Kveður Burberry eftir 17 ár Ritstjórn skrifar 19. febrúar 2018 20:00 Glamour/Getty Tískuvikan í London stendur nú yfir, þar sem eftirvæntingin var mikil eftir Burberry. Ástæðan fyrir því var að þetta var síðasta lína Christopher Bailey fyrir tískuhúsið, en þar hefur hann hannað síðustu sautján ár. Línan var sýnd í vestur-London, þar sem margar stjörnur voru á meðal áhorfenda, og einar vinsælustu fyrirsætur Bretlands gengu tískupallana. Litagleðin var allsráðandi, en Christopher notaði regnbogalitina mikið, í loðkápum jafnt sem pilsum. Mikið var um mynstur, þar sem gegnsæjar flíkur voru settar yfir prjónapeysur eða langermaboli. Það trend var áberandi fyrir sumarið, svo gaman er að sjá að það muni halda áfram og inn í veturinn. Köflótt var enn áberandi, en skortur var samt á þessum gömlu góðu klassísku Burberry-flíkum sem Christopher hefur gert svo vinsælt, eins og bresku hermannajakkarnir. Það verður spennandi að sjá hvað Christopher Bailey gerir næst, en eitt er víst, og það er að hann ákvað að fara frá Burberry á glaðlegan hátt. Burberry finale A post shared by Suzy Menkes (@suzymenkesvogue) on Feb 17, 2018 at 10:37am PST Mest lesið Rauður áberandi á tískuvikunni í Stokkhólmi Glamour Kylie Jenner opnar bjútí blogg Glamour Leonardo DiCaprio og Orlando Bloom fóru saman á Coachella Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour Hettupeysur, há stígvél og breiðar axlir Glamour Zayn færir sig yfir í tískubransann Glamour Hinn fullkomni hvíti stuttermabolur Glamour Svona átt þú að pósa á rauða dreglinum Glamour Nýr ritstjóri, nýir tímar breska Vogue Glamour Courtney Cox opnar sig um lýtaaðgerðir Glamour
Tískuvikan í London stendur nú yfir, þar sem eftirvæntingin var mikil eftir Burberry. Ástæðan fyrir því var að þetta var síðasta lína Christopher Bailey fyrir tískuhúsið, en þar hefur hann hannað síðustu sautján ár. Línan var sýnd í vestur-London, þar sem margar stjörnur voru á meðal áhorfenda, og einar vinsælustu fyrirsætur Bretlands gengu tískupallana. Litagleðin var allsráðandi, en Christopher notaði regnbogalitina mikið, í loðkápum jafnt sem pilsum. Mikið var um mynstur, þar sem gegnsæjar flíkur voru settar yfir prjónapeysur eða langermaboli. Það trend var áberandi fyrir sumarið, svo gaman er að sjá að það muni halda áfram og inn í veturinn. Köflótt var enn áberandi, en skortur var samt á þessum gömlu góðu klassísku Burberry-flíkum sem Christopher hefur gert svo vinsælt, eins og bresku hermannajakkarnir. Það verður spennandi að sjá hvað Christopher Bailey gerir næst, en eitt er víst, og það er að hann ákvað að fara frá Burberry á glaðlegan hátt. Burberry finale A post shared by Suzy Menkes (@suzymenkesvogue) on Feb 17, 2018 at 10:37am PST
Mest lesið Rauður áberandi á tískuvikunni í Stokkhólmi Glamour Kylie Jenner opnar bjútí blogg Glamour Leonardo DiCaprio og Orlando Bloom fóru saman á Coachella Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour Hettupeysur, há stígvél og breiðar axlir Glamour Zayn færir sig yfir í tískubransann Glamour Hinn fullkomni hvíti stuttermabolur Glamour Svona átt þú að pósa á rauða dreglinum Glamour Nýr ritstjóri, nýir tímar breska Vogue Glamour Courtney Cox opnar sig um lýtaaðgerðir Glamour