu hitta Guðlaug Þór á morgun. 12. mars 2018 19:33
Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39
Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30
Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45