Umboðsmanni Alþingis gefið rými til rannsóknar á ráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd var einróma í því að fresta rannsókn sinni á dómaramálinu. VÍSIR/EYÞÓR Stjórnsýsla Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen við skipun fimmtán dómara í Landsrétt. Ekki liggur fyrir hvort umboðsmaður Alþingis muni hefja frumkvæðisrannsókn á embættisfærslum ráðherrans eða almennt um skipan dómara við réttinn. Þingmenn vinstri grænna segja alvarlegt að ráðherrar brjóti lög og fái á sig hæstaréttardóm en telja ekki tímabært að Sigríður segi af sér. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir nefndina slá rannsókn sinni á frest til að veita umboðsmanni það svigrúm sem hann þarf ef hann vilji hefja frumkvæðisathugun á skipan Sigríðar Andersen. Umboðsmaður Alþingis baðst undan viðtali við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað og sagðist ætla að skoða málið í rólegheitunum. „Umboðsmaður hefur sagt að hann skoði ekki málið á meðan það er til umfjöllunar í þinginu. Því er það ákvörðun okkar að fresta skoðun okkar á málinu og því getur umboðsmaður, telji hann ástæðu til, hafið athugun á skipan dómara í Landsrétt,“ segir Helga Vala. Kolbeinn Proppé, þingmaður VG í nefndinni, segir líklegt að umboðsmaður hefji frumkvæðisathugun. Hann segir það ekki hafa komið til skoðunar að ráðherra víki á meðan málið er til rannsóknar.Ekki í lagi að brjóta lög Þegar Kolbeinn er spurður hve oft ráðherra þurfi að vera dæmdur fyrir embættisfærslur til að þurfa að segja af sér segist hann ekki vita svarið við þeirri spurningu. „Það er ekki í lagi að neinn brjóti lög í starfi,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, um stöðu dómsmálaráðherra. „Við í þinginu erum búin að leggja töluverða vinnu í að fá botn í málið og afla nýrra gagna. Þingflokkur VG mun mjög líklega taka snúning á málinu um leið og niðurstaða umboðsmanns liggur fyrir,“ segir Ólafur Þór. Lilja Rafney Magnúsdóttir, samflokksmaður Ólafs, segir stöðuna grafalvarlega. „Það er ekki hefð fyrir afsögn ráðherra hér á landi og við í VG höfum metið það sem svo að krefjast ekki afsagnar,“ segir Lilja Rafney. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sóttu hart að dómsmálaráðherra: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að falla á fyrsta prófinu?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. 1. febrúar 2018 11:15 Gera hlé á Landsréttarmálinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um málið í hádeginu. 6. febrúar 2018 13:53 Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þeir ræddu dómsmál landsins og Jón Þór útilokar ekki að lögð verið fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. 3. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Stjórnsýsla Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen við skipun fimmtán dómara í Landsrétt. Ekki liggur fyrir hvort umboðsmaður Alþingis muni hefja frumkvæðisrannsókn á embættisfærslum ráðherrans eða almennt um skipan dómara við réttinn. Þingmenn vinstri grænna segja alvarlegt að ráðherrar brjóti lög og fái á sig hæstaréttardóm en telja ekki tímabært að Sigríður segi af sér. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir nefndina slá rannsókn sinni á frest til að veita umboðsmanni það svigrúm sem hann þarf ef hann vilji hefja frumkvæðisathugun á skipan Sigríðar Andersen. Umboðsmaður Alþingis baðst undan viðtali við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað og sagðist ætla að skoða málið í rólegheitunum. „Umboðsmaður hefur sagt að hann skoði ekki málið á meðan það er til umfjöllunar í þinginu. Því er það ákvörðun okkar að fresta skoðun okkar á málinu og því getur umboðsmaður, telji hann ástæðu til, hafið athugun á skipan dómara í Landsrétt,“ segir Helga Vala. Kolbeinn Proppé, þingmaður VG í nefndinni, segir líklegt að umboðsmaður hefji frumkvæðisathugun. Hann segir það ekki hafa komið til skoðunar að ráðherra víki á meðan málið er til rannsóknar.Ekki í lagi að brjóta lög Þegar Kolbeinn er spurður hve oft ráðherra þurfi að vera dæmdur fyrir embættisfærslur til að þurfa að segja af sér segist hann ekki vita svarið við þeirri spurningu. „Það er ekki í lagi að neinn brjóti lög í starfi,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, um stöðu dómsmálaráðherra. „Við í þinginu erum búin að leggja töluverða vinnu í að fá botn í málið og afla nýrra gagna. Þingflokkur VG mun mjög líklega taka snúning á málinu um leið og niðurstaða umboðsmanns liggur fyrir,“ segir Ólafur Þór. Lilja Rafney Magnúsdóttir, samflokksmaður Ólafs, segir stöðuna grafalvarlega. „Það er ekki hefð fyrir afsögn ráðherra hér á landi og við í VG höfum metið það sem svo að krefjast ekki afsagnar,“ segir Lilja Rafney.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sóttu hart að dómsmálaráðherra: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að falla á fyrsta prófinu?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. 1. febrúar 2018 11:15 Gera hlé á Landsréttarmálinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um málið í hádeginu. 6. febrúar 2018 13:53 Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þeir ræddu dómsmál landsins og Jón Þór útilokar ekki að lögð verið fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. 3. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Sóttu hart að dómsmálaráðherra: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að falla á fyrsta prófinu?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. 1. febrúar 2018 11:15
Gera hlé á Landsréttarmálinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um málið í hádeginu. 6. febrúar 2018 13:53
Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þeir ræddu dómsmál landsins og Jón Þór útilokar ekki að lögð verið fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. 3. febrúar 2018 14:00