Nissan afhendir Leaf nr. 300.000 Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2018 16:02 Ný kynslóð Nissan Leaf er þegar til sölu í Japan og brátt í Bandaríkjunum og Evrópu. Í gær afhenti Nissan sinn þrjúhundruðþúsundasta Leaf rafmagnsbíl. Það tók ríflega 7 ár fyrir Nissan að selja svo marga Leaf bíla, en Nissan Leaf var fyrst kynntur til sögunnar í desember árið 2010. Flestir Leaf bílar hafa verið seldir í Bandaríkjunum, eða 114.827 og um 90.000 í Japan. Það þýðir að um 95.000 Leaf bílar hafa verið seldir annarsstaðar í heiminum, svo sem í Evrópu. Það á Noregur væntanlega vænan skerf. Ný kynslóð af Nissan Leaf hefur nú þegar verið kynnt í Japan og sala bílsins hefst í Evrópu í febrúar, en í þessum mánuði í Bandaríkjunum. Búast má við vænum sölukipp á Nissan Leaf með þessari langdrægari kynslóð bílsins. Nissan Leaf er söluhæsti rafmagnsbíll heims og mun örugglega halda þeim titli á næstu árum, enda með góða forystu á aðrar gerðir rafmagnsbíla. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent
Í gær afhenti Nissan sinn þrjúhundruðþúsundasta Leaf rafmagnsbíl. Það tók ríflega 7 ár fyrir Nissan að selja svo marga Leaf bíla, en Nissan Leaf var fyrst kynntur til sögunnar í desember árið 2010. Flestir Leaf bílar hafa verið seldir í Bandaríkjunum, eða 114.827 og um 90.000 í Japan. Það þýðir að um 95.000 Leaf bílar hafa verið seldir annarsstaðar í heiminum, svo sem í Evrópu. Það á Noregur væntanlega vænan skerf. Ný kynslóð af Nissan Leaf hefur nú þegar verið kynnt í Japan og sala bílsins hefst í Evrópu í febrúar, en í þessum mánuði í Bandaríkjunum. Búast má við vænum sölukipp á Nissan Leaf með þessari langdrægari kynslóð bílsins. Nissan Leaf er söluhæsti rafmagnsbíll heims og mun örugglega halda þeim titli á næstu árum, enda með góða forystu á aðrar gerðir rafmagnsbíla.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent