Regluverk Evrópusambandsins um losunarbókhald gróðurhúsalofttegunda gerir það líklega að verkum að möguleikar íslenskra stjórnvalda á að tefla endurheimt votlendis fram sem loftslagsaðgerð verði takmarkaðir. Samdráttur í losun þurfi fyrst og fremst að verða í öðrum uppsprettum losunar. Mikil umræða hefur farið fram um losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu mýrlendi á Íslandi undanfarin ár. Áætlað hefur verið að allt að þrír fjórðu hlutar heildarlosunar Íslands komi frá votlendi sem hefur verið ræst fram. Eftir að ljóst varð að framræst land gæti verið uppspretta verulegs magns gróðurhúsalofttegunda komu Íslendingar því til leiðar að endurheimt votlendis yrði valkvæð loftslagsaðgerð í Kýótósáttmálanum sem nær fram til 2020. Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar ekki valið að nýta þá leið, meðal annars vegna vísindalegrar óvissu um þessa losun.Notað sem rök gegn grænum sköttumLitlar rannsóknir hafa verið gerðar á losun frá íslensku votlendi og flókið er sagt að mæla hana nákvæmlega. Alþjóðlegir stuðlar til að reikna út losun breyttust fyrir nokkrum árum og hækkaði þá áætluð losun frá framræstu votlendi umtalsvert. Deilt hefur verið um nákvæmt umfang losunarinnar en ljóst virðist að framræst votlendi sé stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Pólitík hefur einnig blandast inn í umræðuna um endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð. Þannig færði Sigríður Á. Andersen, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi dómsmálaráðherra, rök fyrir því að fella ætti niður græn gjöld á bíla og jarðefnaeldsneyti í ljósi þess hversu hátt hlutfall gróðurhúsalofttegunda á Íslandi losnaði frá landi þegar hún fékk svar við fyrirspurn um losunina árið 2015. Síðan þá hafa nær allir stjórnmálaflokkar sett endurheimt votlendis á stefnuskrá sína. Endurheimt votlendis er ekki nefnd berum orðum í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þar er hins vegar kveðið á um að kolefnishlutleysi verði meðal annars náð með „breyttri landnotkun í samræmi við alþjóðlega viðurkennda staðla og með hliðsjón af vistkerfisnálgun og skipulagssjónarmiðum“.Hugi Ólafsson hefur farið fyrir samninganefnd Íslands á loftslagsráðstefnum Sameinuðu þjóðanna um árabil. Hann segir ESB setja þak á hversu mikið hægt er að nýta landnýtingu til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun.VÍSIR/UNFCCCÞak á landnýtingu í regluverki ESB Nú þegar rúm tvö ár eru liðin frá undirritun Parísarsamkomulagsins, arftaka Kýótóbókunarinnar, og aðeins tvö ár eru þar til það tekur gildi hafa íslensk stjórnvöld enn ekki samið við Evrópusambandið um hver hlutdeild Íslands eigi að vera í sameiginlegu markmiði um að draga úr losun um 40% fyrir árið 2030. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir umhverfisráðuneytið að óformlegar viðræður hafi farið fram. Fulltrúar ESB hafi hins vegar sagt að ekki verði hægt að hefja formlegar viðræður fyrr en sambandið hefur gengið frá regluverki um hvernig telja skuli fram losun. Ráðuneytið vonast til þess að viðræðurnar geti hafist innan nokkurra vikna eða mánaða. Þetta regluverk ESB mun hafa áhrif á hversu mikið verður hægt að nýta árangur frá endurheimt votlendis og öðrum aðgerðum á sviði landnýtingar upp í markmið Parísarsamkomulagsins. Regluverkið er sagt meira takmarkandi en núverandi reglur Kýótóbókunarinnar. „Það er klárt að í regluverki ESB er almennt takmörkunum háð hvað er hægt að telja aðgerðir í landnotkun með gagnvart skuldbindingum. Það er þak á því. Það á jafnt við um endurheimt votlendis, skógrækt, landgræðslu og annað slíkt,“ segir Hugi Ólafsson, aðalsamningamaður íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum og skrifstofustjóri umhverfisráðuneytisins, í samtali við Vísi. Verði sú niðurstaðan þurfa íslensk stjórnvöld fyrst og fremst að ná fram samdrætti í losun frá hefðbundnum geirum eins og samgöngum, iðnaði, sjávarútvegi og landbúnaði. „Það hefur alltaf verið yfirlýst stefna Íslands að reyna bæði að draga úr losun og binda kolefni. Við viljum ná árangri í öllum flokkum. Í sjálfu sér hefur það ekkert breyst,“ segir Hugi.Þurfa fyrst að núlla út losun frá síðasta áratug Jón Guðmundsson, sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, hefur séð um landnýtingarþátt losunarbókhalds Íslands utan skógræktar og landgræðslu undanfarin tuttugu ár. Hann segir að hugsanlega gæti Ísland nýtt breytta landnýtingu, endurheimt votlendis, skógrækt og uppgræðslu, til að ná um 7% af samdrætti sínum í losun. Þetta hlutfall miðast við hversu stór hluti landbúnaður er af heildarlosun landa. Til þess að geta talið fram landnýtingu sem bindingu kolefnis upp í markmið um samdrátt í losun verður hins vegar fyrst að stöðva nettólosun frá landi á Íslandi. Jón segir að viðmiðunarár Parísarsamkomulagsins verði líklega frá 2005 til 2008. Talið sé að töluverð framræsla hafi átt sér stað á Íslandi frá þeim tíma, allt að fjögur hundruð kílómetrar af nýjum skurðum. Íslendingar þurfi að ná losuninni frá framræstu landi niður fyrir þau viðmið áður en hægt verður að nýta endurheimt votlendis og bindingu á vettvangi Parísarsamkomulagsins. „Ef við viljum nýta okkur bindingarmöguleikana blasir við að við þurfum að vega upp þessa framræslu sem hefur átt sér stað frá 2005 með endurheimt,“ segir Jón.Á meðal þeirra sem hafa rannsakað losun frá íslensku votlendi er Hlynur Óskarsson, vistfræðingur hjá Landbúnaðarháskólanum.Hlynur ÓskarssonFámenn þjóð í stóru landi Ísland er í þeirri sérstöku stöðu innan Evrópu að losun gróðurhúsalofttegunda er einstaklega há hér hlutfallslega. Hlynur Óskarsson, vistfræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands sem hefur rannsakað losun frá framræstu votlendi, segir að losun gróðurhúsalofttegunda af völdum landnýtingar sé ekki minni á hverja flatareiningu í öðrum Evrópuríkjum. Vegna mannfjölda sé hlutfall þeirrar losunar af heildarlosuninni hins vegar mun lægra en á Íslandi. „Ég held að við séum í mjög sérstakri stöðu í Evrópu varðandi landnotkun. Hér eru meiri möguleikar á kolefnisbindingu og endurheimt en annars staðar en líka erum við fámenn þjóð í stóru landi og landið vegur því þyngra prósentulega,“ segir Hugi hjá umhverfisráðuneytinu. Þá ítrekar hann að allar mælingar og mat á losun frá landi séu flóknari, þar á meðal á hversu stórt hlutfall sé til komið af völdum manna. Í Kýótóbókuninni séu strangar kröfur um hvað sé hægt að telja fram gagnvart skuldbindingum. Ekki eru gerðar kröfur í henni um samdrátt í losun frá landi en hægt er að telja fram árangur af samdrætti ef hægt er að sýna fram á hana.Afleiðingar fyrir bókhaldið að hætta við samstarf við ESB Vildu Íslendingar nýta endurheimt votlendis sem mótvægisaðgerð gegn losun í meira mæli eins og sum ríki hafa gert segir Jón hjá Landbúnaðarháskólanum að valkostur gæti verið í stöðunni fyrir Ísland að hætta við að taka þátt í sameiginlegu markmiði ESB fyrir Parísarsamkomulagið. Það væri pólitísk ákvörðun. „Þá gætum við alveg ákveðið að taka fleiri þætti inn. Þessi takmörk eru vegna samflots með Evrópusambandinu í að uppfylla skuldbindingar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Sum ríki hafa ákveðið að taka votlendi með sem mótvægisaðgerð til að ná sínum markmiðum,“ segir Jón. Slík ákvörðun hefði þó verulegar afleiðingar í för með sér fyrir losunarbókhald Íslands. Stóriðjufyrirtæki á Íslandi sem bera ábyrgð á langstærstum hluta losunar gróðurhúsalofttegunda utan landnýtingar hafa hingað til fallið undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Segði Ísland sig úr samstarfinu yrði það á ábyrgð Íslands að draga úr losun frá stóriðju.Siðferðisleg ábyrgð umfram Parísarsamkomulagið Þó að endurheimt votlendis gagnist takmarkað upp í væntanlegar skuldbindingar Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er ljóst að aðgerðir til að bleyta upp í framræstum mýrum hjálpa loftslaginu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að hvort sem aðgerðir sem tengjast endurheimt votlendis verði nýttar gagnvart markmiðum Parísarsamningsins eða ekki geti þær gegnt veigamiklu hlutverki þegar kemur að markmiði stjórnvalda um kolefnishlutleysi 2040. „Það er auðvitað ljóst að það er mikil losun frá framræstu votlendi og við viljum fara í aðgerðir til að draga úr henni, hvernig sem það er talið fram og hvort sem það er skylda eða valkvætt eftir alþjóðareglum,“ segir Hugi. Í sama streng tekur Jón hjá Landbúnaðarháskólanum. „Þetta er samt loftslagsaðgerð hvernig sem bókhaldið telur. Ef þú telur þetta út frá hlýnun og losun þá er þetta mjög öflug leið til að draga úr losun. Það er svo annað hvernig menn endurspegla sín markmið inn í útfærsluna og bókhaldið gagnvart [Parísar]samkomulaginu,“ segir hann.Votlendissjóður sem Eyþór Eðvarðsson átti þátt í að stofna hefur óskað eftir að ríkið fjármagni stöðu eins starfsmanns. Sjóðurinn á að safna framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum í þjóðarátaki til að bleyta aftur upp í framræstum mýrum.Eyþór Eðvarðsson frá París 1,5, aðgerðarhóp í loftslagsmálum, segir að ekki verði fram hjá því horft að framræst votlendi sé stærsti þátturinn í losunarbókhaldi Íslands. Aldrei verði hægt að tala um árangur af loftslagsaðgerðum á Íslandi fyrr en ráðist verði í aðgerðir í votlendi, hvað sem Parísarsamkomulaginu líði. „Við berum ábyrgð á þessari losun hvernig sem á það er litið. Siðferðisleg ábyrgð er langt umfram þetta Parísarsamkomulag. Það er bara barnaskapur að uppfylla Parísarsamkomulagið og láta votlendið liggja. Það er siðlaust með öllu,“ segir Eyþór sem er einn stofnenda Votlendissjóðs sem er ætlað að safna frjálsum framlögum til að endurheimta votlendi.Unnið að aðgerðaáætlun og stofnun loftslagsráðs Umhverfisráðuneytið ætlaði að hafa aðgerðaáætlun í loftslagsmálum tilbúna fyrir lok síðasta árs en hún hefur engu að síður enn ekki litið dagsins ljós. Í svari ráðuneytisins kemur fram að vinnan við áætlunina hafi verið komin vel af stað þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fór frá í haust. Þá hafi verkefnið hins vegar verið sett á ís vegna þess að pólitískt umboð var ekki lengur til staðar Nú segir ráðuneytið að þráðurinn hafi verið tekinn upp að nýju og byggt sé á ákvæðum stjórnarsáttmálans auk vinnunar sem fór fram í fyrra. Unnið sé að því að greina þau verkefni sem nefnd eru í stjórnarsáttmálanum og lúta að loftslagsmálum. Skilgreina þurfi með hvaða hætti þau verða framkvæmd auk þess sem þau þurfi að kostnaðarmeta. Sum þeirra verkefna verði væntanlega unnin undir hatti aðgerðaráætlunar. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um stofnun loftslagsráðs. Ráðuneytið segir að stefnt sé að því að skipa ráðið á næstu vikum. Það verði þó ekki beintengt aðgerðaáætluninni en reynt verði að tryggja að samhljómur verði í störfum ráðsins og vinnunar sem fari fram undir hatti aðgerðaráætlunarinnar. Eitt helsta verkefni loftslagsráðsins verði að móta framtíðarsýn um kolefnishlutleysi Íslands fyrir árið 2040 sem er aftur eitt helsta loftslagsmarkmið stjórnarsáttmálans. Fréttaskýringar Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Segir bændur hafa farið hamförum við skurðgröft og vill að þeir fylli upp í þá Illa farið beitiland losar meiri koltvísýring heldur en iðnaður og landbúnaður. 7. janúar 2018 22:04 Fortíðardýrkun að reynast okkur dýr í umhverfismálum Dýrmætum tíma hefur verið sólundað og veik staða Íslands í loftslagsmálum er því til sönnunar. Stjórnvöld ríghalda í afrek fortíðar en hafa vanrækt verkefni sem hafa fyrir löngu verið skilgreind. Niðurstaðan er að stórtækar og s 16. febrúar 2017 10:00 Þörf á átaki í landgræðslu til að sporna við óðalosun næstu ár Að óbreyttu mun Ísland þurfa að kaupa losunarheimildir til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Landgræðslustjóri segir mikil sóknarfæri í landgræðslunni þar sem 500 þúsund hektarar bíða endurheimtar. 21. október 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent
Regluverk Evrópusambandsins um losunarbókhald gróðurhúsalofttegunda gerir það líklega að verkum að möguleikar íslenskra stjórnvalda á að tefla endurheimt votlendis fram sem loftslagsaðgerð verði takmarkaðir. Samdráttur í losun þurfi fyrst og fremst að verða í öðrum uppsprettum losunar. Mikil umræða hefur farið fram um losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu mýrlendi á Íslandi undanfarin ár. Áætlað hefur verið að allt að þrír fjórðu hlutar heildarlosunar Íslands komi frá votlendi sem hefur verið ræst fram. Eftir að ljóst varð að framræst land gæti verið uppspretta verulegs magns gróðurhúsalofttegunda komu Íslendingar því til leiðar að endurheimt votlendis yrði valkvæð loftslagsaðgerð í Kýótósáttmálanum sem nær fram til 2020. Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar ekki valið að nýta þá leið, meðal annars vegna vísindalegrar óvissu um þessa losun.Notað sem rök gegn grænum sköttumLitlar rannsóknir hafa verið gerðar á losun frá íslensku votlendi og flókið er sagt að mæla hana nákvæmlega. Alþjóðlegir stuðlar til að reikna út losun breyttust fyrir nokkrum árum og hækkaði þá áætluð losun frá framræstu votlendi umtalsvert. Deilt hefur verið um nákvæmt umfang losunarinnar en ljóst virðist að framræst votlendi sé stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Pólitík hefur einnig blandast inn í umræðuna um endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð. Þannig færði Sigríður Á. Andersen, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi dómsmálaráðherra, rök fyrir því að fella ætti niður græn gjöld á bíla og jarðefnaeldsneyti í ljósi þess hversu hátt hlutfall gróðurhúsalofttegunda á Íslandi losnaði frá landi þegar hún fékk svar við fyrirspurn um losunina árið 2015. Síðan þá hafa nær allir stjórnmálaflokkar sett endurheimt votlendis á stefnuskrá sína. Endurheimt votlendis er ekki nefnd berum orðum í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þar er hins vegar kveðið á um að kolefnishlutleysi verði meðal annars náð með „breyttri landnotkun í samræmi við alþjóðlega viðurkennda staðla og með hliðsjón af vistkerfisnálgun og skipulagssjónarmiðum“.Hugi Ólafsson hefur farið fyrir samninganefnd Íslands á loftslagsráðstefnum Sameinuðu þjóðanna um árabil. Hann segir ESB setja þak á hversu mikið hægt er að nýta landnýtingu til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun.VÍSIR/UNFCCCÞak á landnýtingu í regluverki ESB Nú þegar rúm tvö ár eru liðin frá undirritun Parísarsamkomulagsins, arftaka Kýótóbókunarinnar, og aðeins tvö ár eru þar til það tekur gildi hafa íslensk stjórnvöld enn ekki samið við Evrópusambandið um hver hlutdeild Íslands eigi að vera í sameiginlegu markmiði um að draga úr losun um 40% fyrir árið 2030. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir umhverfisráðuneytið að óformlegar viðræður hafi farið fram. Fulltrúar ESB hafi hins vegar sagt að ekki verði hægt að hefja formlegar viðræður fyrr en sambandið hefur gengið frá regluverki um hvernig telja skuli fram losun. Ráðuneytið vonast til þess að viðræðurnar geti hafist innan nokkurra vikna eða mánaða. Þetta regluverk ESB mun hafa áhrif á hversu mikið verður hægt að nýta árangur frá endurheimt votlendis og öðrum aðgerðum á sviði landnýtingar upp í markmið Parísarsamkomulagsins. Regluverkið er sagt meira takmarkandi en núverandi reglur Kýótóbókunarinnar. „Það er klárt að í regluverki ESB er almennt takmörkunum háð hvað er hægt að telja aðgerðir í landnotkun með gagnvart skuldbindingum. Það er þak á því. Það á jafnt við um endurheimt votlendis, skógrækt, landgræðslu og annað slíkt,“ segir Hugi Ólafsson, aðalsamningamaður íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum og skrifstofustjóri umhverfisráðuneytisins, í samtali við Vísi. Verði sú niðurstaðan þurfa íslensk stjórnvöld fyrst og fremst að ná fram samdrætti í losun frá hefðbundnum geirum eins og samgöngum, iðnaði, sjávarútvegi og landbúnaði. „Það hefur alltaf verið yfirlýst stefna Íslands að reyna bæði að draga úr losun og binda kolefni. Við viljum ná árangri í öllum flokkum. Í sjálfu sér hefur það ekkert breyst,“ segir Hugi.Þurfa fyrst að núlla út losun frá síðasta áratug Jón Guðmundsson, sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, hefur séð um landnýtingarþátt losunarbókhalds Íslands utan skógræktar og landgræðslu undanfarin tuttugu ár. Hann segir að hugsanlega gæti Ísland nýtt breytta landnýtingu, endurheimt votlendis, skógrækt og uppgræðslu, til að ná um 7% af samdrætti sínum í losun. Þetta hlutfall miðast við hversu stór hluti landbúnaður er af heildarlosun landa. Til þess að geta talið fram landnýtingu sem bindingu kolefnis upp í markmið um samdrátt í losun verður hins vegar fyrst að stöðva nettólosun frá landi á Íslandi. Jón segir að viðmiðunarár Parísarsamkomulagsins verði líklega frá 2005 til 2008. Talið sé að töluverð framræsla hafi átt sér stað á Íslandi frá þeim tíma, allt að fjögur hundruð kílómetrar af nýjum skurðum. Íslendingar þurfi að ná losuninni frá framræstu landi niður fyrir þau viðmið áður en hægt verður að nýta endurheimt votlendis og bindingu á vettvangi Parísarsamkomulagsins. „Ef við viljum nýta okkur bindingarmöguleikana blasir við að við þurfum að vega upp þessa framræslu sem hefur átt sér stað frá 2005 með endurheimt,“ segir Jón.Á meðal þeirra sem hafa rannsakað losun frá íslensku votlendi er Hlynur Óskarsson, vistfræðingur hjá Landbúnaðarháskólanum.Hlynur ÓskarssonFámenn þjóð í stóru landi Ísland er í þeirri sérstöku stöðu innan Evrópu að losun gróðurhúsalofttegunda er einstaklega há hér hlutfallslega. Hlynur Óskarsson, vistfræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands sem hefur rannsakað losun frá framræstu votlendi, segir að losun gróðurhúsalofttegunda af völdum landnýtingar sé ekki minni á hverja flatareiningu í öðrum Evrópuríkjum. Vegna mannfjölda sé hlutfall þeirrar losunar af heildarlosuninni hins vegar mun lægra en á Íslandi. „Ég held að við séum í mjög sérstakri stöðu í Evrópu varðandi landnotkun. Hér eru meiri möguleikar á kolefnisbindingu og endurheimt en annars staðar en líka erum við fámenn þjóð í stóru landi og landið vegur því þyngra prósentulega,“ segir Hugi hjá umhverfisráðuneytinu. Þá ítrekar hann að allar mælingar og mat á losun frá landi séu flóknari, þar á meðal á hversu stórt hlutfall sé til komið af völdum manna. Í Kýótóbókuninni séu strangar kröfur um hvað sé hægt að telja fram gagnvart skuldbindingum. Ekki eru gerðar kröfur í henni um samdrátt í losun frá landi en hægt er að telja fram árangur af samdrætti ef hægt er að sýna fram á hana.Afleiðingar fyrir bókhaldið að hætta við samstarf við ESB Vildu Íslendingar nýta endurheimt votlendis sem mótvægisaðgerð gegn losun í meira mæli eins og sum ríki hafa gert segir Jón hjá Landbúnaðarháskólanum að valkostur gæti verið í stöðunni fyrir Ísland að hætta við að taka þátt í sameiginlegu markmiði ESB fyrir Parísarsamkomulagið. Það væri pólitísk ákvörðun. „Þá gætum við alveg ákveðið að taka fleiri þætti inn. Þessi takmörk eru vegna samflots með Evrópusambandinu í að uppfylla skuldbindingar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Sum ríki hafa ákveðið að taka votlendi með sem mótvægisaðgerð til að ná sínum markmiðum,“ segir Jón. Slík ákvörðun hefði þó verulegar afleiðingar í för með sér fyrir losunarbókhald Íslands. Stóriðjufyrirtæki á Íslandi sem bera ábyrgð á langstærstum hluta losunar gróðurhúsalofttegunda utan landnýtingar hafa hingað til fallið undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Segði Ísland sig úr samstarfinu yrði það á ábyrgð Íslands að draga úr losun frá stóriðju.Siðferðisleg ábyrgð umfram Parísarsamkomulagið Þó að endurheimt votlendis gagnist takmarkað upp í væntanlegar skuldbindingar Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er ljóst að aðgerðir til að bleyta upp í framræstum mýrum hjálpa loftslaginu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að hvort sem aðgerðir sem tengjast endurheimt votlendis verði nýttar gagnvart markmiðum Parísarsamningsins eða ekki geti þær gegnt veigamiklu hlutverki þegar kemur að markmiði stjórnvalda um kolefnishlutleysi 2040. „Það er auðvitað ljóst að það er mikil losun frá framræstu votlendi og við viljum fara í aðgerðir til að draga úr henni, hvernig sem það er talið fram og hvort sem það er skylda eða valkvætt eftir alþjóðareglum,“ segir Hugi. Í sama streng tekur Jón hjá Landbúnaðarháskólanum. „Þetta er samt loftslagsaðgerð hvernig sem bókhaldið telur. Ef þú telur þetta út frá hlýnun og losun þá er þetta mjög öflug leið til að draga úr losun. Það er svo annað hvernig menn endurspegla sín markmið inn í útfærsluna og bókhaldið gagnvart [Parísar]samkomulaginu,“ segir hann.Votlendissjóður sem Eyþór Eðvarðsson átti þátt í að stofna hefur óskað eftir að ríkið fjármagni stöðu eins starfsmanns. Sjóðurinn á að safna framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum í þjóðarátaki til að bleyta aftur upp í framræstum mýrum.Eyþór Eðvarðsson frá París 1,5, aðgerðarhóp í loftslagsmálum, segir að ekki verði fram hjá því horft að framræst votlendi sé stærsti þátturinn í losunarbókhaldi Íslands. Aldrei verði hægt að tala um árangur af loftslagsaðgerðum á Íslandi fyrr en ráðist verði í aðgerðir í votlendi, hvað sem Parísarsamkomulaginu líði. „Við berum ábyrgð á þessari losun hvernig sem á það er litið. Siðferðisleg ábyrgð er langt umfram þetta Parísarsamkomulag. Það er bara barnaskapur að uppfylla Parísarsamkomulagið og láta votlendið liggja. Það er siðlaust með öllu,“ segir Eyþór sem er einn stofnenda Votlendissjóðs sem er ætlað að safna frjálsum framlögum til að endurheimta votlendi.Unnið að aðgerðaáætlun og stofnun loftslagsráðs Umhverfisráðuneytið ætlaði að hafa aðgerðaáætlun í loftslagsmálum tilbúna fyrir lok síðasta árs en hún hefur engu að síður enn ekki litið dagsins ljós. Í svari ráðuneytisins kemur fram að vinnan við áætlunina hafi verið komin vel af stað þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fór frá í haust. Þá hafi verkefnið hins vegar verið sett á ís vegna þess að pólitískt umboð var ekki lengur til staðar Nú segir ráðuneytið að þráðurinn hafi verið tekinn upp að nýju og byggt sé á ákvæðum stjórnarsáttmálans auk vinnunar sem fór fram í fyrra. Unnið sé að því að greina þau verkefni sem nefnd eru í stjórnarsáttmálanum og lúta að loftslagsmálum. Skilgreina þurfi með hvaða hætti þau verða framkvæmd auk þess sem þau þurfi að kostnaðarmeta. Sum þeirra verkefna verði væntanlega unnin undir hatti aðgerðaráætlunar. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um stofnun loftslagsráðs. Ráðuneytið segir að stefnt sé að því að skipa ráðið á næstu vikum. Það verði þó ekki beintengt aðgerðaáætluninni en reynt verði að tryggja að samhljómur verði í störfum ráðsins og vinnunar sem fari fram undir hatti aðgerðaráætlunarinnar. Eitt helsta verkefni loftslagsráðsins verði að móta framtíðarsýn um kolefnishlutleysi Íslands fyrir árið 2040 sem er aftur eitt helsta loftslagsmarkmið stjórnarsáttmálans.
Segir bændur hafa farið hamförum við skurðgröft og vill að þeir fylli upp í þá Illa farið beitiland losar meiri koltvísýring heldur en iðnaður og landbúnaður. 7. janúar 2018 22:04
Fortíðardýrkun að reynast okkur dýr í umhverfismálum Dýrmætum tíma hefur verið sólundað og veik staða Íslands í loftslagsmálum er því til sönnunar. Stjórnvöld ríghalda í afrek fortíðar en hafa vanrækt verkefni sem hafa fyrir löngu verið skilgreind. Niðurstaðan er að stórtækar og s 16. febrúar 2017 10:00
Þörf á átaki í landgræðslu til að sporna við óðalosun næstu ár Að óbreyttu mun Ísland þurfa að kaupa losunarheimildir til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Landgræðslustjóri segir mikil sóknarfæri í landgræðslunni þar sem 500 þúsund hektarar bíða endurheimtar. 21. október 2017 06:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent