Sigmundur segir ríkisstjórnina stefnulausa úti í kuldanum í bankamálum Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2018 19:07 Formaður Miðflokksins segir vogunarsjóði hafa vísað íslenska ríkinu á dyr í Arion banka og nú standi stjórnin stefnulaus út í kuldanum og bíði hvítbókar um framtíðarskipulag fjármálakerfisins. Forsætisráðherra segir allar ríkisstjórnir frá árinu 2009 hafa gætt að hagsmunum almennings við uppgjör föllnu bankanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hóf sérstaka umræðu um Arion banka á Alþingi í dag. Ríkisstjórn hans hafi á árinu 2013 hafist handa við að vinda ofan af því þegar fyrri stjórn hefði afhent vogunarsjóðum íslenska bankakerfið. „Þegar áformunum var hrint í framkvæmd 2015 var útlistað hvernig þau ættu að ganga fyrir sig skref fyrir skref. Þetta var heildarplan. Verkefnið heppnaðist vel. Svo vel að það stuðlaði að meiri og hraðari efnahagslegum viðsnúningi en dæmi eru um annars staðar,“ segir Sigmundur Davíð. Það hafi hins vegar komið hökt í framkvæmdina um mitt ár 2016. Einmitt fljótlega eftir að Sigmundur Davíð sagði af sér forsætisráðherraembættinu. Gjaldeyrisútboðum hafi ítrekað verið frestað og þeim breytt meðal annars að kröfu vogunarsjóða með tuga milljarða skaða. Í upphafi árs 2017 hafi stjórnvöld tekið U-beygju þegar tilkynnt var að vogunarsjóðir hefðu selt sjálfum sér stóran hlut í Arion banka. „Banka sem var óbeint í eigu ríkisins og farið með því á svig við markmið stöðugleikaskilyrðanna. Aðilar sem teljast ekki einu sinni hæfir eigendur fjármálafyrirtækja og starfa á undanþágu,“ sagði formaður Miðflokksins. Ríkisstjórnina hafi því boðið Vogunarsjóðina velkomna aftur til ársins 2009 og boði nú hvítbók um breytingar á fjármálakerfinu. „Ríkisstjórnin afhenti hins vegar vogunarsjóðunum lyklana. Þeir gengu í bæinn og vísuðu ríkisstjórninni út í kuldann og þar stendur hún nú stefnulaus og bíður eftir hvítbókinni,“ segir Sigmundur Davíð. Þingmenn fleiri flokka gagnrýndu ferlið við söluna á Arion banka sem hefði ekki verið nógu gagnsætt en tóku þó ekki undir með formanni Miðflokksins um að forsendur fyrir forkaupsrétti ríkisins í bankanum hafi virkjast. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rifjaði upp sögu málsins allt frá árinu 2009 og sagði ávöxtun á framlagi ríkisins til Arion banka hafa verið mjög góða. „Ég tel að háttvirtur þingmaður hafi staðið sig vel í þessum málum þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. Og ég tel raunar að fyrri ríkisstjórn hafi gert að líka. Ég tel að allt frá 2009 hafi setið hér ríkisstjórnir sem hafi haft hagsmuni almennings að leiðarljósi. Samningarnir, hvort sem er hluthafasamkomulagið frá árinu 2009 og stöðugleikasamningarnir frá 2015 og 2016 hafa reynst ríkissjóði hagfelldir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir vogunarsjóði hafa vísað íslenska ríkinu á dyr í Arion banka og nú standi stjórnin stefnulaus út í kuldanum og bíði hvítbókar um framtíðarskipulag fjármálakerfisins. Forsætisráðherra segir allar ríkisstjórnir frá árinu 2009 hafa gætt að hagsmunum almennings við uppgjör föllnu bankanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hóf sérstaka umræðu um Arion banka á Alþingi í dag. Ríkisstjórn hans hafi á árinu 2013 hafist handa við að vinda ofan af því þegar fyrri stjórn hefði afhent vogunarsjóðum íslenska bankakerfið. „Þegar áformunum var hrint í framkvæmd 2015 var útlistað hvernig þau ættu að ganga fyrir sig skref fyrir skref. Þetta var heildarplan. Verkefnið heppnaðist vel. Svo vel að það stuðlaði að meiri og hraðari efnahagslegum viðsnúningi en dæmi eru um annars staðar,“ segir Sigmundur Davíð. Það hafi hins vegar komið hökt í framkvæmdina um mitt ár 2016. Einmitt fljótlega eftir að Sigmundur Davíð sagði af sér forsætisráðherraembættinu. Gjaldeyrisútboðum hafi ítrekað verið frestað og þeim breytt meðal annars að kröfu vogunarsjóða með tuga milljarða skaða. Í upphafi árs 2017 hafi stjórnvöld tekið U-beygju þegar tilkynnt var að vogunarsjóðir hefðu selt sjálfum sér stóran hlut í Arion banka. „Banka sem var óbeint í eigu ríkisins og farið með því á svig við markmið stöðugleikaskilyrðanna. Aðilar sem teljast ekki einu sinni hæfir eigendur fjármálafyrirtækja og starfa á undanþágu,“ sagði formaður Miðflokksins. Ríkisstjórnina hafi því boðið Vogunarsjóðina velkomna aftur til ársins 2009 og boði nú hvítbók um breytingar á fjármálakerfinu. „Ríkisstjórnin afhenti hins vegar vogunarsjóðunum lyklana. Þeir gengu í bæinn og vísuðu ríkisstjórninni út í kuldann og þar stendur hún nú stefnulaus og bíður eftir hvítbókinni,“ segir Sigmundur Davíð. Þingmenn fleiri flokka gagnrýndu ferlið við söluna á Arion banka sem hefði ekki verið nógu gagnsætt en tóku þó ekki undir með formanni Miðflokksins um að forsendur fyrir forkaupsrétti ríkisins í bankanum hafi virkjast. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rifjaði upp sögu málsins allt frá árinu 2009 og sagði ávöxtun á framlagi ríkisins til Arion banka hafa verið mjög góða. „Ég tel að háttvirtur þingmaður hafi staðið sig vel í þessum málum þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. Og ég tel raunar að fyrri ríkisstjórn hafi gert að líka. Ég tel að allt frá 2009 hafi setið hér ríkisstjórnir sem hafi haft hagsmuni almennings að leiðarljósi. Samningarnir, hvort sem er hluthafasamkomulagið frá árinu 2009 og stöðugleikasamningarnir frá 2015 og 2016 hafa reynst ríkissjóði hagfelldir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira