Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. mars 2018 07:00 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir starfsumhverfið gott. Vísir/valli Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að þrátt fyrir gott starfsumhverfi hafi verslun og þjónusta aldrei staðið frammi fyrir eins miklum áskorunum og um þessar mundir. „Það er mikil áskorun fyrir verslanir að bregðast við gjörbreyttum þörfum nýrrar aldamótakynslóðar. Hætt er við því að illa muni fara fyrir þeim verslunum sem munu sitja með hendur í skauti,“ segir hann í samtali við Markaðinn. Ör tækniþróun með stóraukinni netverslun, breytt neysluhegðun ungs fólks og innreið alþjóðlegra stórfyrirtækja, líkt og Costco og H&M, á íslenskan markað feli í sér mikla áskorun fyrir íslenska verslun. Til viðbótar þurfi hún að takast á við miklar kostnaðarhækkanir. „Það er til dæmis greinilegt að sum fyrirtæki hafa reynt að búa sig undir þetta gjörbreytta umhverfi með því að leita leiða til þess að sameinast og ná fram stærðarhagkvæmni. Við slíkar aðstæður er ábyrgð samkeppnisyfirvalda mjög mikil. Þau verða að fylgjast afar vel með þeirri hröðu þróun sem er að eiga sér stað á markaðinum og taka tillit til stækkandi hlutdeildar netverslunar og innkomu nýrra fyrirtækja. Það er gríðarleg áskorun fyrir samkeppnisyfirvöld að halda vöku sinni.“ Hagar og N1 eru á meðal þeirra félaga sem hafa reynt að bregðast við breyttu samkeppnisumhverfi með áformum um að færa út kvíarnar og ná þannig fram auknum samlegðaráhrifum. Samkeppniseftirlitið ógilti síðasta sumar kaup Haga á Lyfju og fjallar nú um fyrirhuguð kaup N1 á Festi og Haga á Olís. Í síðarnefndu tilfellunum var það frumniðurstaða eftirlitsins að kaupin röskuðu samkeppni og yrðu ekki samþykkt án skilyrða. Ársfundur Samtaka verslunar og þjónustu verður haldinn á morgun en þar verður horft til framtíðar og litið til þeirra áhrifavalda sem hafa áhrif á breytingar á straumum og stefnum í verslun og þjónustu. Andrés segir að heilt yfir sé starfsumhverfi íslenskrar verslunar gott um þessar mundir og hafi raunar sjaldan verið betra. „Kaupmáttur almennings hefur aldrei verið sterkari og það er gömul saga og ný að þegar kaupmátturinn er sterkur, þá gengur fyrirtækjum í verslun vel. Ytra samkeppnisumhverfi greinarinnar hefur auk þess þróast til betri vegar á síðustu árum. Almenn vörugjöld og tollar á öllu nema tilteknum matvörum heyra sögunni til og það hefur jafnað samkeppnisstöðuna við þau ríki sem við berum okkur gjarnan við, fyrst og fremst Norðurlöndin.“Aðspurður útskýrir Andrés að það sem hefur verið kallað fjórða iðnbyltingin sé að gerbreyta umhverfi verslunar og þjónustu. „Samkvæmt skýrslum virtra ráðgjafarfyrirtækja er sem dæmi talið að starfsfólki í smásölu í Evrópu muni fækka um fjórðung á næstu árum. Störfin munu einnig breytast. Minna verður í boði af störfum þar sem lítillar menntunar er krafist en meiri þörf verður á fólki sem býr yfir góðri félagslegri og tæknilegri færni. Á sama tíma er netverslun, sem er í eðli sínu alþjóðleg, að færast í vöxt. Pakkasendingum hingað til lands í gegnum Íslandspóst fjölgaði um 60 prósent frá nóvember 2016 til nóvember 2017. Breytingin er mjög hröð um þessar mundir.“Við þessu þurfi verslanir að bregðast.Víti til varnaðar Hann tekur dæmi af gjaldþroti leikfangakeðjunnar Toys’R’Us í Bandaríkjunum og Bretlandi. „Það er allt sem bendir til þess að stjórnendur keðjunnar hafi ekki brugðist við breyttri neysluhegðun, en 40 prósent af leikfangainnkaupum Breta fara fram á netinu, og því hafi farið sem fór. Örlög keðjunnar eru öðrum verslunum víti til varnaðar.“ Annað dæmi um mikil áhrif breyttrar kauphegðunar er að sögn Andrésar eðlisbreyting verslunarmiðstöðva. Hlutverk þeirra sé að breytast. Þær séu farnar að sinna meira félagslegu hlutverki, líkt og afþreyingu, en áður. Á sama tíma sé ákveðin hætta á því að hefðbundnar verslanir verði eins konar sýningarsalir fyrir netverslanir. Þar muni neytendur máta og prófa vörur áður en þeir panti þær af netinu. „Þetta er framtíðin sem margir sjá fyrir sér og eru að reyna að átta sig á.“ Ekki aðeins verslanir þurfi að bregðast við breyttum veruleika, heldur ekki síður menntakerfið. „Það er mjög aðkallandi að grunn- og menntaskólar aðlagist og búi unga fólkið undir þær breytingar sem felast í fjórðu iðnbyltingunni,“ nefnir Andrés. „Til dæmis þyrfti að taka fyrirbæri eins og náms- og stundaskrár til gagngerrar endurskoðunar. Þetta eru að mínu mati úrelt fyrirbæri. Námskráin ætti að vera lifandi skjal sem tekur stöðugum breytingum eftir því sem þarfirnar eru á hverjum tíma.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að þrátt fyrir gott starfsumhverfi hafi verslun og þjónusta aldrei staðið frammi fyrir eins miklum áskorunum og um þessar mundir. „Það er mikil áskorun fyrir verslanir að bregðast við gjörbreyttum þörfum nýrrar aldamótakynslóðar. Hætt er við því að illa muni fara fyrir þeim verslunum sem munu sitja með hendur í skauti,“ segir hann í samtali við Markaðinn. Ör tækniþróun með stóraukinni netverslun, breytt neysluhegðun ungs fólks og innreið alþjóðlegra stórfyrirtækja, líkt og Costco og H&M, á íslenskan markað feli í sér mikla áskorun fyrir íslenska verslun. Til viðbótar þurfi hún að takast á við miklar kostnaðarhækkanir. „Það er til dæmis greinilegt að sum fyrirtæki hafa reynt að búa sig undir þetta gjörbreytta umhverfi með því að leita leiða til þess að sameinast og ná fram stærðarhagkvæmni. Við slíkar aðstæður er ábyrgð samkeppnisyfirvalda mjög mikil. Þau verða að fylgjast afar vel með þeirri hröðu þróun sem er að eiga sér stað á markaðinum og taka tillit til stækkandi hlutdeildar netverslunar og innkomu nýrra fyrirtækja. Það er gríðarleg áskorun fyrir samkeppnisyfirvöld að halda vöku sinni.“ Hagar og N1 eru á meðal þeirra félaga sem hafa reynt að bregðast við breyttu samkeppnisumhverfi með áformum um að færa út kvíarnar og ná þannig fram auknum samlegðaráhrifum. Samkeppniseftirlitið ógilti síðasta sumar kaup Haga á Lyfju og fjallar nú um fyrirhuguð kaup N1 á Festi og Haga á Olís. Í síðarnefndu tilfellunum var það frumniðurstaða eftirlitsins að kaupin röskuðu samkeppni og yrðu ekki samþykkt án skilyrða. Ársfundur Samtaka verslunar og þjónustu verður haldinn á morgun en þar verður horft til framtíðar og litið til þeirra áhrifavalda sem hafa áhrif á breytingar á straumum og stefnum í verslun og þjónustu. Andrés segir að heilt yfir sé starfsumhverfi íslenskrar verslunar gott um þessar mundir og hafi raunar sjaldan verið betra. „Kaupmáttur almennings hefur aldrei verið sterkari og það er gömul saga og ný að þegar kaupmátturinn er sterkur, þá gengur fyrirtækjum í verslun vel. Ytra samkeppnisumhverfi greinarinnar hefur auk þess þróast til betri vegar á síðustu árum. Almenn vörugjöld og tollar á öllu nema tilteknum matvörum heyra sögunni til og það hefur jafnað samkeppnisstöðuna við þau ríki sem við berum okkur gjarnan við, fyrst og fremst Norðurlöndin.“Aðspurður útskýrir Andrés að það sem hefur verið kallað fjórða iðnbyltingin sé að gerbreyta umhverfi verslunar og þjónustu. „Samkvæmt skýrslum virtra ráðgjafarfyrirtækja er sem dæmi talið að starfsfólki í smásölu í Evrópu muni fækka um fjórðung á næstu árum. Störfin munu einnig breytast. Minna verður í boði af störfum þar sem lítillar menntunar er krafist en meiri þörf verður á fólki sem býr yfir góðri félagslegri og tæknilegri færni. Á sama tíma er netverslun, sem er í eðli sínu alþjóðleg, að færast í vöxt. Pakkasendingum hingað til lands í gegnum Íslandspóst fjölgaði um 60 prósent frá nóvember 2016 til nóvember 2017. Breytingin er mjög hröð um þessar mundir.“Við þessu þurfi verslanir að bregðast.Víti til varnaðar Hann tekur dæmi af gjaldþroti leikfangakeðjunnar Toys’R’Us í Bandaríkjunum og Bretlandi. „Það er allt sem bendir til þess að stjórnendur keðjunnar hafi ekki brugðist við breyttri neysluhegðun, en 40 prósent af leikfangainnkaupum Breta fara fram á netinu, og því hafi farið sem fór. Örlög keðjunnar eru öðrum verslunum víti til varnaðar.“ Annað dæmi um mikil áhrif breyttrar kauphegðunar er að sögn Andrésar eðlisbreyting verslunarmiðstöðva. Hlutverk þeirra sé að breytast. Þær séu farnar að sinna meira félagslegu hlutverki, líkt og afþreyingu, en áður. Á sama tíma sé ákveðin hætta á því að hefðbundnar verslanir verði eins konar sýningarsalir fyrir netverslanir. Þar muni neytendur máta og prófa vörur áður en þeir panti þær af netinu. „Þetta er framtíðin sem margir sjá fyrir sér og eru að reyna að átta sig á.“ Ekki aðeins verslanir þurfi að bregðast við breyttum veruleika, heldur ekki síður menntakerfið. „Það er mjög aðkallandi að grunn- og menntaskólar aðlagist og búi unga fólkið undir þær breytingar sem felast í fjórðu iðnbyltingunni,“ nefnir Andrés. „Til dæmis þyrfti að taka fyrirbæri eins og náms- og stundaskrár til gagngerrar endurskoðunar. Þetta eru að mínu mati úrelt fyrirbæri. Námskráin ætti að vera lifandi skjal sem tekur stöðugum breytingum eftir því sem þarfirnar eru á hverjum tíma.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira