Hlutur TM hækkað yfir 70 prósent í verði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 17:45 Hlutur TM í Stoðum er langsamlega stærsta fjárfestingareign tryggingafélagsins. Vísir/Anton Brink Virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í drykkjarframleiðandanum Refresco Group hefur hækkað um meira en 70 prósent frá því að félagið eignaðist hlutinn á öðrum fjórðungi síðasta árs. Hluturinn var metinn á 2.156 milljónir króna í bókum tryggingafélagsins í lok ársins en til samanburðar var hann metinn á 1.768 milljónir í septemberlok. Hafði bókfært virði hans þá þegar hækkað um ríflega 500 milljónir. TM á óbeint 1,1 prósents hlut í Refresco í gegnum eignarhaldsfélögin S122 og Stoðir. Hluturinn hækkaði umtalsvert í verði eftir að tilkynnt var um yfirtöku fjárfestingasjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management á drykkjarframleiðandanum, fyrir jafnvirði um 200 milljarða króna, síðasta haust. Samkeppnisyfirvöld samþykktu yfirtökuna í liðinni viku. TM keypti ásamt hópi fjárfesta 50,2 prósenta hlut í Stoðum, sem á tæp níu prósent í Refresco, af Glitni HoldCo og nokkrum erlendum fjármálastofnunum í apríl á síðasta ári. Hluturinn er langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign TM. Eins og greint var frá í Markaðinum í janúar stendur vilji til þess hjá stærstu hluthöfum Stoða að halda starfsemi félagsins áfram þegar yfirtakan á Refresco klárast. Við það yrði til stærsta fjárfestingafélag landsins með liðlega átján milljarða króna í eigið fé. Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Tengdar fréttir Hækkaði yfir fimmtíu prósent í virði á hálfu ári Virði hlutafjár félags sem var stofnað vegna kaupa á hlut í Stoðum hækkaði um 53 prósent á síðari hluta síðasta árs. Á meðal hluthafa er félag Malcolms Walker, stofnanda og eiganda bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods. 31. janúar 2018 08:00 Hlutur TM í Stoðum metinn á 1,8 milljarða Eignarhlutur tryggingafélagsins TM í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, var metinn á tæpa 1,8 milljarða í bókum félagsins í lok júnímánaðar. Hluturinn er langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign félagsins. 31. ágúst 2017 07:00 Virði hlutar TM í Refresco hækkar um 300 milljónir króna hið minnsta Óhætt er að gera ráð fyrir að virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco Group hækki um að minnsta kosti 300 milljónir króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða á framleiðandanum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, á kynningarfundi með fjárfestum í síðustu viku. 2. nóvember 2017 10:15 200 milljarða yfirtökutilboð í Refresco Fjárfestingasjóðurinn PAI Partners gerði í morgun 1,6 milljarða evra yfirtökutilboð í evrópska drykkjarvöruframleiðandann Refresco Group, en stærstu einstöku hluthafar þess eru íslenskir fjárfestar og fyrirtæki. Jafngildir það um 198 milljörðum króna. 3. október 2017 17:30 Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í drykkjarframleiðandanum Refresco Group hefur hækkað um meira en 70 prósent frá því að félagið eignaðist hlutinn á öðrum fjórðungi síðasta árs. Hluturinn var metinn á 2.156 milljónir króna í bókum tryggingafélagsins í lok ársins en til samanburðar var hann metinn á 1.768 milljónir í septemberlok. Hafði bókfært virði hans þá þegar hækkað um ríflega 500 milljónir. TM á óbeint 1,1 prósents hlut í Refresco í gegnum eignarhaldsfélögin S122 og Stoðir. Hluturinn hækkaði umtalsvert í verði eftir að tilkynnt var um yfirtöku fjárfestingasjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management á drykkjarframleiðandanum, fyrir jafnvirði um 200 milljarða króna, síðasta haust. Samkeppnisyfirvöld samþykktu yfirtökuna í liðinni viku. TM keypti ásamt hópi fjárfesta 50,2 prósenta hlut í Stoðum, sem á tæp níu prósent í Refresco, af Glitni HoldCo og nokkrum erlendum fjármálastofnunum í apríl á síðasta ári. Hluturinn er langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign TM. Eins og greint var frá í Markaðinum í janúar stendur vilji til þess hjá stærstu hluthöfum Stoða að halda starfsemi félagsins áfram þegar yfirtakan á Refresco klárast. Við það yrði til stærsta fjárfestingafélag landsins með liðlega átján milljarða króna í eigið fé.
Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Tengdar fréttir Hækkaði yfir fimmtíu prósent í virði á hálfu ári Virði hlutafjár félags sem var stofnað vegna kaupa á hlut í Stoðum hækkaði um 53 prósent á síðari hluta síðasta árs. Á meðal hluthafa er félag Malcolms Walker, stofnanda og eiganda bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods. 31. janúar 2018 08:00 Hlutur TM í Stoðum metinn á 1,8 milljarða Eignarhlutur tryggingafélagsins TM í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, var metinn á tæpa 1,8 milljarða í bókum félagsins í lok júnímánaðar. Hluturinn er langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign félagsins. 31. ágúst 2017 07:00 Virði hlutar TM í Refresco hækkar um 300 milljónir króna hið minnsta Óhætt er að gera ráð fyrir að virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco Group hækki um að minnsta kosti 300 milljónir króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða á framleiðandanum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, á kynningarfundi með fjárfestum í síðustu viku. 2. nóvember 2017 10:15 200 milljarða yfirtökutilboð í Refresco Fjárfestingasjóðurinn PAI Partners gerði í morgun 1,6 milljarða evra yfirtökutilboð í evrópska drykkjarvöruframleiðandann Refresco Group, en stærstu einstöku hluthafar þess eru íslenskir fjárfestar og fyrirtæki. Jafngildir það um 198 milljörðum króna. 3. október 2017 17:30 Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Hækkaði yfir fimmtíu prósent í virði á hálfu ári Virði hlutafjár félags sem var stofnað vegna kaupa á hlut í Stoðum hækkaði um 53 prósent á síðari hluta síðasta árs. Á meðal hluthafa er félag Malcolms Walker, stofnanda og eiganda bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods. 31. janúar 2018 08:00
Hlutur TM í Stoðum metinn á 1,8 milljarða Eignarhlutur tryggingafélagsins TM í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, var metinn á tæpa 1,8 milljarða í bókum félagsins í lok júnímánaðar. Hluturinn er langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign félagsins. 31. ágúst 2017 07:00
Virði hlutar TM í Refresco hækkar um 300 milljónir króna hið minnsta Óhætt er að gera ráð fyrir að virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco Group hækki um að minnsta kosti 300 milljónir króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða á framleiðandanum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, á kynningarfundi með fjárfestum í síðustu viku. 2. nóvember 2017 10:15
200 milljarða yfirtökutilboð í Refresco Fjárfestingasjóðurinn PAI Partners gerði í morgun 1,6 milljarða evra yfirtökutilboð í evrópska drykkjarvöruframleiðandann Refresco Group, en stærstu einstöku hluthafar þess eru íslenskir fjárfestar og fyrirtæki. Jafngildir það um 198 milljörðum króna. 3. október 2017 17:30
Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30