Ráðherra telur ástæðulaust að hausar fjúki Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2018 13:36 Sigríður er ánægð með viðbrögð lögreglunnar og telur málaflokknum ekki til framdráttar að einhver fjúki vegna málsins. „Ég er mjög ánægð með hversu hratt lögreglan brást við,“ segir Sigríður Á. Andersen í samtali við Vísi.Líkt og fram hefur komið hafa mál starfsmanns barnaverndar Reykjavíkurborgar, sem kærður hefur verið fyrir kynferðisbrot, verið mjög í deiglunni. Í gær var haldinn sérstakur blaðamannafundur þar sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn kynntu niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglu vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist ánægð með ferlið sem hafi fari í gang. Lögreglustjóri fái mann til að skoða þetta sérstaklega, ekki bara þetta mál heldur öll sambærileg mál sem liggja óafgreidd hjá embættinu. „Ég er ánægð með þetta ferli,“ segir Sigríður Á. Andersen. En fréttastofa Bylgjunnar ræddi jafnframt þetta sama mál við hana í hádegisfréttum nú fyrr í dag.Öflugt fólk undir miklu álagiEn, spurt er um ábyrgð? Er það svo að hjá hinu opinbera þá ber aldrei neinn ábyrgð á einu né neinu? Spurt er hvort ekki sé ástæða til að hausar fjúki? „Mönnum er ekki vikið úr störfum nema það liggi fyrir eitthvað saknæmt. Það þarf að liggja fyrir áminning, þetta er ákveðið ferli sem menn þekkja. Þetta eru mannleg mistök en ég er ekki viss um að það sé málefninu til framdráttar að horfa í það eitt að það þurfi hausar að fjúka, eins og þú orðar það. Það vinnur þarna öflugt fólk, undir gríðarlegu álagi í erfiðum málaflokki. Allir vinna að þessu markmiði af heilum hug, að réttlætið nái fram að ganga. Það geta orðið mistök.“Alvarleg yfirsjón Sigríður bætir því við að það liggi fyrir að mistök hafi verið gerð, þau að tilkynna þetta ekki til barnaverndarnefndar. „Svo verða menn að líta til þess hvort það hafi haft einhverjar sérstakar afleið98ingar og það liggur ekkert fyrir um það. Það er alvarleg yfirsjón að gera það ekki, því gert er ráð fyrir að menn geri það. En, ég er ánægð með viðbrögð lögreglunnar í þessu og styð hana heilshugar í framhaldinu sem er að fara yfir þetta verklag allt saman og var einmitt að kynna það á blaðamannafundi sjálf um daginn, fjölgun stöðugilda í þessum málaflokki. Meðal annars við að fara yfir verklag. Og samræma verklag. Til að tryggja skilvirka málsmeðferð.“ Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Innri athugun lögreglu leiddi í ljós alvarleg mistök Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag. 12. febrúar 2018 18:12 Kannað verður sérstaklega hvers vegna ekki var brugðist við tilkynningu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur harmar mjög að starfsmaður á vegum nefndarinnar hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. 6. febrúar 2018 18:17 Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Ekki fást upplýsingar um það frá ákærusviði lögreglunnar hversu langs varðhalds verður krafist en maðurinn hefur setiði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur. 9. febrúar 2018 12:27 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
„Ég er mjög ánægð með hversu hratt lögreglan brást við,“ segir Sigríður Á. Andersen í samtali við Vísi.Líkt og fram hefur komið hafa mál starfsmanns barnaverndar Reykjavíkurborgar, sem kærður hefur verið fyrir kynferðisbrot, verið mjög í deiglunni. Í gær var haldinn sérstakur blaðamannafundur þar sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn kynntu niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglu vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist ánægð með ferlið sem hafi fari í gang. Lögreglustjóri fái mann til að skoða þetta sérstaklega, ekki bara þetta mál heldur öll sambærileg mál sem liggja óafgreidd hjá embættinu. „Ég er ánægð með þetta ferli,“ segir Sigríður Á. Andersen. En fréttastofa Bylgjunnar ræddi jafnframt þetta sama mál við hana í hádegisfréttum nú fyrr í dag.Öflugt fólk undir miklu álagiEn, spurt er um ábyrgð? Er það svo að hjá hinu opinbera þá ber aldrei neinn ábyrgð á einu né neinu? Spurt er hvort ekki sé ástæða til að hausar fjúki? „Mönnum er ekki vikið úr störfum nema það liggi fyrir eitthvað saknæmt. Það þarf að liggja fyrir áminning, þetta er ákveðið ferli sem menn þekkja. Þetta eru mannleg mistök en ég er ekki viss um að það sé málefninu til framdráttar að horfa í það eitt að það þurfi hausar að fjúka, eins og þú orðar það. Það vinnur þarna öflugt fólk, undir gríðarlegu álagi í erfiðum málaflokki. Allir vinna að þessu markmiði af heilum hug, að réttlætið nái fram að ganga. Það geta orðið mistök.“Alvarleg yfirsjón Sigríður bætir því við að það liggi fyrir að mistök hafi verið gerð, þau að tilkynna þetta ekki til barnaverndarnefndar. „Svo verða menn að líta til þess hvort það hafi haft einhverjar sérstakar afleið98ingar og það liggur ekkert fyrir um það. Það er alvarleg yfirsjón að gera það ekki, því gert er ráð fyrir að menn geri það. En, ég er ánægð með viðbrögð lögreglunnar í þessu og styð hana heilshugar í framhaldinu sem er að fara yfir þetta verklag allt saman og var einmitt að kynna það á blaðamannafundi sjálf um daginn, fjölgun stöðugilda í þessum málaflokki. Meðal annars við að fara yfir verklag. Og samræma verklag. Til að tryggja skilvirka málsmeðferð.“
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Innri athugun lögreglu leiddi í ljós alvarleg mistök Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag. 12. febrúar 2018 18:12 Kannað verður sérstaklega hvers vegna ekki var brugðist við tilkynningu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur harmar mjög að starfsmaður á vegum nefndarinnar hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. 6. febrúar 2018 18:17 Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Ekki fást upplýsingar um það frá ákærusviði lögreglunnar hversu langs varðhalds verður krafist en maðurinn hefur setiði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur. 9. febrúar 2018 12:27 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Innri athugun lögreglu leiddi í ljós alvarleg mistök Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag. 12. febrúar 2018 18:12
Kannað verður sérstaklega hvers vegna ekki var brugðist við tilkynningu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur harmar mjög að starfsmaður á vegum nefndarinnar hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. 6. febrúar 2018 18:17
Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Ekki fást upplýsingar um það frá ákærusviði lögreglunnar hversu langs varðhalds verður krafist en maðurinn hefur setiði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur. 9. febrúar 2018 12:27
Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19