Ósátt við að þurfa að lesa tíðindi af sveitarstjóra í fjölmiðlum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2018 10:00 Arnar Þór Sævarsson hefur verið sveitarstjóri á Blönduósi frá árinu 2007. Minnihlutinn í sveitarstjórn Blönduósbæjar telur ekki heppilegt að sveitarstjórn þurfi að lesa um það fyrst í fjölmiðlum að sveitarstjóri hafi tekið að sér önnur störf samhliða vinnu sinni. Arnar Þór Sævarsson var þann 18. janúar tilkynntur sem nýr aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, en Arnar Þór hefur verið sveitarstjóri í rúman áratug. Hörður Ríkharðsson er fyrrverandi varaþingmaður fyrir Samfylkinguna.Hvorki eðlilegt né heppilegt Hörður Ríkharðsson, einn þriggja í minnihluta sveitarstjórnar, lagði fram bókun á fundi byggðarráðs undir liðnum önnur mál þann 24. janúar. Í bókuninni sagði: „Sveitarstjóri er ráðinn af sveitarstjórn, allar breytingar á starfi sveitarstjóra ættu því að ræðast í sveitarstjórn. Það getur ekki talist eðlilegt né heppilegt að sveitarstjórnarmenn fræðist um það í fjölmiðlum þegar breytingar verða á starfi sveitarstjóra eða hann tekur að sér opinber launuð aukastörf.“Á fundi sveitarstjórnar í gær var fjallað um starfslok Arnars Þórs sem sveitarstjóra. Var lagður fram starfsflokasamningur sem fjögurra manna meirihlutinn samþykkti en þriggja manna minnihlutinn sat hjá. Arnar Þór mun sinna starfinu samhliða því að aðstoða ráðherra út mars. Meirihlutinn lagði til að Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar, yrði ráðinn sveitarstjóri til loka kjörtímabilsins. Formanni byggðarráðs var falið að ganga frá ráðningarsamningi við Valgarð sem lagður verður fyrir sveitarstjórn á fundi í mars.Frá Blönduósi.vísir/pjeturÁ tvöföldum launum Fráfarandi sveitarstjóri verður á tvöföldum launum ef svo má segja næstu misserin. Í samningi hans er skilyrði um sex mánaða biðlaun frá starfslokum, þ.e. til loka september miðað við að hann láti af störfum í lok mars. Þá þiggur hann um 1,2 milljónir króna á mánuði sem annar tveggja aðstoðarmanna Ásmundar Einars. „Við brotthvarf Arnars Þórs úr starfi sveitarstjóra á Blönduósi birtast okkur þau biðlaunaforréttindi sem ýmsir sveitarstjórar virðast njóta en þau felast í því að fá biðlaun enda þótt þeir fari í annað launað sambærilegt starf,“ segir Hörður. Almennt gildir um biðlaun að starfsmenn ríkisins fá sex mánaða biðlaun í þeim tilfellum sem starf þeirra er lagt niður. Þá eiga þingmenn rétt á biðlaunum, t.d. nítján í kjölfar síðustu kosninga til Alþingis. „Mig minnir að það hafi verið tekist á um þetta 2010 og þáverandi meirihluti komið þessum réttindum inn í samning hans.“ Blönduós Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Minnihlutinn í sveitarstjórn Blönduósbæjar telur ekki heppilegt að sveitarstjórn þurfi að lesa um það fyrst í fjölmiðlum að sveitarstjóri hafi tekið að sér önnur störf samhliða vinnu sinni. Arnar Þór Sævarsson var þann 18. janúar tilkynntur sem nýr aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, en Arnar Þór hefur verið sveitarstjóri í rúman áratug. Hörður Ríkharðsson er fyrrverandi varaþingmaður fyrir Samfylkinguna.Hvorki eðlilegt né heppilegt Hörður Ríkharðsson, einn þriggja í minnihluta sveitarstjórnar, lagði fram bókun á fundi byggðarráðs undir liðnum önnur mál þann 24. janúar. Í bókuninni sagði: „Sveitarstjóri er ráðinn af sveitarstjórn, allar breytingar á starfi sveitarstjóra ættu því að ræðast í sveitarstjórn. Það getur ekki talist eðlilegt né heppilegt að sveitarstjórnarmenn fræðist um það í fjölmiðlum þegar breytingar verða á starfi sveitarstjóra eða hann tekur að sér opinber launuð aukastörf.“Á fundi sveitarstjórnar í gær var fjallað um starfslok Arnars Þórs sem sveitarstjóra. Var lagður fram starfsflokasamningur sem fjögurra manna meirihlutinn samþykkti en þriggja manna minnihlutinn sat hjá. Arnar Þór mun sinna starfinu samhliða því að aðstoða ráðherra út mars. Meirihlutinn lagði til að Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar, yrði ráðinn sveitarstjóri til loka kjörtímabilsins. Formanni byggðarráðs var falið að ganga frá ráðningarsamningi við Valgarð sem lagður verður fyrir sveitarstjórn á fundi í mars.Frá Blönduósi.vísir/pjeturÁ tvöföldum launum Fráfarandi sveitarstjóri verður á tvöföldum launum ef svo má segja næstu misserin. Í samningi hans er skilyrði um sex mánaða biðlaun frá starfslokum, þ.e. til loka september miðað við að hann láti af störfum í lok mars. Þá þiggur hann um 1,2 milljónir króna á mánuði sem annar tveggja aðstoðarmanna Ásmundar Einars. „Við brotthvarf Arnars Þórs úr starfi sveitarstjóra á Blönduósi birtast okkur þau biðlaunaforréttindi sem ýmsir sveitarstjórar virðast njóta en þau felast í því að fá biðlaun enda þótt þeir fari í annað launað sambærilegt starf,“ segir Hörður. Almennt gildir um biðlaun að starfsmenn ríkisins fá sex mánaða biðlaun í þeim tilfellum sem starf þeirra er lagt niður. Þá eiga þingmenn rétt á biðlaunum, t.d. nítján í kjölfar síðustu kosninga til Alþingis. „Mig minnir að það hafi verið tekist á um þetta 2010 og þáverandi meirihluti komið þessum réttindum inn í samning hans.“
Blönduós Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira