Minning frá Manchester Þorvaldur Gylfason skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Ég man ekki lengur hvort þau voru þrjú eða fjögur. Ég man bara að við grúfðum okkur yfir sársvangar súpuskálarnar og tókum varla eftir því þegar þau læddust inn í mötuneytið og byrjuðu að stilla hljóðfærin. Þetta var haustið 1971 í hádegisverðarhléi í félagsheimili stúdenta í Manchester. Sá sem fór fyrir þeim ávarpaði okkur með þessum orðum: Okkur langar að fá að leika fyrir ykkur nokkur lög meðan þið sitjið að snæðingi. Ég heiti Paul McCartney og þetta eru félagar mínir í bandinu sem við stofnuðum í vor leið. Hófst síðan söngurinn. Við lukum súpunni. Íslendingarnir sátu jafnan saman við borð. Elztur og reyndastur í hópnum var Kjartan Thors jarðfræðingur. Söngurinn dugði varla til að létta grámyglu hversdagsins af sótsvartri iðnaðarborginni eða til að slökkva heimþrá stúdentanna. Manchester var þá líkt og aðrar borgir Bretlands óhrein og óhrjáleg, ekki svipur hjá fyrri eða síðari sjón. Aldarfjórðungi eftir stríðslokin 1945 átti Bretland ennþá langt í land, einnig gömlu borgirnar Birmingham, Glasgow, Liverpool, Manchester o.fl., sem höfðu allar verið stórveldi á fyrri tíð. Reykjavík átti þá einnig langt í land. Malbikun gatna var skammt á veg komin. Braggar stríðsáranna settu mark sitt á bæinn öll mín uppvaxtarár þótt þeim hefði fækkað smám saman eins og Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur lýsir vel í bók sinni Undir bárujárnsboga. Nú er Manchester mesta háskólaborg Evrópu á þann hátt að hvergi annars staðar eru fleiri stúdentar saman komnir á einum stað. Allt er breytt. Nú er nuddstofa í gömlu hagfræðideildinni við Dover Street þar sem áður var bókasafn.Ekki bara tónlist … Ferill Pauls McCartney og félaga hans í Bítlunum 1960-1970 hafði verið ævintýralegur. Tónlist þeirra var fersk og frumleg og endurnýjunargleðin átti engan sinn líka. Sumir tónlistarmenn líta svo á að Igor Stravinsky, rússneska tónskáldið, hafi e.t.v. átt manna mestan þátt í að bjarga svo nefndri klassískri tónlist 20. aldar úr tröllahöndum þeirra sem sömdu helzt tónlist sem fáir vildu heyra. Sumir aðrir líta svo á að Bítlarnir hafi átt mikinn þátt í þessu. Þeir kynntu sér raftónlist og aðrar nýjungar, einnig indverska tónlist, og veittu henni inn í eigin verk. Þeir létu ekki þar við sitja. Þegar þeir héldu tónleika í Bandaríkjunum 1964-1966 mæltu þeir gegn stríðsrekstri Bandaríkjastjórnar í Víetnam, ekki að fyrra bragði, heldur með því að svara spurningum blaðamanna um málið án undandráttar. Það höfðu aðrir hryntónlistarmenn ekki gert fram að því, t.d. ekki Bob Dylan.… heldur einnig hugsjónir McCartney sagði frá því löngu síðar að til sín hefðu komið nokkrir Rússar eftir tónleika sem hann hélt á Rauða torginu í Moskvu 2003. Erindið var að þakka honum fyrir framlag hans og félaga hans til hruns kommúnismans þar eystra. Rússarnir sögðu honum upptendraðir að tjaldabaki frá hugguninni sem þeir höfðu sótt í að hlusta á smyglaðar bítlaplötur mitt í allri fátæktinni, spillingunni og vonleysinu á valdatíma kommúnista. Við vorum í viðbragðsstöðu þegar múrarnir hrundu 1989-1991, sögðu Rússarnir við McCartney. Ég hafði ekki hugsað út í þetta, sagði bassaleikarinn hrærður – hann sem hafði ort kvæði um upprisu blökkumanna í Bandaríkjunum í krafti mannréttindalaganna sem Lyndon Johnson forseti kom í gegnum þingið í Washington 1964-1965 og sungið kvæðið við fallegt lag sem hann samdi í anda Bachs. Kvæðið heitir Svartfugl (Blackbird) og hljóðar svo í lauslegri þýðingu minni:Svartfugl syngur dátt um dimma nóttBrotnir vængir hefja þig til flugsAllt þitt lífhefur þú mátt þreyja og bíða þessa andartaksSvartfugl syngur dátt um dimma nóttSokkin augu leyfa þér að sjáAllt þitt lífhefur þú mátt þreyja og bíða þess að verða frjálsFljúg svarti fugl, fljúg svarti fuglbeint inn í ljósið um biksvarta nótt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ég man ekki lengur hvort þau voru þrjú eða fjögur. Ég man bara að við grúfðum okkur yfir sársvangar súpuskálarnar og tókum varla eftir því þegar þau læddust inn í mötuneytið og byrjuðu að stilla hljóðfærin. Þetta var haustið 1971 í hádegisverðarhléi í félagsheimili stúdenta í Manchester. Sá sem fór fyrir þeim ávarpaði okkur með þessum orðum: Okkur langar að fá að leika fyrir ykkur nokkur lög meðan þið sitjið að snæðingi. Ég heiti Paul McCartney og þetta eru félagar mínir í bandinu sem við stofnuðum í vor leið. Hófst síðan söngurinn. Við lukum súpunni. Íslendingarnir sátu jafnan saman við borð. Elztur og reyndastur í hópnum var Kjartan Thors jarðfræðingur. Söngurinn dugði varla til að létta grámyglu hversdagsins af sótsvartri iðnaðarborginni eða til að slökkva heimþrá stúdentanna. Manchester var þá líkt og aðrar borgir Bretlands óhrein og óhrjáleg, ekki svipur hjá fyrri eða síðari sjón. Aldarfjórðungi eftir stríðslokin 1945 átti Bretland ennþá langt í land, einnig gömlu borgirnar Birmingham, Glasgow, Liverpool, Manchester o.fl., sem höfðu allar verið stórveldi á fyrri tíð. Reykjavík átti þá einnig langt í land. Malbikun gatna var skammt á veg komin. Braggar stríðsáranna settu mark sitt á bæinn öll mín uppvaxtarár þótt þeim hefði fækkað smám saman eins og Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur lýsir vel í bók sinni Undir bárujárnsboga. Nú er Manchester mesta háskólaborg Evrópu á þann hátt að hvergi annars staðar eru fleiri stúdentar saman komnir á einum stað. Allt er breytt. Nú er nuddstofa í gömlu hagfræðideildinni við Dover Street þar sem áður var bókasafn.Ekki bara tónlist … Ferill Pauls McCartney og félaga hans í Bítlunum 1960-1970 hafði verið ævintýralegur. Tónlist þeirra var fersk og frumleg og endurnýjunargleðin átti engan sinn líka. Sumir tónlistarmenn líta svo á að Igor Stravinsky, rússneska tónskáldið, hafi e.t.v. átt manna mestan þátt í að bjarga svo nefndri klassískri tónlist 20. aldar úr tröllahöndum þeirra sem sömdu helzt tónlist sem fáir vildu heyra. Sumir aðrir líta svo á að Bítlarnir hafi átt mikinn þátt í þessu. Þeir kynntu sér raftónlist og aðrar nýjungar, einnig indverska tónlist, og veittu henni inn í eigin verk. Þeir létu ekki þar við sitja. Þegar þeir héldu tónleika í Bandaríkjunum 1964-1966 mæltu þeir gegn stríðsrekstri Bandaríkjastjórnar í Víetnam, ekki að fyrra bragði, heldur með því að svara spurningum blaðamanna um málið án undandráttar. Það höfðu aðrir hryntónlistarmenn ekki gert fram að því, t.d. ekki Bob Dylan.… heldur einnig hugsjónir McCartney sagði frá því löngu síðar að til sín hefðu komið nokkrir Rússar eftir tónleika sem hann hélt á Rauða torginu í Moskvu 2003. Erindið var að þakka honum fyrir framlag hans og félaga hans til hruns kommúnismans þar eystra. Rússarnir sögðu honum upptendraðir að tjaldabaki frá hugguninni sem þeir höfðu sótt í að hlusta á smyglaðar bítlaplötur mitt í allri fátæktinni, spillingunni og vonleysinu á valdatíma kommúnista. Við vorum í viðbragðsstöðu þegar múrarnir hrundu 1989-1991, sögðu Rússarnir við McCartney. Ég hafði ekki hugsað út í þetta, sagði bassaleikarinn hrærður – hann sem hafði ort kvæði um upprisu blökkumanna í Bandaríkjunum í krafti mannréttindalaganna sem Lyndon Johnson forseti kom í gegnum þingið í Washington 1964-1965 og sungið kvæðið við fallegt lag sem hann samdi í anda Bachs. Kvæðið heitir Svartfugl (Blackbird) og hljóðar svo í lauslegri þýðingu minni:Svartfugl syngur dátt um dimma nóttBrotnir vængir hefja þig til flugsAllt þitt lífhefur þú mátt þreyja og bíða þessa andartaksSvartfugl syngur dátt um dimma nóttSokkin augu leyfa þér að sjáAllt þitt lífhefur þú mátt þreyja og bíða þess að verða frjálsFljúg svarti fugl, fljúg svarti fuglbeint inn í ljósið um biksvarta nótt
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun