Vlija uppfæra loftferðasamning við Rússland til að opna flugleið til Asíu Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. mars 2018 19:00 Samgönguráðherra segir að íslensk stjórnvöld vinni að því að uppfæra loftferðasamning við Rússland. Skortur á almennri heimild til farþegaflutninga í samningnum kemur í veg fyrir beint farþegaflug milli Íslands og áfangastaða í Asíu sem hafa verið til skoðunar hjá íslensku flugfélögunum. Stöðugt vaxandi umsvif íslensku flugfélaganna hafa kallað á aukna áherslu á gerð tvíhliða loftferðasamninga. Ísland hefur gert loftferðasamninga við 101 ríki en mjög misjafnt er hversu víðtæk réttindi þessir samningar kveða á um.Loftferðasamningur milli Íslands og Rússlands kveður ekki á um almenna heimild til farþegaflugs. Aðeins takmarkaða heimild um að fljúga til Moskvu, St. Pétursborgar og annarra borga sem rússnesk flugmálayfirvöld samþykkja. Skortur á almennri heimild til farþegaflugs þýðir að ekki er fyrir hend heimild fyrir íslensku flugfélögin til yfirflugs í Rússlandi. Wow Air hefur haft til skoðunar að hefja beint áætlunarflug til Asíu en fyrirtækið fær síðar á þessu ári afhentar fjórar nýjar Airbus A330neo vélar sem geta flugið í rúmlega tólf klukkustundir. Til þess að hægt sé að fljúga beint til Japan svo dæmi sé tekið þarf að gera loftferðasamning við Japan og uppfæra loftferðasamning milli Íslands og Rússlands. Icelandair hefur líka haft Asíuflug til skoðunar með Boeing 767 þotum félagsins. Rússar hafa sett það sem skilyrði fyrir almennri heimild til yfirflugs að komið verði á reglubundnu áætlunarflugi milli Íslands og áfangastaða í Rússlandi. Málið heyrir bæði undir samgönguráðuneytið og utanríkisráðuneytið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar hafa fulltrúar bæði Icelandair og Wow Air átt fundi í utanríkisráðuneytinu á síðustu mánuðum til að kalla eftir gerð nýrra loftferðasamninga og óska eftir uppfærslu á samningi við Rússland svo hægt sé að opna þessa flugleið til Asíu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að unnið sé að því að opna þessa flugleið. Hann segist telja að það verði ekki vandamál að fá heimild til yfirflugs innan gildandi loftferðasamnings þrátt fyrir kröfu Rússa um skipulagt áætlunarflug. „Við erum búin að eiga mjög gott samtal við Rússa frá því í fyrrasumar og frá síðasta hausti og ég á ekki von á því þetta verði hindrun. Það er kominn viðauki sem heimilar áætlunarflug til bæði Moskvu og St. Pétursborgar og viðauki um að annað verði þá heimilt af hálfu Rússa og að loftferðasamningurinn, eins og hann er, hann komi ekki í veg fyrir yfirflugsheimild af hálfu Rússa,“ segir Sigurður Ingi. Eins og áður segir gera Rússar kröfu um skipulagt áætlunarflug milli Íslands og Rússlands til að virkja heimild til yfirflugs. Icelandair flaug um tíma til St. Pétursborgar fyrir nokkrum árum en hvorki Icelandair né Wow Air hafa á dagskránni að hefja skipulagt áætlunarflug til áfangastaða í Rússlandi þótt bæði flugfélögin stefni á flug þangað í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu næsta sumar. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Samgönguráðherra segir að íslensk stjórnvöld vinni að því að uppfæra loftferðasamning við Rússland. Skortur á almennri heimild til farþegaflutninga í samningnum kemur í veg fyrir beint farþegaflug milli Íslands og áfangastaða í Asíu sem hafa verið til skoðunar hjá íslensku flugfélögunum. Stöðugt vaxandi umsvif íslensku flugfélaganna hafa kallað á aukna áherslu á gerð tvíhliða loftferðasamninga. Ísland hefur gert loftferðasamninga við 101 ríki en mjög misjafnt er hversu víðtæk réttindi þessir samningar kveða á um.Loftferðasamningur milli Íslands og Rússlands kveður ekki á um almenna heimild til farþegaflugs. Aðeins takmarkaða heimild um að fljúga til Moskvu, St. Pétursborgar og annarra borga sem rússnesk flugmálayfirvöld samþykkja. Skortur á almennri heimild til farþegaflugs þýðir að ekki er fyrir hend heimild fyrir íslensku flugfélögin til yfirflugs í Rússlandi. Wow Air hefur haft til skoðunar að hefja beint áætlunarflug til Asíu en fyrirtækið fær síðar á þessu ári afhentar fjórar nýjar Airbus A330neo vélar sem geta flugið í rúmlega tólf klukkustundir. Til þess að hægt sé að fljúga beint til Japan svo dæmi sé tekið þarf að gera loftferðasamning við Japan og uppfæra loftferðasamning milli Íslands og Rússlands. Icelandair hefur líka haft Asíuflug til skoðunar með Boeing 767 þotum félagsins. Rússar hafa sett það sem skilyrði fyrir almennri heimild til yfirflugs að komið verði á reglubundnu áætlunarflugi milli Íslands og áfangastaða í Rússlandi. Málið heyrir bæði undir samgönguráðuneytið og utanríkisráðuneytið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar hafa fulltrúar bæði Icelandair og Wow Air átt fundi í utanríkisráðuneytinu á síðustu mánuðum til að kalla eftir gerð nýrra loftferðasamninga og óska eftir uppfærslu á samningi við Rússland svo hægt sé að opna þessa flugleið til Asíu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að unnið sé að því að opna þessa flugleið. Hann segist telja að það verði ekki vandamál að fá heimild til yfirflugs innan gildandi loftferðasamnings þrátt fyrir kröfu Rússa um skipulagt áætlunarflug. „Við erum búin að eiga mjög gott samtal við Rússa frá því í fyrrasumar og frá síðasta hausti og ég á ekki von á því þetta verði hindrun. Það er kominn viðauki sem heimilar áætlunarflug til bæði Moskvu og St. Pétursborgar og viðauki um að annað verði þá heimilt af hálfu Rússa og að loftferðasamningurinn, eins og hann er, hann komi ekki í veg fyrir yfirflugsheimild af hálfu Rússa,“ segir Sigurður Ingi. Eins og áður segir gera Rússar kröfu um skipulagt áætlunarflug milli Íslands og Rússlands til að virkja heimild til yfirflugs. Icelandair flaug um tíma til St. Pétursborgar fyrir nokkrum árum en hvorki Icelandair né Wow Air hafa á dagskránni að hefja skipulagt áætlunarflug til áfangastaða í Rússlandi þótt bæði flugfélögin stefni á flug þangað í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu næsta sumar.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira