Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2018 19:45 Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur í viðtali við Stöð 2 í dag. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við skjálfta allt að 6,5 stigum með upptök milli Grímseyjar og lands. Rætt var við Ragnar í fréttum Stöðvar 2. Stóra spurningin núna er hvort skjálftahrinan við Grímsey leiði til stærri atburðar. Okkar reyndasti jarðskjálftafræðingur hefur ekki miklar áhyggur og bendir á að hrinan núna sé einangruð við um tuttugu kílómetra belti um tíu kílómetra austur af Grímsey. Ekki sjáist bein áhrif utan þess svæðis. Ragnar telur þó rétt að menn fylgist grannt með þróun mála næstu daga og vikur. Svona atburður sé merki um óstöðugleika á svæðinu og því hafi verið rétt hjá Almannavörnum að lýsa yfir óvissuástandi. Líkur á stærri skjálfta telur hann mestar mitt á milli Grímseyjar og lands. Skjálfti þar yrði ekki á hættulegum stað, að mati Ragnars; kannski 25 kílómetra sunnan Grímseyjar og 25 kílómetra frá landi. Helsta áhyggjuefnið er stór Húsavíkurskjálfti en Ragnar telur að þá myndu menn sjá forboða á Tjörnes- og Þeistareykjabeltinu.Frá Húsavík. Ragnar telur að meðan allt er rólegt á brotabeltinu um Tjörnes og Þeistareyki þurfi Húsvíkingar ekki að óttast stóran skjálfta.Mynd/Stöð 2.„Þar er allt tiltölulega rólegt ennþá. Maður skyldi aldrei segja aldrei. En ég held að við eigum ekkert að vera voðalega hrædd við að það sé að koma Húsavíkurskjálfti, - fyrr en við fáum opnun þarna á Þeistareykjasprungureininni.“ En hvað má búast við stórum skjálfta? Ekki ógnarstórum í kringum sjö. Hann gæti nálgast sex og hálfan, svarar Ragnar. „Og hann væri þá á Skjálfandaflóa og jafnvel aðeins þar norðuraf.“ Það varð reyndar risaskjálfti á Skjálfanda árið 1755, sem talinn er hafa verið sjö stig. „Ég tel að það sé nú ekki rými fyrir slíkan skjálfta strax. Næsti slíki skjálfti á undan skjálftanum 1755, þessum risaskjálfta, var árið 1260. Mér finnst á öllu að við ættum að vera tiltölulega róleg ennþá gagnvart svoleiðis skjálfta, allavega við á þessari öld,“ segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um skjálftahrinuna, í beinni útsendingu frá Húsavík: Almannavarnir Grímsey Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45 Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31 Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við skjálfta allt að 6,5 stigum með upptök milli Grímseyjar og lands. Rætt var við Ragnar í fréttum Stöðvar 2. Stóra spurningin núna er hvort skjálftahrinan við Grímsey leiði til stærri atburðar. Okkar reyndasti jarðskjálftafræðingur hefur ekki miklar áhyggur og bendir á að hrinan núna sé einangruð við um tuttugu kílómetra belti um tíu kílómetra austur af Grímsey. Ekki sjáist bein áhrif utan þess svæðis. Ragnar telur þó rétt að menn fylgist grannt með þróun mála næstu daga og vikur. Svona atburður sé merki um óstöðugleika á svæðinu og því hafi verið rétt hjá Almannavörnum að lýsa yfir óvissuástandi. Líkur á stærri skjálfta telur hann mestar mitt á milli Grímseyjar og lands. Skjálfti þar yrði ekki á hættulegum stað, að mati Ragnars; kannski 25 kílómetra sunnan Grímseyjar og 25 kílómetra frá landi. Helsta áhyggjuefnið er stór Húsavíkurskjálfti en Ragnar telur að þá myndu menn sjá forboða á Tjörnes- og Þeistareykjabeltinu.Frá Húsavík. Ragnar telur að meðan allt er rólegt á brotabeltinu um Tjörnes og Þeistareyki þurfi Húsvíkingar ekki að óttast stóran skjálfta.Mynd/Stöð 2.„Þar er allt tiltölulega rólegt ennþá. Maður skyldi aldrei segja aldrei. En ég held að við eigum ekkert að vera voðalega hrædd við að það sé að koma Húsavíkurskjálfti, - fyrr en við fáum opnun þarna á Þeistareykjasprungureininni.“ En hvað má búast við stórum skjálfta? Ekki ógnarstórum í kringum sjö. Hann gæti nálgast sex og hálfan, svarar Ragnar. „Og hann væri þá á Skjálfandaflóa og jafnvel aðeins þar norðuraf.“ Það varð reyndar risaskjálfti á Skjálfanda árið 1755, sem talinn er hafa verið sjö stig. „Ég tel að það sé nú ekki rými fyrir slíkan skjálfta strax. Næsti slíki skjálfti á undan skjálftanum 1755, þessum risaskjálfta, var árið 1260. Mér finnst á öllu að við ættum að vera tiltölulega róleg ennþá gagnvart svoleiðis skjálfta, allavega við á þessari öld,“ segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um skjálftahrinuna, í beinni útsendingu frá Húsavík:
Almannavarnir Grímsey Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45 Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31 Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. 19. febrúar 2018 20:45
Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi við Grímsey. 19. febrúar 2018 11:31
Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59