Ekkert er nýtt undir sólinni Auður Guðjónsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 07:00 Á dögunum greindi Hákon Hákonarson læknir frá því í Kastljósi að hann hefði fundið stökkbreytt gen í miðtaugakerfi barna sem haldin eru athyglisbresti og ofvirkni. Það leiddi til leitar hans að því hvort þróað hefði verið lyf sem gæti slegið á einkenni röskunarinnar. Hann komst að því að það hefðu Japanir gert tuttugu árum fyrr í von um að geta notað það við minnisglöpum sem ekki gekk. Tilraunameðferðir á börnunum lofa góðu. Sá sem leitar hann finnur. Eins og fólk veit gengur erfiðlega að finna lækningu á meinum í miðtaugakerfinu þrátt fyrir að mikið sé rannsakað. Dóttir mín lamaðist fyrir 28 árum og þá var sagt að svo mikið væri að gerast í rannsóknum á taugakerfinu að lækning við mænuskaða hlyti að vera handan við hornið. Satt að segja er meðferð við mænuskaða sú sama í dag og þá. Lamað fólk er þjálfað til sjálfsbjargar í hjólastól og ekkert bólar á lækningu. Ástæðan er framtaksleysi. Hin mikla þekking sem til staðar er á taugavísindasviði er ekki skoðuð í stóra samhenginu og ekki nýtt almennt til að finna þræði sem samræmast eins og Hákon gerði með stórkostlegum árangri. Árið 2015 kom Ísland inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna tilvísun um að stefnt skuli að því að þjóðir heims bæti meðferðir í taugakerfinu. Í framhaldinu leitaði Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, eftir því við Norrænu ráðherranefndina að hún tæki tilvísunina upp og samþykkti að láta greina og samkeyra norræna gagnabanka á taugavísindasviði og leita að sameiginlegu mynstri í innihaldi þeirra. Markmiðið væri að auka skilning læknavísindanna á hvernig taugakerfið starfar og færa heiminn nær lækningu. Enn sem komið er hefur tillaga Lilju fengið jákvæða umfjöllun og verður vonandi samþykkt og komið í framkvæmd á þessu ári. Ég bið samstarfsráðherra, heilbrigðisráðherra og þingmenn Íslandsdeildar Norðurlandaráðs að beita sér kröftuglega málinu til framdráttar á vettvangi Norðurlandaráðs.Höfundur er stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum greindi Hákon Hákonarson læknir frá því í Kastljósi að hann hefði fundið stökkbreytt gen í miðtaugakerfi barna sem haldin eru athyglisbresti og ofvirkni. Það leiddi til leitar hans að því hvort þróað hefði verið lyf sem gæti slegið á einkenni röskunarinnar. Hann komst að því að það hefðu Japanir gert tuttugu árum fyrr í von um að geta notað það við minnisglöpum sem ekki gekk. Tilraunameðferðir á börnunum lofa góðu. Sá sem leitar hann finnur. Eins og fólk veit gengur erfiðlega að finna lækningu á meinum í miðtaugakerfinu þrátt fyrir að mikið sé rannsakað. Dóttir mín lamaðist fyrir 28 árum og þá var sagt að svo mikið væri að gerast í rannsóknum á taugakerfinu að lækning við mænuskaða hlyti að vera handan við hornið. Satt að segja er meðferð við mænuskaða sú sama í dag og þá. Lamað fólk er þjálfað til sjálfsbjargar í hjólastól og ekkert bólar á lækningu. Ástæðan er framtaksleysi. Hin mikla þekking sem til staðar er á taugavísindasviði er ekki skoðuð í stóra samhenginu og ekki nýtt almennt til að finna þræði sem samræmast eins og Hákon gerði með stórkostlegum árangri. Árið 2015 kom Ísland inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna tilvísun um að stefnt skuli að því að þjóðir heims bæti meðferðir í taugakerfinu. Í framhaldinu leitaði Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, eftir því við Norrænu ráðherranefndina að hún tæki tilvísunina upp og samþykkti að láta greina og samkeyra norræna gagnabanka á taugavísindasviði og leita að sameiginlegu mynstri í innihaldi þeirra. Markmiðið væri að auka skilning læknavísindanna á hvernig taugakerfið starfar og færa heiminn nær lækningu. Enn sem komið er hefur tillaga Lilju fengið jákvæða umfjöllun og verður vonandi samþykkt og komið í framkvæmd á þessu ári. Ég bið samstarfsráðherra, heilbrigðisráðherra og þingmenn Íslandsdeildar Norðurlandaráðs að beita sér kröftuglega málinu til framdráttar á vettvangi Norðurlandaráðs.Höfundur er stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands.
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar