Hvatning til fólks um að virða söguna, landið og umhverfið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2018 06:00 Borghildur að ganga frá gólfverki í Listasafni Árnesinga sem sýnir Þjórsá frá upptökum til ósa. „Forfeður mínir bjuggu á bökkum Þjórsár og þessi lengsta á landsins er mér hugstæð. Líka vegna hugmyndarinnar um að þar eigi að fara að umbreyta landinu vegna einnar virkjunarinnar enn,“ segir Borghildur um sýninguna Þjórsá sem hún opnar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á laugardaginn klukkan 14. Þar miðlar hún birtu, lit, hreyfingu, hljóðum, áferð, og öðrum eiginleikum umhverfisins, að því er segir í texta eftir Æsu Sigurjónsdóttur í sýningarskrá. „Ég er með tvö vídeóverk á sýningunni, annað þeirra í tvennu lagi. Svo er löng þula sem verður textaverk á vegg og því fylgir hljóð. Eitt atriðið er átta metra langt gólfverk undir gleri, sjálf Þjórsá frá upptökum til ósa,“ lýsir Borghildur. Hún tekur fram að hún standi ekki ein í framkvæmdinni þó hugmyndirnar séu hennar. Hún sé með alls konar hjálp, meðal annars við að taka upp vídeóið og hljóðverkið. Síðasta sýning Borghildar var í Ráðhúsi Reykjavíkur haustið 2016. Hún hét Umhverfismat vegna Skarðsels við Þjórsá. Hún segir Skarðsel vera tóftir eftir bæ forfeðra hennar og þær séu á því svæði sem Hvammsvirkjun er fyrirhuguð. Þar hafi verið búið fram á áratuginn 1930-40. „Hvammsvirkjun er fyrsta skrefið í að virkja neðri hluta Þjórsár og tóftirnar fara akkúrat undir stífluvegginn. Mér finnst það sárt.“ Í nýju sýningunni sleppir Borghildur þó frásögnum af fólkinu sínu en leggur áherslu á beina náttúrutengingu við fljótið langa sem kemur upp í Hofsjökli og fellur til sjávar vestan við Þykkvabæinn. Hún segir sýninguna vinsamlega hvatningu til fólks um að læra að þekkja og virða söguna, landið og umhverfið. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
„Forfeður mínir bjuggu á bökkum Þjórsár og þessi lengsta á landsins er mér hugstæð. Líka vegna hugmyndarinnar um að þar eigi að fara að umbreyta landinu vegna einnar virkjunarinnar enn,“ segir Borghildur um sýninguna Þjórsá sem hún opnar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á laugardaginn klukkan 14. Þar miðlar hún birtu, lit, hreyfingu, hljóðum, áferð, og öðrum eiginleikum umhverfisins, að því er segir í texta eftir Æsu Sigurjónsdóttur í sýningarskrá. „Ég er með tvö vídeóverk á sýningunni, annað þeirra í tvennu lagi. Svo er löng þula sem verður textaverk á vegg og því fylgir hljóð. Eitt atriðið er átta metra langt gólfverk undir gleri, sjálf Þjórsá frá upptökum til ósa,“ lýsir Borghildur. Hún tekur fram að hún standi ekki ein í framkvæmdinni þó hugmyndirnar séu hennar. Hún sé með alls konar hjálp, meðal annars við að taka upp vídeóið og hljóðverkið. Síðasta sýning Borghildar var í Ráðhúsi Reykjavíkur haustið 2016. Hún hét Umhverfismat vegna Skarðsels við Þjórsá. Hún segir Skarðsel vera tóftir eftir bæ forfeðra hennar og þær séu á því svæði sem Hvammsvirkjun er fyrirhuguð. Þar hafi verið búið fram á áratuginn 1930-40. „Hvammsvirkjun er fyrsta skrefið í að virkja neðri hluta Þjórsár og tóftirnar fara akkúrat undir stífluvegginn. Mér finnst það sárt.“ Í nýju sýningunni sleppir Borghildur þó frásögnum af fólkinu sínu en leggur áherslu á beina náttúrutengingu við fljótið langa sem kemur upp í Hofsjökli og fellur til sjávar vestan við Þykkvabæinn. Hún segir sýninguna vinsamlega hvatningu til fólks um að læra að þekkja og virða söguna, landið og umhverfið.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira