Sveitarstjórnarmál setja svip sinn á landsþing Viðreisnar Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2018 14:13 Landsþing Viðreisnar hefst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ síðdegis í dag og stendur fram á sunnudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir býður sig fram til áframhaldandi formannssetu og Þorsteinn Víglundsson alþingismaður býður sig fram í embætti varaformanns. Nú eru ellefu vikur til sveitarstjórnarkosninga og Viðreisn býður fram í þeim í fyrsta skipti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður flokksins segir að sveitarstjórnarmálin muni setja sinn svip á landsþingi flokksins í Hljómahöllinni. „Já að mörgu leyti mun það gera það. En við erum auðvitað fyrst og síðast að brýna vopnin. Fara yfir málefnastöðuna og horfa til framtíðar. Þar eru sveitarstjórnarmálin auðvitað stór þáttur,“ segir Þorgerður Katrín. Framboðsmál Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar séu að skýrast og skerpast. „Það verða tíðindi núna á næstunni. Í borginni, líka í Hafnarfirði og víðar.“Og þið eruð þegar búin að ákveða einhver framboð og þá stundum í samvinnu við aðra ekki rétt? „Jú, við erum stundum í samvinnu við aðra. Við erum að sjá fram á góða samvinnu í Garðabænum. Við erum í góðri samvinnu við Bjarta framtíð í Kópavogi. Það eiga sér stað samtöl í Hafnarfirði undir merkjum Viðreisnar. Ég held að allir viti að við ætlum að bjóða fram mjög öflugan lista í Reykjavík. Enda sýnist mér ekki veita af,“ segir Þorgerður Katrín. Þá muni ríkisstjórnin fá skýr skilaboð frá landsþinginu sum uppbyggileg en einnig sé ástæða til að gagnrýna ríkisstjórnina eftir fyrstu fimtán vikur hennar. Enda sé hún ekki að framkvæma það sem hún boðaði í stjórnarsáttmála. „Meðal annar sum ný og breytt vinnubrögð. Eins og við höfum verið að draga fram þá er þetta ríkisstjórn kyrrstöðu. Þetta er ekki ríkisstjórn mikilla umbóta eða breytinga. Það er náttúrlega sorglegt að sjá hvernig hún hefur líka haldið utan um ákveðin mál eins og dómskerfið,“ segir formaðurinn. Þorgerður Katrín er ein í framboði til embættis formanns en hún tók við því embætti eftir afsögn Benedikts Jóhannessonar skömmu fyrir síðustu alþingiskosningar. Þá hefur Þorsteinn Víglundsson alþingismaður boðið sig fram til embættis varaformanns en framboðin gætu orðið fleiri þar sem framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en á síðasta degi landsþings á sunnudag. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Landsþing Viðreisnar hefst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ síðdegis í dag og stendur fram á sunnudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir býður sig fram til áframhaldandi formannssetu og Þorsteinn Víglundsson alþingismaður býður sig fram í embætti varaformanns. Nú eru ellefu vikur til sveitarstjórnarkosninga og Viðreisn býður fram í þeim í fyrsta skipti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður flokksins segir að sveitarstjórnarmálin muni setja sinn svip á landsþingi flokksins í Hljómahöllinni. „Já að mörgu leyti mun það gera það. En við erum auðvitað fyrst og síðast að brýna vopnin. Fara yfir málefnastöðuna og horfa til framtíðar. Þar eru sveitarstjórnarmálin auðvitað stór þáttur,“ segir Þorgerður Katrín. Framboðsmál Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar séu að skýrast og skerpast. „Það verða tíðindi núna á næstunni. Í borginni, líka í Hafnarfirði og víðar.“Og þið eruð þegar búin að ákveða einhver framboð og þá stundum í samvinnu við aðra ekki rétt? „Jú, við erum stundum í samvinnu við aðra. Við erum að sjá fram á góða samvinnu í Garðabænum. Við erum í góðri samvinnu við Bjarta framtíð í Kópavogi. Það eiga sér stað samtöl í Hafnarfirði undir merkjum Viðreisnar. Ég held að allir viti að við ætlum að bjóða fram mjög öflugan lista í Reykjavík. Enda sýnist mér ekki veita af,“ segir Þorgerður Katrín. Þá muni ríkisstjórnin fá skýr skilaboð frá landsþinginu sum uppbyggileg en einnig sé ástæða til að gagnrýna ríkisstjórnina eftir fyrstu fimtán vikur hennar. Enda sé hún ekki að framkvæma það sem hún boðaði í stjórnarsáttmála. „Meðal annar sum ný og breytt vinnubrögð. Eins og við höfum verið að draga fram þá er þetta ríkisstjórn kyrrstöðu. Þetta er ekki ríkisstjórn mikilla umbóta eða breytinga. Það er náttúrlega sorglegt að sjá hvernig hún hefur líka haldið utan um ákveðin mál eins og dómskerfið,“ segir formaðurinn. Þorgerður Katrín er ein í framboði til embættis formanns en hún tók við því embætti eftir afsögn Benedikts Jóhannessonar skömmu fyrir síðustu alþingiskosningar. Þá hefur Þorsteinn Víglundsson alþingismaður boðið sig fram til embættis varaformanns en framboðin gætu orðið fleiri þar sem framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en á síðasta degi landsþings á sunnudag.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira