Þingflokksformaður segir afstöðu Rósu og Andrésar visst áfall Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2018 13:11 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður VG. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Einhverjir muni eflaust líta á þetta sem veikleika í stjórnarsamstarfinu og ræða þurfi þá stöðu nánar innan þingflokksins. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra varðist vantrausti í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gærkvöldi þegar 33 þingmenn greiddu atkvæði á móti vantrauststillögu Samfylkingarinnar og Pírata, 29 greiddu atkvæði með tillögunni en einn þingmaður Miðflokksins sat hjá. Þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir sem voru mótfallin myndun núverandi ríkisstjórnar greiddu atkvæði með vantrauststillögunni. „Hér verður ráðherra dómsmála í landinu að bera pólitíska ábyrgð á sínum embættisverkum. Hún hefur ekki gert það. Þrátt fyrir að hún þurfi að fylgja meginreglum íslensku stjórnsýslulaganna eins og aðrir ráðherrar. Þess vegna styð ég þessa vantrauststillögu því ég vil ekki fúin og trénuð vinnubrögð. Ég vil ný vinnubrögð,“ sagði Rósa Björk. „Mér þótti landsréttarmálið slæmt í nóvember en síðan hefur það stöðugt versnað. Ráðherra hefur sýnt að hún sé ekki traustsins verð. Vinnubrögðin sæma ekki ráðherra og almenningur getur ekki treyst því að vandað sé til verka til að tryggja óháða dómstóla,“ sagði Andrés Ingi. Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn VG.Vísir/Stefán Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir að þau Rósa Björk og Andrés Ingi hafi greint þingflokknum frá því fyrir atkvæðagreiðsluna að þau myndu greiða atkvæði með vantrauststillögunni. „Það er óhætt að segja að einhverjir meta þetta sem ákveðin veikleika. Það er að segja eru ekki vissir um að þessir tveir þingmenn styðji ríkisstjórnarsamstarfið í framhaldinu. Eða séu hluti af því,“ segir Bjarkey. Þingflokkurinn eigi eftir að taka félagslega umræðu um það hvernig hann vinni sig út úr þessari stöðu. Þingmennirnir hafi ekki að öðru leyti greint frá afstöðu sinni til mála ríkisstjórnarinnar í framtíðinni. Þingflokkar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hafa 35 þingmenn. Bjarkey vill ekki að svo stöddu segja að í raun hafi stjórnin aðeins 33 þingmenn að baki sér. Það þurfi að ræða frekar. „Því auðvitað er þetta ákveðið áfall að það styðji ekki allir ríkisstjórnarsamstarfið með fullum þunga. En eins og ég segi við þurfum að taka þetta samtal,“ segir þingflokksformaður Vinstri grænna. Hún sé hins vegar ekki sannfærð um að Vinstri græn hefðu greitt atkvæði með öðrum hætti í stjórnarandstöðu þar sem flokkurinn hafi almennt verið spar á stuðning við vantrauststillögur. Það hafi oft komið til tals og flokkurinn ákveðið að fylgja ekki slíkum tillögum. „Ég held að það hefði kannski litlu breytt í gær ef við hefðum verið hinum megin við borðið hvað þetta varðar,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrausti ekki lýst á ráðherra í 100 ár Tillaga um vantraust á dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í gær. Skýr munur er á tillögum um vantraust á ríkisstjórn og vantraust á ráðherra. Ráðherrar segja af sér frekar en þola vantraust. 7. mars 2018 11:00 Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það hafi verið visst áfall að tveir þingmanna flokksins hafi ekki greitt atkvæði með stjórnarmeirihlutanum við vantrauststillögu á dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Einhverjir muni eflaust líta á þetta sem veikleika í stjórnarsamstarfinu og ræða þurfi þá stöðu nánar innan þingflokksins. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra varðist vantrausti í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gærkvöldi þegar 33 þingmenn greiddu atkvæði á móti vantrauststillögu Samfylkingarinnar og Pírata, 29 greiddu atkvæði með tillögunni en einn þingmaður Miðflokksins sat hjá. Þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir sem voru mótfallin myndun núverandi ríkisstjórnar greiddu atkvæði með vantrauststillögunni. „Hér verður ráðherra dómsmála í landinu að bera pólitíska ábyrgð á sínum embættisverkum. Hún hefur ekki gert það. Þrátt fyrir að hún þurfi að fylgja meginreglum íslensku stjórnsýslulaganna eins og aðrir ráðherrar. Þess vegna styð ég þessa vantrauststillögu því ég vil ekki fúin og trénuð vinnubrögð. Ég vil ný vinnubrögð,“ sagði Rósa Björk. „Mér þótti landsréttarmálið slæmt í nóvember en síðan hefur það stöðugt versnað. Ráðherra hefur sýnt að hún sé ekki traustsins verð. Vinnubrögðin sæma ekki ráðherra og almenningur getur ekki treyst því að vandað sé til verka til að tryggja óháða dómstóla,“ sagði Andrés Ingi. Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn VG.Vísir/Stefán Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir að þau Rósa Björk og Andrés Ingi hafi greint þingflokknum frá því fyrir atkvæðagreiðsluna að þau myndu greiða atkvæði með vantrauststillögunni. „Það er óhætt að segja að einhverjir meta þetta sem ákveðin veikleika. Það er að segja eru ekki vissir um að þessir tveir þingmenn styðji ríkisstjórnarsamstarfið í framhaldinu. Eða séu hluti af því,“ segir Bjarkey. Þingflokkurinn eigi eftir að taka félagslega umræðu um það hvernig hann vinni sig út úr þessari stöðu. Þingmennirnir hafi ekki að öðru leyti greint frá afstöðu sinni til mála ríkisstjórnarinnar í framtíðinni. Þingflokkar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hafa 35 þingmenn. Bjarkey vill ekki að svo stöddu segja að í raun hafi stjórnin aðeins 33 þingmenn að baki sér. Það þurfi að ræða frekar. „Því auðvitað er þetta ákveðið áfall að það styðji ekki allir ríkisstjórnarsamstarfið með fullum þunga. En eins og ég segi við þurfum að taka þetta samtal,“ segir þingflokksformaður Vinstri grænna. Hún sé hins vegar ekki sannfærð um að Vinstri græn hefðu greitt atkvæði með öðrum hætti í stjórnarandstöðu þar sem flokkurinn hafi almennt verið spar á stuðning við vantrauststillögur. Það hafi oft komið til tals og flokkurinn ákveðið að fylgja ekki slíkum tillögum. „Ég held að það hefði kannski litlu breytt í gær ef við hefðum verið hinum megin við borðið hvað þetta varðar,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrausti ekki lýst á ráðherra í 100 ár Tillaga um vantraust á dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í gær. Skýr munur er á tillögum um vantraust á ríkisstjórn og vantraust á ráðherra. Ráðherrar segja af sér frekar en þola vantraust. 7. mars 2018 11:00 Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15
Vantrausti ekki lýst á ráðherra í 100 ár Tillaga um vantraust á dómsmálaráðherra var felld á Alþingi í gær. Skýr munur er á tillögum um vantraust á ríkisstjórn og vantraust á ráðherra. Ráðherrar segja af sér frekar en þola vantraust. 7. mars 2018 11:00
Forsætisráðherra: Hefur afleiðingar fyrir ríkisstjórnarsamstarfið ef vantraust á einn ráðherra er samþykkt Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að það hafi verið vonbrigði að þingmenn VG, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. 7. mars 2018 12:45