Er ekki með stílista Ritstjórn skrifar 19. mars 2018 18:00 Glamour/Getty Það er regla frekar en undantekning að stjörnurnar í Hollywood eru með stílista, stundum fleiri en einn, á sínum snærum. Enda mikið um viðburði sem þarf að mæta á og ekki mikill tími til að hlaupa á milli verslana og skoða tískusýningar. Leikkonan Blake Lively er hinsvegar ekki ein af þeim, hún sér um að velja öll sín föt sjálf. Afhverju? Hún segir sjálf líklega stjórnsemi vera ástæðuna en í fullri alvöru þá elskar hún hönnun og tísku. „Ég elska hönnun og tísku og þetta er leið fyrir mig að fá útrás fyrir sköpunargleðina,“ segir Lively í viðtali við WWD. „Í mínu starfi fæ ég listrænt frelsi en þar spila margir aðrir inn í. Þarna fær ég sjálf að ráða og sé útkomuna strax,“ segir Lively og bætir við að þegar hún leikur í kvikmynd sér hún stundum ekki útkomuna fyrr en nokkrum árum síðar. Hún segir það oft mikla vinna að fara í gegnum allar sýningarnar, taka skjáskot af þeim flíkum sem henni líst á og senda beiðnir á tískuhús. „Ég er með aðstoðarmanneskju sem sér um að hafa samband við hönnuði og tískuhús en svo er ég líka með góð sambönd sjálf.“ Ansi vel gert hjá Lively sem verður að segjast er ein sú best klædda í Hollywood og mörgum innblástur í fatavali. Mest lesið Bótox í hársvörðinn er nýjasta æðið Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Tískuljósmyndarinn Kári Sverriss opnar heimasíðu Glamour 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Glamour Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Nicole Kidman á forsíðu Glamour Glamour 9 ráð til stækka lítil rými Glamour Stálu senunni á tískuvikunni í París Glamour KALDA á forsíðu Footwear News Glamour Balenciaga boðar endurkomu axlapúðanna Glamour
Það er regla frekar en undantekning að stjörnurnar í Hollywood eru með stílista, stundum fleiri en einn, á sínum snærum. Enda mikið um viðburði sem þarf að mæta á og ekki mikill tími til að hlaupa á milli verslana og skoða tískusýningar. Leikkonan Blake Lively er hinsvegar ekki ein af þeim, hún sér um að velja öll sín föt sjálf. Afhverju? Hún segir sjálf líklega stjórnsemi vera ástæðuna en í fullri alvöru þá elskar hún hönnun og tísku. „Ég elska hönnun og tísku og þetta er leið fyrir mig að fá útrás fyrir sköpunargleðina,“ segir Lively í viðtali við WWD. „Í mínu starfi fæ ég listrænt frelsi en þar spila margir aðrir inn í. Þarna fær ég sjálf að ráða og sé útkomuna strax,“ segir Lively og bætir við að þegar hún leikur í kvikmynd sér hún stundum ekki útkomuna fyrr en nokkrum árum síðar. Hún segir það oft mikla vinna að fara í gegnum allar sýningarnar, taka skjáskot af þeim flíkum sem henni líst á og senda beiðnir á tískuhús. „Ég er með aðstoðarmanneskju sem sér um að hafa samband við hönnuði og tískuhús en svo er ég líka með góð sambönd sjálf.“ Ansi vel gert hjá Lively sem verður að segjast er ein sú best klædda í Hollywood og mörgum innblástur í fatavali.
Mest lesið Bótox í hársvörðinn er nýjasta æðið Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Tískuljósmyndarinn Kári Sverriss opnar heimasíðu Glamour 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Glamour Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Nicole Kidman á forsíðu Glamour Glamour 9 ráð til stækka lítil rými Glamour Stálu senunni á tískuvikunni í París Glamour KALDA á forsíðu Footwear News Glamour Balenciaga boðar endurkomu axlapúðanna Glamour