Einir og ófaglærðir í ferðamannavertíð Sveinn Arnarsson skrifar 22. febrúar 2018 06:00 Vegfarendur á Vesturlandi munu búa við skerta þjónustu lögreglunnar frá og með vorinu. VÍSIR/VILHELM Ófaglærðir munu starfa einsamlir við lögreglustörf víða á landsbyggðinni í sumar sem eykur viðbragðstíma lögreglu til muna. Fjölgun ferðamanna er spáð áfram næsta sumar sem eykur umferð töluvert. Þetta segir Sigurður Jónsson, lögreglumaður á Vesturlandi en hann hélt erindi í Háskólanum á Akureyri í gær undir yfirskriftinni „Einn á vakt“. Erindið var hluti ráðstefnu um löggæslu í landsbyggðum. Sigurður segir þessa stöðu langt í frá ákjósanlega. „Frá áramótum hafa verið tveir á vakt í Borgarnesi en það breytist með vorinu og þá verður einn á vaktinni á virkum dögum á milli sjö á morgnana og tvö á daginn yfir árið,“ segir Sigurður. „Embættin þurfa að fá peninga til að geta greitt laun og ef þau fá ekki peninga þá geta þau ekki haldið úti starfsemi.“ Sigurður segir að auðvitað sé þetta ekki einvörðungu svona á Vesturlandi. Sama staðan sé á mörgum öðrum stöðum á landinu.Sigurður Jónsson, lögreglumaður á Vesturlandi, í HA í gær.Vísir/SA „Það sem manni finnst súrast er að embættið sé að ráða ófaglært fólk gagngert til að starfa eitt úti á vegunum. Það eru dæmi um það. Borgarinn á rétt á faglegri og góðri þjónustu. Öryggi lögreglumanna, því er svolítið fórnað ef þeir eru einir, að ekki sé talað um að þú sért ófaglærður. Það á ekki að setja ófaglært fólk í þá stöðu að vera eitt, það er bara illa gert gagnvart því.“ Ófaglærðir lögreglumenn hafa ekki sömu réttindi og þeir lögreglumenn sem hafa menntað sig í greininni. Til að mynda má það fólk ekki aka forgangsakstur. Ef slys ber að höndum á landsbyggðinni þar sem aðeins einn ófaglærður einstaklingur er á vakt eykst viðbragðstíminn sem því nemur eða þá að kalla þarf út bakvakt. Þetta segir Sigurður ekki vera í lagi. „Það eru skýrar reglur sem gilda um akstur lögreglubifreiða. Þú þarft ákveðin réttindi til að aka þessum bílum í forgangsakstri.“ Lögreglumenn á vakt úti á landi sinna oft ótrúlegustu aukaverkum. Í erindi sínu við Háskólann á Akureyri í gær nefndi hann að í fyrradag hafi hann farið í útkall ásamt sálfræðingi á sveitabæ nokkurn í umdæminu. Það hafi endað á því að annar þeirra þurfti að fara í fjós að mjólka og sinna bústörfum. „Þetta gerist iðulega, að við þurfum að setja okkur í hlutverk hinna ýmsu aðila. Við lögreglumenn þurfum að geta verið sálfræðingar, sálusorgarar, prestar, bifvélavirkjar eða bændur ef svo ber undir. Þegar við erum einir á vakt geta alls konar hlutir orðið á vegi manns.“Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.Vísir/EyþórHagrætt þrátt fyrir aukið fjármagn Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti á dögunum aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan lögreglunnar. Alls verður bætt við 15 stöðugildum hjá lögregluembættunum og skiptast þau þannig að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fær sex stöðugildi, tvö lögregluembætti fá tvö stöðugildi og önnur lögregluembætti sem fara með rannsóknir kynferðisbrota fá eitt stöðugildi hvert. Sigurður Jónsson bendir á að það sé auðvitað mjög gott að efla rannsóknir og löggæslustörf þegar kemur að kynferðisbrotum. „Hins vegar er það svo að það er áfram hagræðingarkrafa á embættunum. Það er ástæðan fyrir því að lögreglumenn verða einir á vakt frá og með vorinu þar til fjárframlög til embættanna breytist,“ segir Sigurður. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Ófaglærðir munu starfa einsamlir við lögreglustörf víða á landsbyggðinni í sumar sem eykur viðbragðstíma lögreglu til muna. Fjölgun ferðamanna er spáð áfram næsta sumar sem eykur umferð töluvert. Þetta segir Sigurður Jónsson, lögreglumaður á Vesturlandi en hann hélt erindi í Háskólanum á Akureyri í gær undir yfirskriftinni „Einn á vakt“. Erindið var hluti ráðstefnu um löggæslu í landsbyggðum. Sigurður segir þessa stöðu langt í frá ákjósanlega. „Frá áramótum hafa verið tveir á vakt í Borgarnesi en það breytist með vorinu og þá verður einn á vaktinni á virkum dögum á milli sjö á morgnana og tvö á daginn yfir árið,“ segir Sigurður. „Embættin þurfa að fá peninga til að geta greitt laun og ef þau fá ekki peninga þá geta þau ekki haldið úti starfsemi.“ Sigurður segir að auðvitað sé þetta ekki einvörðungu svona á Vesturlandi. Sama staðan sé á mörgum öðrum stöðum á landinu.Sigurður Jónsson, lögreglumaður á Vesturlandi, í HA í gær.Vísir/SA „Það sem manni finnst súrast er að embættið sé að ráða ófaglært fólk gagngert til að starfa eitt úti á vegunum. Það eru dæmi um það. Borgarinn á rétt á faglegri og góðri þjónustu. Öryggi lögreglumanna, því er svolítið fórnað ef þeir eru einir, að ekki sé talað um að þú sért ófaglærður. Það á ekki að setja ófaglært fólk í þá stöðu að vera eitt, það er bara illa gert gagnvart því.“ Ófaglærðir lögreglumenn hafa ekki sömu réttindi og þeir lögreglumenn sem hafa menntað sig í greininni. Til að mynda má það fólk ekki aka forgangsakstur. Ef slys ber að höndum á landsbyggðinni þar sem aðeins einn ófaglærður einstaklingur er á vakt eykst viðbragðstíminn sem því nemur eða þá að kalla þarf út bakvakt. Þetta segir Sigurður ekki vera í lagi. „Það eru skýrar reglur sem gilda um akstur lögreglubifreiða. Þú þarft ákveðin réttindi til að aka þessum bílum í forgangsakstri.“ Lögreglumenn á vakt úti á landi sinna oft ótrúlegustu aukaverkum. Í erindi sínu við Háskólann á Akureyri í gær nefndi hann að í fyrradag hafi hann farið í útkall ásamt sálfræðingi á sveitabæ nokkurn í umdæminu. Það hafi endað á því að annar þeirra þurfti að fara í fjós að mjólka og sinna bústörfum. „Þetta gerist iðulega, að við þurfum að setja okkur í hlutverk hinna ýmsu aðila. Við lögreglumenn þurfum að geta verið sálfræðingar, sálusorgarar, prestar, bifvélavirkjar eða bændur ef svo ber undir. Þegar við erum einir á vakt geta alls konar hlutir orðið á vegi manns.“Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.Vísir/EyþórHagrætt þrátt fyrir aukið fjármagn Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti á dögunum aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan lögreglunnar. Alls verður bætt við 15 stöðugildum hjá lögregluembættunum og skiptast þau þannig að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fær sex stöðugildi, tvö lögregluembætti fá tvö stöðugildi og önnur lögregluembætti sem fara með rannsóknir kynferðisbrota fá eitt stöðugildi hvert. Sigurður Jónsson bendir á að það sé auðvitað mjög gott að efla rannsóknir og löggæslustörf þegar kemur að kynferðisbrotum. „Hins vegar er það svo að það er áfram hagræðingarkrafa á embættunum. Það er ástæðan fyrir því að lögreglumenn verða einir á vakt frá og með vorinu þar til fjárframlög til embættanna breytist,“ segir Sigurður.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira