Venjulegt vetrarveður á morgun en svo koma lægðirnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2018 21:21 Veðrið var afar slæmt um helgina. Vísir/Jói K. Skaplega veður verður víðast hvar á morgun en var í dag. Búast má við venjulegu vetrarveðri áður en næsta lægð færist yfir landið seint annað kvöld. Lægðin sem gengið hefur yfir landið í dag er farin að þynnast og færast frá landinu en líkt og fjallað hefur verið um á Vísi hafa fjölmargir lent í vandræðum um helgina vegna veðurs. Á morgun fá landsmenn þó örlítla pásu frá veðurguðunum. „Það verður ágætis veður fram eftir degi á morgun. Það verður suðvestanátt og einhver él sunnan og vestanlands,“ segir Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það mun þó ekki endast lengi því gert er ráð fyrir að önnur lægð fikri sig yfir landið frá og með mánudagskvöldi. „Þá kemur næsta lægð með kvöldinu með austan hvassviðri eða stormi með ofankomu um landið suðaustanvert. Þessi lægð gengur vestur yfir landið með hvassviðri og snjókomu,“ segir Helga.Vindaspá Veðurstofunnar fyrir miðvikudaginn.Mynd/Veðurstofa ÍslandsReiknað er þó með því að hún sé með öðru sniði en lægðin um helgina þar sem hún fer mun hraðar yfir. „Hún ætlar ekkert að doka lengi við og verður farin út af landinu seininpartinn á þriðjudaginn,“ segir Helga. Reikna má með að veður verði verst fyrst um sinn á Suðausturlandi en lægðin mun fikra sig norður eftir landinu. Um hádegi á þriðjudag verður orðið þokkalegt veður um veður um landið austanvert en enn verður mjög hvasst og snjókoma á norðvestanverðu landinu. „Eins og staðan er núna virðist höfuðborgarsvæðið ætla að sleppa ansi vel frá þessari lægð sem kemur á morgun. Við erum bara í suðvestan átt með smá éljum. Það er ekki útlit fyrir að við verðum í vandræðum með höfuðborgarsvæðið en eins og við vitum núna um helgina þá þurfa þessar lægðir ekki að færast mikið til,“ segir Helga. Þá er einnig von á annarri lægð á miðvikudaginn en segir Helga að hún sé með hefðbundnara sniði en sú sem kom um helgina. „Hún er aðeins stærri um sig og það eru skil sem ganga yfir landið. Við könnumst meira við hana en þessar litlu lægðir sem hafa verið að koma,“ segir Helga.Veðurhorfur á landinu Vestan 15-23 m/s sunnan- og vestantil á landinu með snjókomu eða éljum. Hvassast við ströndina. Mun hægari vindur norðan- og austanlands og úrkomulítið, en suðlægari og snjókoma á köflum austanlands. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og nótt. Suðvestan 5-13 m/s um hádegi á morgun. Él sunnan- og vestantil, en þurrt og bjart norðan- og austanlands. Gengur í austan hvassviðri um landið suðaustanvert annað kvöld með snjókomu. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag: Austlæg eða breytileg átt 13-23 m/s og snjókoma aðfaranótt þriðjudags, en hægari vindur og él á Suðurlandi. Snýst í suðlæga átt með deginum, víða 8-15 um hádegi og él, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Sunnan stormur og snjókoma við Breiðafjörð og á Vestfjörðum fram eftir degi, en lægir þar einnig undir kvöld. Frost 0 til 5 stig.Á miðvikudag: Gengur í austan 15-23 m/s, en 23-28 syðst. Dregur úr vindi síðdegis, allvíða austan 8-15 undir kvöld. Snjókoma eða slydda, einkum á austurhelmingi landsins, en rigning með austurströndinni. Hlýnar í veðri, hiti kringum frostmark síðdegis.Á fimmtudag: Austlæg átt 5-10, en 10-15 á Vestfjörðum. Él eða slydduél, en þurrt og bjart um landið suðvestanvert. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.Á föstudag: Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 og él í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.Á laugardag: Suðvestan 5-13 og dálítil él, en léttskýjað norðan- og austanlands. Frost 1 til 8 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan og austan.Á sunnudag:Líkur á vaxandi austanátt með ofankomu sunnan- og austanlands. Minnkandi frost. Veður Tengdar fréttir Veðrið í dag frá a-ö: Fjöldaárekstrar, ráðvilltir ferðamenn og óútreiknanleg lægð lar samgöngutruflanir hafa orðið á landinu á meðan óveðurslægð hefur gengið yfir landið. Miklar annir hafa verið hjá björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum en til að mynda urði tveir átta bíla árekstrar í umferðinni í dag. 11. febrúar 2018 19:44 Ökumenn á alls konar bílum þræta um lokanir við lögreglu: "Þær eru mismunandi ríðandi þessar mannvitsbrekkur“ Dæmi er um að manna hafi þurft lokunarpósta með lögreglumönnum þar sem ökumenn hafi þrætt við björgunarsveitir og ekki virt lokanir á vegum. 11. febrúar 2018 18:37 Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Átján ferðamenn bíða nú af sér veðrið í Fjöldahjálparstöð Rauða Krossins á Selfossi sem opnuð var fyrir skömmu. Unnið er að því að greiða úr umferðarteppu sem myndaðist eftir aftanákeyrslu við Þjórsárbrú. 11. febrúar 2018 17:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Skaplega veður verður víðast hvar á morgun en var í dag. Búast má við venjulegu vetrarveðri áður en næsta lægð færist yfir landið seint annað kvöld. Lægðin sem gengið hefur yfir landið í dag er farin að þynnast og færast frá landinu en líkt og fjallað hefur verið um á Vísi hafa fjölmargir lent í vandræðum um helgina vegna veðurs. Á morgun fá landsmenn þó örlítla pásu frá veðurguðunum. „Það verður ágætis veður fram eftir degi á morgun. Það verður suðvestanátt og einhver él sunnan og vestanlands,“ segir Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það mun þó ekki endast lengi því gert er ráð fyrir að önnur lægð fikri sig yfir landið frá og með mánudagskvöldi. „Þá kemur næsta lægð með kvöldinu með austan hvassviðri eða stormi með ofankomu um landið suðaustanvert. Þessi lægð gengur vestur yfir landið með hvassviðri og snjókomu,“ segir Helga.Vindaspá Veðurstofunnar fyrir miðvikudaginn.Mynd/Veðurstofa ÍslandsReiknað er þó með því að hún sé með öðru sniði en lægðin um helgina þar sem hún fer mun hraðar yfir. „Hún ætlar ekkert að doka lengi við og verður farin út af landinu seininpartinn á þriðjudaginn,“ segir Helga. Reikna má með að veður verði verst fyrst um sinn á Suðausturlandi en lægðin mun fikra sig norður eftir landinu. Um hádegi á þriðjudag verður orðið þokkalegt veður um veður um landið austanvert en enn verður mjög hvasst og snjókoma á norðvestanverðu landinu. „Eins og staðan er núna virðist höfuðborgarsvæðið ætla að sleppa ansi vel frá þessari lægð sem kemur á morgun. Við erum bara í suðvestan átt með smá éljum. Það er ekki útlit fyrir að við verðum í vandræðum með höfuðborgarsvæðið en eins og við vitum núna um helgina þá þurfa þessar lægðir ekki að færast mikið til,“ segir Helga. Þá er einnig von á annarri lægð á miðvikudaginn en segir Helga að hún sé með hefðbundnara sniði en sú sem kom um helgina. „Hún er aðeins stærri um sig og það eru skil sem ganga yfir landið. Við könnumst meira við hana en þessar litlu lægðir sem hafa verið að koma,“ segir Helga.Veðurhorfur á landinu Vestan 15-23 m/s sunnan- og vestantil á landinu með snjókomu eða éljum. Hvassast við ströndina. Mun hægari vindur norðan- og austanlands og úrkomulítið, en suðlægari og snjókoma á köflum austanlands. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og nótt. Suðvestan 5-13 m/s um hádegi á morgun. Él sunnan- og vestantil, en þurrt og bjart norðan- og austanlands. Gengur í austan hvassviðri um landið suðaustanvert annað kvöld með snjókomu. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag: Austlæg eða breytileg átt 13-23 m/s og snjókoma aðfaranótt þriðjudags, en hægari vindur og él á Suðurlandi. Snýst í suðlæga átt með deginum, víða 8-15 um hádegi og él, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Sunnan stormur og snjókoma við Breiðafjörð og á Vestfjörðum fram eftir degi, en lægir þar einnig undir kvöld. Frost 0 til 5 stig.Á miðvikudag: Gengur í austan 15-23 m/s, en 23-28 syðst. Dregur úr vindi síðdegis, allvíða austan 8-15 undir kvöld. Snjókoma eða slydda, einkum á austurhelmingi landsins, en rigning með austurströndinni. Hlýnar í veðri, hiti kringum frostmark síðdegis.Á fimmtudag: Austlæg átt 5-10, en 10-15 á Vestfjörðum. Él eða slydduél, en þurrt og bjart um landið suðvestanvert. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.Á föstudag: Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 og él í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.Á laugardag: Suðvestan 5-13 og dálítil él, en léttskýjað norðan- og austanlands. Frost 1 til 8 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan og austan.Á sunnudag:Líkur á vaxandi austanátt með ofankomu sunnan- og austanlands. Minnkandi frost.
Veður Tengdar fréttir Veðrið í dag frá a-ö: Fjöldaárekstrar, ráðvilltir ferðamenn og óútreiknanleg lægð lar samgöngutruflanir hafa orðið á landinu á meðan óveðurslægð hefur gengið yfir landið. Miklar annir hafa verið hjá björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum en til að mynda urði tveir átta bíla árekstrar í umferðinni í dag. 11. febrúar 2018 19:44 Ökumenn á alls konar bílum þræta um lokanir við lögreglu: "Þær eru mismunandi ríðandi þessar mannvitsbrekkur“ Dæmi er um að manna hafi þurft lokunarpósta með lögreglumönnum þar sem ökumenn hafi þrætt við björgunarsveitir og ekki virt lokanir á vegum. 11. febrúar 2018 18:37 Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Átján ferðamenn bíða nú af sér veðrið í Fjöldahjálparstöð Rauða Krossins á Selfossi sem opnuð var fyrir skömmu. Unnið er að því að greiða úr umferðarteppu sem myndaðist eftir aftanákeyrslu við Þjórsárbrú. 11. febrúar 2018 17:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Veðrið í dag frá a-ö: Fjöldaárekstrar, ráðvilltir ferðamenn og óútreiknanleg lægð lar samgöngutruflanir hafa orðið á landinu á meðan óveðurslægð hefur gengið yfir landið. Miklar annir hafa verið hjá björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum en til að mynda urði tveir átta bíla árekstrar í umferðinni í dag. 11. febrúar 2018 19:44
Ökumenn á alls konar bílum þræta um lokanir við lögreglu: "Þær eru mismunandi ríðandi þessar mannvitsbrekkur“ Dæmi er um að manna hafi þurft lokunarpósta með lögreglumönnum þar sem ökumenn hafi þrætt við björgunarsveitir og ekki virt lokanir á vegum. 11. febrúar 2018 18:37
Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Átján ferðamenn bíða nú af sér veðrið í Fjöldahjálparstöð Rauða Krossins á Selfossi sem opnuð var fyrir skömmu. Unnið er að því að greiða úr umferðarteppu sem myndaðist eftir aftanákeyrslu við Þjórsárbrú. 11. febrúar 2018 17:45