Jarðskjálftahrina við Grímsey: Stærstu skjálftarnir eins og keyrt sé á húsið Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 22. febrúar 2018 22:00 Íbúar í Grímsey taka jarðhræringum í og við eyjuna af æðruleysi og stressa sig ekkert endilega á því þó að talað sé um að stærri skjálfti geti orðið. Í samtali við náttúruvársérfræðing hjá Veðurstofu Íslands í dag var sagt að ekki væri útilokað að skjálftahrina í Öxarfirði í morgun sé tilkomin vegna skjálftahrinunnar fyrir norðan Grímsey og þar af leiðandi hafi spenna færst á milli. Um miðjan dag höfðu á fjórða tug skjálfta orðið úti fyrir Kópaskeri og um hundrað við Grímsey. Í gær voru skjálftarnir á Grímseyjarbeltinu töluvert færri en undanfarnar vikur en hrinan hófst í lok janúar. Íbúar í Grímsey hafa orðið misvarir við skjálftahrinuna sem enn er í gangi. Þeir urðu hins vegar allir varir við stóra skjálftann í upphafi vikunnar.Drunur og hristingur „Þetta er nú eiginlega bara búið að vera leiðinlegt, mikil hreyfing hérna og stærstu skjálftarnir, þegar þeir koma, þá virkar þetta eins og það sé keyrt á húsið hérna,“ segir Guðrún Gísladóttir, íbúi í Grímsey. „Fyrst var þetta þannig að þetta var svona einn og einn að koma sem var yfir þrjá og þá eins og í þessu húsi þá heyrði maður svona eins og bíll hefði keyrt framhjá, svona drunur. En þessir stóru tveir, þá var hristingur,“ segir Alfreð Garðarsson, einnig íbúi í Grímsey. Íbúar eyjunnar hafa tekið höndum saman á meðan skjálftavirknin hefur varað og segja umræðuna hafa verið mikla. Sumir tóku niður hluti til þess að valda ekki tjóni eða slysum. „Við tókum eina þrjá hluti sem ég vil alls ekki missa, annað létum við bara eiga sig,“ segir Guðrún. Alfreð tók niður tvær myndir í hjónaherberginu sem voru fyrir ofan rúmið. „Fólki er ekkert alveg sama, sérstaklega þegar farið var að tala um það að við gætum kannski fengið stærri skjálfta,“ segir Guðrún.Undir borð og gripið í borðfótinn Skjálftarnir nú hafa einnig verið eitt aðalumræðuefnið hjá yngstu íbúum eyjunnar. „Ég hef verið svolítið hrædd stundum en svo eru sumir svona litlir. En já, annars er allt í lagi ef þeir eru litlir en ef þeir eru aðeins þá er mér ekki vel við þá,“ segir Guðbjörg Inga Sigurðardóttir, 11 ára nemandi í Grímseyjarskóla.En hvað á maður svo að gera þegar það kemur stór skjálfti? „Fara undir borð og halda í borðfótinn því annars gæti það bara flogið frá,“ segir Hannes Logi Jóhannsson, einnig 11 ára, og sýnir fréttamanni hvernig maður á að gera. Rætt var við Jóhannes Henningsson, formann hverfisráðs Grímseyjar, og Karen Nótt Halldórsdóttur, skólastjóra Grímseyjarskóla, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður hvort að íbúar Grímseyjar séu ekki orðnir þreyttir á ástandinu sagði Jóhannes þetta vissulega hafa verið hundleiðinlegt. „Jú, þetta er auðvitað búið að vera hundleiðinlegt. Ég held að það sé ekkert stress í fólki þannig, við finnum orðið ekkert fyrir þessu lengur. Þetta var svolítið leiðinlegt í nokkra daga þarna um daginn og kannski óvanalegt hvað þetta er búið að standa lengi.“ Þá sagði Karen nemendurna hafa tekið þessu rólega eins og flestir aðrir þó að sum hafi orðið svolítið hrædd, sérstaklega eftir stóra skjálftann.En eiga þau von á stórum skjálfta? „Við höfum heyrt talað um að það geti verið von á því en ég held að við séum ekkert að stressa okkur á því. Ef það kemur stærri skjálfti þá verður hann bara að koma. Það er líka allt í lagi að fólk undirbúi sig aðeins fyrir það og kannski spái aðeins í það hvað þarf að gera og hvað þarf að gerast,“ sagði Jóhannes. Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45 Skjálfti að stærð 3,6 í Öxarfirði Mikil skjálftavirkni var við Grímsey í nótt. 22. febrúar 2018 09:53 „Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Íbúar í Grímsey taka jarðhræringum í og við eyjuna af æðruleysi og stressa sig ekkert endilega á því þó að talað sé um að stærri skjálfti geti orðið. Í samtali við náttúruvársérfræðing hjá Veðurstofu Íslands í dag var sagt að ekki væri útilokað að skjálftahrina í Öxarfirði í morgun sé tilkomin vegna skjálftahrinunnar fyrir norðan Grímsey og þar af leiðandi hafi spenna færst á milli. Um miðjan dag höfðu á fjórða tug skjálfta orðið úti fyrir Kópaskeri og um hundrað við Grímsey. Í gær voru skjálftarnir á Grímseyjarbeltinu töluvert færri en undanfarnar vikur en hrinan hófst í lok janúar. Íbúar í Grímsey hafa orðið misvarir við skjálftahrinuna sem enn er í gangi. Þeir urðu hins vegar allir varir við stóra skjálftann í upphafi vikunnar.Drunur og hristingur „Þetta er nú eiginlega bara búið að vera leiðinlegt, mikil hreyfing hérna og stærstu skjálftarnir, þegar þeir koma, þá virkar þetta eins og það sé keyrt á húsið hérna,“ segir Guðrún Gísladóttir, íbúi í Grímsey. „Fyrst var þetta þannig að þetta var svona einn og einn að koma sem var yfir þrjá og þá eins og í þessu húsi þá heyrði maður svona eins og bíll hefði keyrt framhjá, svona drunur. En þessir stóru tveir, þá var hristingur,“ segir Alfreð Garðarsson, einnig íbúi í Grímsey. Íbúar eyjunnar hafa tekið höndum saman á meðan skjálftavirknin hefur varað og segja umræðuna hafa verið mikla. Sumir tóku niður hluti til þess að valda ekki tjóni eða slysum. „Við tókum eina þrjá hluti sem ég vil alls ekki missa, annað létum við bara eiga sig,“ segir Guðrún. Alfreð tók niður tvær myndir í hjónaherberginu sem voru fyrir ofan rúmið. „Fólki er ekkert alveg sama, sérstaklega þegar farið var að tala um það að við gætum kannski fengið stærri skjálfta,“ segir Guðrún.Undir borð og gripið í borðfótinn Skjálftarnir nú hafa einnig verið eitt aðalumræðuefnið hjá yngstu íbúum eyjunnar. „Ég hef verið svolítið hrædd stundum en svo eru sumir svona litlir. En já, annars er allt í lagi ef þeir eru litlir en ef þeir eru aðeins þá er mér ekki vel við þá,“ segir Guðbjörg Inga Sigurðardóttir, 11 ára nemandi í Grímseyjarskóla.En hvað á maður svo að gera þegar það kemur stór skjálfti? „Fara undir borð og halda í borðfótinn því annars gæti það bara flogið frá,“ segir Hannes Logi Jóhannsson, einnig 11 ára, og sýnir fréttamanni hvernig maður á að gera. Rætt var við Jóhannes Henningsson, formann hverfisráðs Grímseyjar, og Karen Nótt Halldórsdóttur, skólastjóra Grímseyjarskóla, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður hvort að íbúar Grímseyjar séu ekki orðnir þreyttir á ástandinu sagði Jóhannes þetta vissulega hafa verið hundleiðinlegt. „Jú, þetta er auðvitað búið að vera hundleiðinlegt. Ég held að það sé ekkert stress í fólki þannig, við finnum orðið ekkert fyrir þessu lengur. Þetta var svolítið leiðinlegt í nokkra daga þarna um daginn og kannski óvanalegt hvað þetta er búið að standa lengi.“ Þá sagði Karen nemendurna hafa tekið þessu rólega eins og flestir aðrir þó að sum hafi orðið svolítið hrædd, sérstaklega eftir stóra skjálftann.En eiga þau von á stórum skjálfta? „Við höfum heyrt talað um að það geti verið von á því en ég held að við séum ekkert að stressa okkur á því. Ef það kemur stærri skjálfti þá verður hann bara að koma. Það er líka allt í lagi að fólk undirbúi sig aðeins fyrir það og kannski spái aðeins í það hvað þarf að gera og hvað þarf að gerast,“ sagði Jóhannes.
Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45 Skjálfti að stærð 3,6 í Öxarfirði Mikil skjálftavirkni var við Grímsey í nótt. 22. febrúar 2018 09:53 „Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45
Skjálfti að stærð 3,6 í Öxarfirði Mikil skjálftavirkni var við Grímsey í nótt. 22. febrúar 2018 09:53
„Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05