Viðskipti innlent

Kalla inn Hafrakökur frá Myllunni

Atli Ísleifsson skrifar
Ákvörðun um innköllun er tekin að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Ákvörðun um innköllun er tekin að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Reykjavíkurborg
Myllan hefur innkallað Myllu Hafrakökur, Bónus Hafrakökur og Hagkaups Hafrakökur vegna aðskotahlutar sem fannst í einni köku. Ákvörðunin um innköllun er tekin að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Frá þessu greinir á vef Reykjavíkurborgar.

„Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

Vöruheiti:  Myllu Hafrakaka, Bónus Hafrakaka og Hagkaups Hafrakaka

Vörunúmer: 1505, 1485, 1488

Strikanúmer: 5690568015056, 5690568014851, 5690568014882

Nettómagn: 100 g

Best fyrir: til og með 31. janúar 2018

Framleiðandi: Myllan, Skeifunni 19, 108 Reykjavík

Dreifing: Verslanir um land allt

Neytendur sem keypt hafa Hafrakökur með framangreindum dagsetningum mega skila þeim í verslanir þar sem kökurnar voru keyptar eða til Myllunnar, Skeifunni 19, milli 8-16 alla virka daga. Nánari upplýsingar fást hjá Gæðadeild Myllunnar í síma 5102379 & 5102379 eða netfang: [email protected],“ segir í fréttinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×