Lenti á öðrum hreyflinum í Goose Bay eftir að bilun kom upp Gissur Sigurðsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 6. mars 2018 12:39 Flugvél frá Icelandair er væntanleg til Goose Bay á Nýfundnalandi nú í hádeginu, með flugvirkja og varahluti um borð, eftir að vél frá félaginu varð að lenda þar á öðrum hreyflinum í gærkvöldi, vegna vélarbilunar. Vélin var á leiðinni til Denver frá Keflavík en þegar flugmenn sáu vísbendingar um bilun, var þegar ákveðið að lenda á næsta velli, sem var Goose Bay. Flugmennirnir drápu á öðrum hreyflinum fyrir lendingu, en Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að ekki hafi orðið hættuástand um borð. „Nei, þetta gekk í rauninni allt saman í samræmi við áætlanir og vinnufyrirkomulag. Það eru ekki aðstæður til viðgerðar í Goose Bay, hvorki eru þar flugvirkjar eða varahlutir fyrir okkar vélar þannig að farþegum var komið fyrir í gistingu í nótt og ákveðið að senda aðra vél,“ segir Guðjón. Hann segir ekki vitað hversu alvarleg bilunin er. „Ég held reyndar að hún sé ekki mjög alvarleg þannig að við gerum ráð fyrir að vélin fljúgi hingað heim von bráðar.“ Farþegarnir sem gistu í Goose Bay fljúga til Denver í dag með vél Icelandair sem kemur með varahlutina. Aðspurður hvort það sé aðstaða á vellinum í Denver til að taka vélina inn í skýli og þess háttar segir Guðjón: „Þetta er þokkalega stór flugvöllur en hann er fyrst og fremst hernaðarmannvirki og reyndar oft notaður þegar þarf að taka eldsneyti í miklum mótvindi og þess háttar. Aðstæður þarna eru alveg þokkalegar en þetta er ekki stórborg, þetta er smábær.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þurfti að lenda í Goose Bay vegna vélarbilunar Önnur flugvél verður send frá Íslandi í nótt eða í fyrramálið. 5. mars 2018 23:46 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Flugvél frá Icelandair er væntanleg til Goose Bay á Nýfundnalandi nú í hádeginu, með flugvirkja og varahluti um borð, eftir að vél frá félaginu varð að lenda þar á öðrum hreyflinum í gærkvöldi, vegna vélarbilunar. Vélin var á leiðinni til Denver frá Keflavík en þegar flugmenn sáu vísbendingar um bilun, var þegar ákveðið að lenda á næsta velli, sem var Goose Bay. Flugmennirnir drápu á öðrum hreyflinum fyrir lendingu, en Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að ekki hafi orðið hættuástand um borð. „Nei, þetta gekk í rauninni allt saman í samræmi við áætlanir og vinnufyrirkomulag. Það eru ekki aðstæður til viðgerðar í Goose Bay, hvorki eru þar flugvirkjar eða varahlutir fyrir okkar vélar þannig að farþegum var komið fyrir í gistingu í nótt og ákveðið að senda aðra vél,“ segir Guðjón. Hann segir ekki vitað hversu alvarleg bilunin er. „Ég held reyndar að hún sé ekki mjög alvarleg þannig að við gerum ráð fyrir að vélin fljúgi hingað heim von bráðar.“ Farþegarnir sem gistu í Goose Bay fljúga til Denver í dag með vél Icelandair sem kemur með varahlutina. Aðspurður hvort það sé aðstaða á vellinum í Denver til að taka vélina inn í skýli og þess háttar segir Guðjón: „Þetta er þokkalega stór flugvöllur en hann er fyrst og fremst hernaðarmannvirki og reyndar oft notaður þegar þarf að taka eldsneyti í miklum mótvindi og þess háttar. Aðstæður þarna eru alveg þokkalegar en þetta er ekki stórborg, þetta er smábær.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þurfti að lenda í Goose Bay vegna vélarbilunar Önnur flugvél verður send frá Íslandi í nótt eða í fyrramálið. 5. mars 2018 23:46 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Þurfti að lenda í Goose Bay vegna vélarbilunar Önnur flugvél verður send frá Íslandi í nótt eða í fyrramálið. 5. mars 2018 23:46