Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 11:32 Frá Hellisheiði í gær. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson „Það voru 109 manns í 35 hópum að störfum frá miðnætti þangað til átta í morgun. Helstu verkefnin voru fastir bílar víða, aðallega á Norðurlandi og Vestfjörðum,“ segir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar um verkefni næturinnar. Björgunarsveitir aðstoðuðu bíla á meðal annars 30 bíla í vanda á Akureyri á fjórða tímanum í nótt og einnig var fólk aðstoðað við að komast heim af þorrablótum á tveimur stöðum í nótt.Sjá einnig: Ófært víða innanbæjar á Akureyri „Uppi á Holtavörðu heiði var bíll fastur og fimm manns í honum. Björgunarsveitir frá Sauðárkróki og Varmahlíð fóru í það verkefni og voru svolítið lengi að komast að þeim, þurftu nánast að hleypa öllu lofti úr dekkjunum á björgunarsveitarbílunum til að komast að þeim. Það endaði þannig að það var ekkert hreyft við þeim bíl og fólkið flutt niður af heiðinni. Bíllinn var skilinn eftir og verður þá verkefni Vegagerðarinnar í dag að leysa.“ Um sex í morgun tóku svo við verkefni á Sauðárkróki, Reykjanesi og Ísafirði þar sem flytja þurfti heilbrigðisstarfsfólk til og frá vinnu og til að sinna heimahjúkrun. Svo bárust einnig beiðnir um aðstoð frá Stykkishólmi og Hólmavík í morgun vegna fastra bifreiða. „Á Biskupstungnabraut var krefjandi verkefni í gær og fram á nótt og þar eru einhverjir bílar, ég veit að Vegagerðin og lögreglan eru að vinna að því að vinda ofan af því og þess vegna er brautin lokuð.“ Nánari upplýsingar um lokanir á vegum má finna neðst í fréttinni.Björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum um allt land síðan í gær vegna veðurs.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSvæðisstjórn á Selfossi „Aðgerðum í Árnessýslu lauk um klukkan tvö í nótt. Þá var búið að flytja alla bíla sem hægt var að flytja og fólk yfir á Selfoss.“ Nokkrir hópar eru nú í Árnessýslu að aðstoða við að ferja fólk til Reykjavíkur og aðstoða með lokanir. Sjá einnig: Björgunaraðilar unnið þrekvirki við að koma fólki til byggða. Svæðisstjórn hefur nú verið virkjuð á Selfossi. Búist er við að veður versni hratt á Suðurlandi þegar dregur nær hádeginu. Í svæðisstjórn eru saman komnir fulltrúar lögreglu, slökkviliðs, björgunarsveita og Vegagerðarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi vinna viðbragðsaðilar nú að því að yfirfara búnað og tæki til ásamt því að undirbúa sig fyrir verkefni sem búast má við að fylgi versnandi veðri. Búast má við víðtækum lokunum á vegum á Suðurlandi vegna ófærðar og biður lögregla ökumenn að vera ekki á ferð að nauðsynjalausu og virða lokanir lögreglu og vegagerðarinnar. Af gefnu tilefni er áréttað að björgunarsveitir starfa í umboði lögreglu við lokanir á vegum og mega ökumenn sem ekki virða þær lokanir búast við sektum.Hættulegar aðstæðurLögregla gagnrýndi í gær að ökumenn á breyttum bílum vildu aka á lokuðum vegum og tækju óánægju sína út á björgunarsveitarfólki. Davíð Þór segir að það sé sem betur fer aðeins í undantekningum að ökumenn virði ekki lokanir. „Ég ítreka það bara að fólk virði lokanir. Vegum er ekki lokað af ástæðulausu.“ Davíð Þór segir að þegar sé unnið á vegum við að ryðja, losa bíla og annað að þá flækir hver auka bíll málið enn frekar. „Það er ekki verið að loka bara til að loka. Það er oft verið að vinna í hættulegum aðstæðum. Það eru bílar fastir á vegunum, snjómoksturstæki og björgunarsveitir að vinna. Það getur því skapað hættu ef það kemur bíll á veginn í blindbyl. Þó að vegurinn sé ekki á kafi snjó getur verið skafrenningur og fólk að vinna og aðstæður hættulegar, þess vegna er verið að loka.“ Davíð Þór segir að reynt sé að loka vegum til að fyrirbyggja aðstæður eins og komu upp í gær, þar sem fólk var fast í fjölda bíla í afleitum aðstæðum og gat ekki farið áfram né aftur á bak og vill ekki fara út úr bílnum. „Það vilja fæstir lenda í þannig stöðu. Hver bíll sem bætist við gerir verkefnið flóknara.“Það snjóaði víða í nótt. Þessi mynd var tekin á Bolungarvík í morgun en snjóflóðahætta er á Vestfjörðum í dag.Hafþór GunnarssonViðburðum frestað og messufall Víða hefur viðburðum verið frestað í dag. 112-viðburðinum í Hörpu, Leiðsögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og fleiri viðburða hefur verið frestað vegna stormviðvörunar. Einnig hefur verið töluvert um messufall og verður ekki messa í Dómkirkjunni, Hallgrímskirkju, Laugarneskirkju, Langholtskirkju, Hafnarfjarðarkirkju og einnig falla niður samkomur í Fíladelfíu og víðar. Nánar má lesa um veðrið á veðurvef Vísis. „Það er mikilvægt að fólk fylgist með upplýsingum frá fjölmiðlum, Veðurstofunni og viðbragðsaðilum og fari eftir leiðbeiningum þessara aðila. Mér fannst gaman þegar lögreglan kom með þá ráðleggingu fyrir jól að ætti nú bara að vera heima hjá sér með heitt kakó og hafa það kósý. Nú er sunnudagur og ég held að þetta sé akkúrat veðrið í það. Ef fólk þarf að fara eitthvað þá þarf bara að fylgjast með fréttum.“Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum Lokaðir eru vegirnir um Hellisheiði, Þrengslin, Biskupstungnabraut Mosfellsheiði, Kjósarskarð, Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Bröttubrekku. Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall, Öxnadalsheiði, Mývatns – og Möðrudalsöræfi og Súðavíkurhlíð. Auk þessara lokana er víða ófært eða ekki ferðaveður. Búast má við því að vegarkaflinn frá Markarfljóti að Vík lokist aftur um 12:00. Búast má við því að sú lokun muni vara fram á mánudag. Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir lokist fyrirvaralaust og þjónustu hætt. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum um færð á heimasíðu Vegagerðarinnar og í síma 1777. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Stormur og takmarkað skyggni í dag Veðrið á Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi verður slæmt í dag og má búast við samgöngutruflunum. 11. febrúar 2018 08:15 Ófært víða innanbæjar á Akureyri Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir hér á landi lokist fyrirvaralaust í dag og þjónustu hætt. 11. febrúar 2018 09:20 Hellisheiði og Þrengslum lokað Lögregla biður ökumenn að virða lokanir. 11. febrúar 2018 11:30 Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
„Það voru 109 manns í 35 hópum að störfum frá miðnætti þangað til átta í morgun. Helstu verkefnin voru fastir bílar víða, aðallega á Norðurlandi og Vestfjörðum,“ segir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar um verkefni næturinnar. Björgunarsveitir aðstoðuðu bíla á meðal annars 30 bíla í vanda á Akureyri á fjórða tímanum í nótt og einnig var fólk aðstoðað við að komast heim af þorrablótum á tveimur stöðum í nótt.Sjá einnig: Ófært víða innanbæjar á Akureyri „Uppi á Holtavörðu heiði var bíll fastur og fimm manns í honum. Björgunarsveitir frá Sauðárkróki og Varmahlíð fóru í það verkefni og voru svolítið lengi að komast að þeim, þurftu nánast að hleypa öllu lofti úr dekkjunum á björgunarsveitarbílunum til að komast að þeim. Það endaði þannig að það var ekkert hreyft við þeim bíl og fólkið flutt niður af heiðinni. Bíllinn var skilinn eftir og verður þá verkefni Vegagerðarinnar í dag að leysa.“ Um sex í morgun tóku svo við verkefni á Sauðárkróki, Reykjanesi og Ísafirði þar sem flytja þurfti heilbrigðisstarfsfólk til og frá vinnu og til að sinna heimahjúkrun. Svo bárust einnig beiðnir um aðstoð frá Stykkishólmi og Hólmavík í morgun vegna fastra bifreiða. „Á Biskupstungnabraut var krefjandi verkefni í gær og fram á nótt og þar eru einhverjir bílar, ég veit að Vegagerðin og lögreglan eru að vinna að því að vinda ofan af því og þess vegna er brautin lokuð.“ Nánari upplýsingar um lokanir á vegum má finna neðst í fréttinni.Björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum um allt land síðan í gær vegna veðurs.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSvæðisstjórn á Selfossi „Aðgerðum í Árnessýslu lauk um klukkan tvö í nótt. Þá var búið að flytja alla bíla sem hægt var að flytja og fólk yfir á Selfoss.“ Nokkrir hópar eru nú í Árnessýslu að aðstoða við að ferja fólk til Reykjavíkur og aðstoða með lokanir. Sjá einnig: Björgunaraðilar unnið þrekvirki við að koma fólki til byggða. Svæðisstjórn hefur nú verið virkjuð á Selfossi. Búist er við að veður versni hratt á Suðurlandi þegar dregur nær hádeginu. Í svæðisstjórn eru saman komnir fulltrúar lögreglu, slökkviliðs, björgunarsveita og Vegagerðarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi vinna viðbragðsaðilar nú að því að yfirfara búnað og tæki til ásamt því að undirbúa sig fyrir verkefni sem búast má við að fylgi versnandi veðri. Búast má við víðtækum lokunum á vegum á Suðurlandi vegna ófærðar og biður lögregla ökumenn að vera ekki á ferð að nauðsynjalausu og virða lokanir lögreglu og vegagerðarinnar. Af gefnu tilefni er áréttað að björgunarsveitir starfa í umboði lögreglu við lokanir á vegum og mega ökumenn sem ekki virða þær lokanir búast við sektum.Hættulegar aðstæðurLögregla gagnrýndi í gær að ökumenn á breyttum bílum vildu aka á lokuðum vegum og tækju óánægju sína út á björgunarsveitarfólki. Davíð Þór segir að það sé sem betur fer aðeins í undantekningum að ökumenn virði ekki lokanir. „Ég ítreka það bara að fólk virði lokanir. Vegum er ekki lokað af ástæðulausu.“ Davíð Þór segir að þegar sé unnið á vegum við að ryðja, losa bíla og annað að þá flækir hver auka bíll málið enn frekar. „Það er ekki verið að loka bara til að loka. Það er oft verið að vinna í hættulegum aðstæðum. Það eru bílar fastir á vegunum, snjómoksturstæki og björgunarsveitir að vinna. Það getur því skapað hættu ef það kemur bíll á veginn í blindbyl. Þó að vegurinn sé ekki á kafi snjó getur verið skafrenningur og fólk að vinna og aðstæður hættulegar, þess vegna er verið að loka.“ Davíð Þór segir að reynt sé að loka vegum til að fyrirbyggja aðstæður eins og komu upp í gær, þar sem fólk var fast í fjölda bíla í afleitum aðstæðum og gat ekki farið áfram né aftur á bak og vill ekki fara út úr bílnum. „Það vilja fæstir lenda í þannig stöðu. Hver bíll sem bætist við gerir verkefnið flóknara.“Það snjóaði víða í nótt. Þessi mynd var tekin á Bolungarvík í morgun en snjóflóðahætta er á Vestfjörðum í dag.Hafþór GunnarssonViðburðum frestað og messufall Víða hefur viðburðum verið frestað í dag. 112-viðburðinum í Hörpu, Leiðsögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og fleiri viðburða hefur verið frestað vegna stormviðvörunar. Einnig hefur verið töluvert um messufall og verður ekki messa í Dómkirkjunni, Hallgrímskirkju, Laugarneskirkju, Langholtskirkju, Hafnarfjarðarkirkju og einnig falla niður samkomur í Fíladelfíu og víðar. Nánar má lesa um veðrið á veðurvef Vísis. „Það er mikilvægt að fólk fylgist með upplýsingum frá fjölmiðlum, Veðurstofunni og viðbragðsaðilum og fari eftir leiðbeiningum þessara aðila. Mér fannst gaman þegar lögreglan kom með þá ráðleggingu fyrir jól að ætti nú bara að vera heima hjá sér með heitt kakó og hafa það kósý. Nú er sunnudagur og ég held að þetta sé akkúrat veðrið í það. Ef fólk þarf að fara eitthvað þá þarf bara að fylgjast með fréttum.“Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum Lokaðir eru vegirnir um Hellisheiði, Þrengslin, Biskupstungnabraut Mosfellsheiði, Kjósarskarð, Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Bröttubrekku. Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall, Öxnadalsheiði, Mývatns – og Möðrudalsöræfi og Súðavíkurhlíð. Auk þessara lokana er víða ófært eða ekki ferðaveður. Búast má við því að vegarkaflinn frá Markarfljóti að Vík lokist aftur um 12:00. Búast má við því að sú lokun muni vara fram á mánudag. Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir lokist fyrirvaralaust og þjónustu hætt. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum um færð á heimasíðu Vegagerðarinnar og í síma 1777.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Stormur og takmarkað skyggni í dag Veðrið á Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi verður slæmt í dag og má búast við samgöngutruflunum. 11. febrúar 2018 08:15 Ófært víða innanbæjar á Akureyri Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir hér á landi lokist fyrirvaralaust í dag og þjónustu hætt. 11. febrúar 2018 09:20 Hellisheiði og Þrengslum lokað Lögregla biður ökumenn að virða lokanir. 11. febrúar 2018 11:30 Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Stormur og takmarkað skyggni í dag Veðrið á Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi verður slæmt í dag og má búast við samgöngutruflunum. 11. febrúar 2018 08:15
Ófært víða innanbæjar á Akureyri Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir hér á landi lokist fyrirvaralaust í dag og þjónustu hætt. 11. febrúar 2018 09:20
Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33