Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. mars 2018 00:30 A-listinn fékk 519 atkvæði en B-listi Sólveigar Önnu 2099 atkvæði. Vísir/Ernir Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins með 80 prósent greiddra atkvæða. Niðurstöður lágu fyrir nú um miðnætti. A-listinn fékk 519 atkvæði en B-listi Sólveigar Önnu 2099 atkvæði. Kosningin stóð yfir í tvo daga og lauk kosningunni klukkan 20 í kvöld. „Nei, ég átti ekki von á þessu,“ segir Sólveig í viðtali við Vísi um yfirburðarsigurinn. „Við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn en auðvitað bjuggumst við ekki við þessu. Þetta er ótrúlegt en við erum þá komin með umboð frá þeim sem kjósa okkur að gera það sem við höfum verið að tala um. Að heyja þessa róttæku, markvissu og herskáu stéttarbaráttu.“ Í fyrsta sinn í sögu félagsins börðust tveir listar um hylli kjósenda. Ingvar Vigur Halldórsson var formannsefni A-listans, en Sólveig Anna var formannsefni B-listans. Óhætt er að segja að nokkuð föst skot hafi gengið á milli fylkinganna tveggja í kosningabaráttunni. Frambjóðendur A-listans hafa meðal annars gagnrýnt stuðning einstaklinga í sósíalistaflokknum við B-lista Sólveigar en á móti hafa frambjóðendur B-listans sagt ójafnræði ríkja í baráttunni og að núverandi stjórn Eflingar standi ótvírætt með A-listanum.Sjá einnig: Sólveig í skýjunum með sigurinn en mætir á leikskólann í fyrramálið Í gær greindi Vísir frá yffirlýsingu tveggja einstaklinga sem lýstu því hvernig starfsmaður á skrifstofu Eflingar, sem sá um kosningu utan kjörfundar, reyndi að telja konu sem er af erlendu bergi brotin inn á að kjósa A-listann. Í yfirlýsingu í gærkvöldi sagði Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar Eflingar, að þeir starfsmenn sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað hafi ekki kannast við atvikið. Þeir sem voru með Sólveigu Önnu á lista og taka sæti í stjórn Eflingar eru Magdalena Kwiatkowska hjá Café Paris, Aðalgeir Björnsson, tækjastjóri hjá Eimskip, Anna Marta Marjankowska hjá Náttúru þrif, Daníel Örn Arnarsson hjá Kerfi fyrirtækjaþjónustu, Guðmundur Jónatan Baldursson, bílstjóri hjá Snæland Grímsson, Jamie Mcquilkin hjá Resource International ehf. og Kolbrún Valvesdóttir, starfsmaður búsetuþjónustu Reykjavíkurborgar. Á kjörskrá voru 16.578 félagsmenn og af þeim greiddu 2.618 atkvæði. B listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur fékk 2099 atkvæði. A listi stjórnar og trúnaðarráðs fékk 519 atkvæði. Auðir seðlar voru 6 og ógildir voru 4. Kjaramál Tengdar fréttir Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börnunum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum. 3. mars 2018 10:00 Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00 Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. 5. mars 2018 19:05 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins með 80 prósent greiddra atkvæða. Niðurstöður lágu fyrir nú um miðnætti. A-listinn fékk 519 atkvæði en B-listi Sólveigar Önnu 2099 atkvæði. Kosningin stóð yfir í tvo daga og lauk kosningunni klukkan 20 í kvöld. „Nei, ég átti ekki von á þessu,“ segir Sólveig í viðtali við Vísi um yfirburðarsigurinn. „Við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn en auðvitað bjuggumst við ekki við þessu. Þetta er ótrúlegt en við erum þá komin með umboð frá þeim sem kjósa okkur að gera það sem við höfum verið að tala um. Að heyja þessa róttæku, markvissu og herskáu stéttarbaráttu.“ Í fyrsta sinn í sögu félagsins börðust tveir listar um hylli kjósenda. Ingvar Vigur Halldórsson var formannsefni A-listans, en Sólveig Anna var formannsefni B-listans. Óhætt er að segja að nokkuð föst skot hafi gengið á milli fylkinganna tveggja í kosningabaráttunni. Frambjóðendur A-listans hafa meðal annars gagnrýnt stuðning einstaklinga í sósíalistaflokknum við B-lista Sólveigar en á móti hafa frambjóðendur B-listans sagt ójafnræði ríkja í baráttunni og að núverandi stjórn Eflingar standi ótvírætt með A-listanum.Sjá einnig: Sólveig í skýjunum með sigurinn en mætir á leikskólann í fyrramálið Í gær greindi Vísir frá yffirlýsingu tveggja einstaklinga sem lýstu því hvernig starfsmaður á skrifstofu Eflingar, sem sá um kosningu utan kjörfundar, reyndi að telja konu sem er af erlendu bergi brotin inn á að kjósa A-listann. Í yfirlýsingu í gærkvöldi sagði Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar Eflingar, að þeir starfsmenn sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað hafi ekki kannast við atvikið. Þeir sem voru með Sólveigu Önnu á lista og taka sæti í stjórn Eflingar eru Magdalena Kwiatkowska hjá Café Paris, Aðalgeir Björnsson, tækjastjóri hjá Eimskip, Anna Marta Marjankowska hjá Náttúru þrif, Daníel Örn Arnarsson hjá Kerfi fyrirtækjaþjónustu, Guðmundur Jónatan Baldursson, bílstjóri hjá Snæland Grímsson, Jamie Mcquilkin hjá Resource International ehf. og Kolbrún Valvesdóttir, starfsmaður búsetuþjónustu Reykjavíkurborgar. Á kjörskrá voru 16.578 félagsmenn og af þeim greiddu 2.618 atkvæði. B listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur fékk 2099 atkvæði. A listi stjórnar og trúnaðarráðs fékk 519 atkvæði. Auðir seðlar voru 6 og ógildir voru 4.
Kjaramál Tengdar fréttir Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börnunum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum. 3. mars 2018 10:00 Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00 Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. 5. mars 2018 19:05 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira
Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börnunum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum. 3. mars 2018 10:00
Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00
Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. 5. mars 2018 19:05
„Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31