Skilti við Hlemm sveiflast „eins og lauf í vindi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 19:47 Viðbragðsaðilar við störf á Hlemmi í kvöld. Vísir/Egill Skilti utan á hótelinu Hlemmur Square við Hlemm í miðborg Reykjavíkur hefur losnað frá byggingunni og sveiflast til og frá í hvössum vindi sem nú er á höfuðborgarsvæðinu. Viðbragðsaðilar vinna nú að því að ná skiltinu niður. Lögregluþjónn á vettvangi segir í samtali við Vísi á áttunda tímanum í kvöld að verulega hætta sé á að skiltið detti niður. „Það hefur slitnað út frá þremur festingum og svo sveiflast þetta eins og lauf í vindi.“ Búið er að girða af svæðið undir skiltinu til að koma í veg fyrir að það falli á vegfarendur. Þá eru björgunarsveitir mættar á staðinn til aðstoðar auk kranabíls. Aftakaveður er á höfuðborgarsvæðinu en skiltið laflausa er þó fyrsta veðurtengda verkefnið sem lögregla sinnir í kvöld.Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi á áttunda tímanum að skiltið umrædda sé einnig fyrsta verkefni kvöldsins hjá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnin séu nú alls þrjú, fyrr í dag sinntu björgunarsveitir tveimur fokútköllum á Hvolsvelli annars vegar og Blönduósi hins vegar. Veður er afar slæmt um allt land og er gul viðvörun Veðurstofu í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestirði, Norðurlandi eystra, Austurlandi að glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi. Þá er appelsínugul viðvörun í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra.Kranabíll er kominn á vettvang.Vísir/Egill Lögregla vaktar skiltið við Hlemm Square.Vísir/Egill Skiltið sveiflaðist til eins og sjá má á myndinni.Vísir/EgillFréttin hefur verið uppfærð. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun fyrir allt landið: Færð gæti spillst frá hádegi Vindhviður við fjöll gætu farið yfir 40 metra á sekúndu í dag. 23. febrúar 2018 11:30 Heiðarlegur gamaldags stormur fram á nótt, jafnvel rok Viðvörunarstig fyrir Norðvesturland hefur verið hækkað úr gulri viðvörun í appelsínugula viðvörun. 23. febrúar 2018 15:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Skilti utan á hótelinu Hlemmur Square við Hlemm í miðborg Reykjavíkur hefur losnað frá byggingunni og sveiflast til og frá í hvössum vindi sem nú er á höfuðborgarsvæðinu. Viðbragðsaðilar vinna nú að því að ná skiltinu niður. Lögregluþjónn á vettvangi segir í samtali við Vísi á áttunda tímanum í kvöld að verulega hætta sé á að skiltið detti niður. „Það hefur slitnað út frá þremur festingum og svo sveiflast þetta eins og lauf í vindi.“ Búið er að girða af svæðið undir skiltinu til að koma í veg fyrir að það falli á vegfarendur. Þá eru björgunarsveitir mættar á staðinn til aðstoðar auk kranabíls. Aftakaveður er á höfuðborgarsvæðinu en skiltið laflausa er þó fyrsta veðurtengda verkefnið sem lögregla sinnir í kvöld.Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi á áttunda tímanum að skiltið umrædda sé einnig fyrsta verkefni kvöldsins hjá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnin séu nú alls þrjú, fyrr í dag sinntu björgunarsveitir tveimur fokútköllum á Hvolsvelli annars vegar og Blönduósi hins vegar. Veður er afar slæmt um allt land og er gul viðvörun Veðurstofu í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestirði, Norðurlandi eystra, Austurlandi að glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi. Þá er appelsínugul viðvörun í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra.Kranabíll er kominn á vettvang.Vísir/Egill Lögregla vaktar skiltið við Hlemm Square.Vísir/Egill Skiltið sveiflaðist til eins og sjá má á myndinni.Vísir/EgillFréttin hefur verið uppfærð.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun fyrir allt landið: Færð gæti spillst frá hádegi Vindhviður við fjöll gætu farið yfir 40 metra á sekúndu í dag. 23. febrúar 2018 11:30 Heiðarlegur gamaldags stormur fram á nótt, jafnvel rok Viðvörunarstig fyrir Norðvesturland hefur verið hækkað úr gulri viðvörun í appelsínugula viðvörun. 23. febrúar 2018 15:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Gul viðvörun fyrir allt landið: Færð gæti spillst frá hádegi Vindhviður við fjöll gætu farið yfir 40 metra á sekúndu í dag. 23. febrúar 2018 11:30
Heiðarlegur gamaldags stormur fram á nótt, jafnvel rok Viðvörunarstig fyrir Norðvesturland hefur verið hækkað úr gulri viðvörun í appelsínugula viðvörun. 23. febrúar 2018 15:59