Flokkur fólksins boðar mikla flugeldasýningu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. mars 2018 08:00 Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, segir stöðu margra í samfélaginu miklu verri en ráðamenn haldi fram. Vísir/Anton Brink „Við förum fram í borginni, ekki spurning,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, aðspurð um framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. „Við eigum eftir að auglýsa okkar stóra fund þegar við höldum okkar flugeldasýningu í kringum okkar framboð. Við erum hins vegar ekkert að flýta okkur og viljum ekki týnast í umræðunni.“ Sveitarstjórnarkosningarnar fara fram 26. maí næstkomandi og rennur framboðsfrestur út laugardaginn 5. maí. Inga Sæland skaust upp á stjörnuhimin íslenskra stjórnmála þegar hún náði óvænt fimm mönnum inn á þing í síðustu alþingiskosningum, eftir dramatíska frammistöðu í framboðsþætti kvöldið fyrir kosningar. „Ég vildi að hlutirnir gengju hraðar fyrir sig og vildi gjarnan hafa meiri áhrif,“ segir Inga um líf sitt og störf í þinginu og segist þó vel finna fyrir þeim áhrifum sem hún og hennar flokkur hafi. „Ég veit að við erum að rugga bátnum. Ég veit það sjálf og það vita það allir þarna niður frá. Við njótum ákveðinnar sérstöðu þarna inni og vitum það öll sem eitt.“ Aðspurð segist Inga vera í góðum tengslum við fólkið í samfélaginu og hún fær mikið af símtölum og fyrirspurnum. „Við fáum rosalega mikinn póst og alls konar skýrslur og fyrirspurnir frá fólki. En það sem er verst er að geta ekki hjálpað öllum sem hringja í mig og biðja mig að hjálpa sér,“ segir Inga og bætir við: „Ástandið er miklu, miklu alvarlegra hjá fólki heldur en ráðamenn eins og hæstvirtur fjármálaráðherra vilja meina. Þetta er bara alveg svakalega sorglegt, en við berjumst. Það er alveg á hreinu.“ Inga segist þó finna að breytingar liggi í loftinu og fagnar sérstaklega niðurstöðu kosningar í formannskjöri Eflingar, þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir bar sigur úr býtum. „Ég er brjálæðislega glöð með úrslitin hjá Eflingu. Það eru breytingar í loftinu og það verða breytingar,“ segir Inga vígreif og vonast til að þær breytingar komi fram á fleiri sviðum. Hún nefnir sem dæmi mál sem höfðað hefur verið gegn Tryggingastofnun þar sem látið er reyna á lögmæti breytinga á lögum um almannatryggingar sem hafði þau áhrif að greiðslur sem lögin tryggðu lífeyrisþegum voru aldrei greiddar heldur lögunum breytt með afturvirkum hætti. Aðalmeðferð málsins fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
„Við förum fram í borginni, ekki spurning,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, aðspurð um framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. „Við eigum eftir að auglýsa okkar stóra fund þegar við höldum okkar flugeldasýningu í kringum okkar framboð. Við erum hins vegar ekkert að flýta okkur og viljum ekki týnast í umræðunni.“ Sveitarstjórnarkosningarnar fara fram 26. maí næstkomandi og rennur framboðsfrestur út laugardaginn 5. maí. Inga Sæland skaust upp á stjörnuhimin íslenskra stjórnmála þegar hún náði óvænt fimm mönnum inn á þing í síðustu alþingiskosningum, eftir dramatíska frammistöðu í framboðsþætti kvöldið fyrir kosningar. „Ég vildi að hlutirnir gengju hraðar fyrir sig og vildi gjarnan hafa meiri áhrif,“ segir Inga um líf sitt og störf í þinginu og segist þó vel finna fyrir þeim áhrifum sem hún og hennar flokkur hafi. „Ég veit að við erum að rugga bátnum. Ég veit það sjálf og það vita það allir þarna niður frá. Við njótum ákveðinnar sérstöðu þarna inni og vitum það öll sem eitt.“ Aðspurð segist Inga vera í góðum tengslum við fólkið í samfélaginu og hún fær mikið af símtölum og fyrirspurnum. „Við fáum rosalega mikinn póst og alls konar skýrslur og fyrirspurnir frá fólki. En það sem er verst er að geta ekki hjálpað öllum sem hringja í mig og biðja mig að hjálpa sér,“ segir Inga og bætir við: „Ástandið er miklu, miklu alvarlegra hjá fólki heldur en ráðamenn eins og hæstvirtur fjármálaráðherra vilja meina. Þetta er bara alveg svakalega sorglegt, en við berjumst. Það er alveg á hreinu.“ Inga segist þó finna að breytingar liggi í loftinu og fagnar sérstaklega niðurstöðu kosningar í formannskjöri Eflingar, þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir bar sigur úr býtum. „Ég er brjálæðislega glöð með úrslitin hjá Eflingu. Það eru breytingar í loftinu og það verða breytingar,“ segir Inga vígreif og vonast til að þær breytingar komi fram á fleiri sviðum. Hún nefnir sem dæmi mál sem höfðað hefur verið gegn Tryggingastofnun þar sem látið er reyna á lögmæti breytinga á lögum um almannatryggingar sem hafði þau áhrif að greiðslur sem lögin tryggðu lífeyrisþegum voru aldrei greiddar heldur lögunum breytt með afturvirkum hætti. Aðalmeðferð málsins fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira