Hann er kominn af draumum, kominn af himni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2018 10:00 "Hér er búið að eiga sér stað skemmtilegt samtal um hvað gerist þegar fullkomið verk, eins og þrílógían er, breytist í annað listform,“ segir Egill Heiðar um Himnaríki og helvíti. Fréttablaðið/Anton Brink Þegar svona stórt verk er valið á svið er það mikil áskorun fyrir alla sem að því koma,“ segir Egill Heiðar Anton Pálsson, leikstjóri sýningarinnar Himnaríki og helvíti sem frumsýnd er í Borgarleikhúsinu í kvöld. Hún byggir á þríleik Jóns Kalmans rithöfundar, Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins. Bjarni Jónsson leikskáld skrifaði leikgerðina og Jón Kalman er líka búinn að vera með í ráðum, að sögn Egils Heiðars. „Hér er búið að eiga sér stað skemmtilegt samtal um hvað gerist þegar fullkomið verk, eins og þrílógían er, breytist í annað listform, leikgerð, sem svo breytist í sýningu. Ef við hugsum okkur þetta sem heilaga þrenningu þá er fórnarstallur í þeim öllum. Jón þurfti að ganga í gegnum ritskoðun, leikgerðin gerir það líka og leiksýningin. Titillinn á þriðja þætti hjá okkur er Ein veröld verður að farast svo önnur verði til. Það gerist alveg við sköpun sýningar upp úr höfundarverki eins og þessu. Ýmislegt í bókunum tekur á sig annað form og við samþjöppunina falla út persónur og staðir.“ Sýningin tekur fulla þrjá tíma með tveimur hléum. „Höfundurinn lætur okkur kíkja hundrað ár aftur í tímann til hinna ímynduðu Vestfjarða sem hann býr til. Það er kór hinna framliðnu sem stígur á svið og fer að segja okkur nútímafólkinu sögu sína. Sagan hverfist um strák og það hvernig hann upplifir heiminn. Þetta er raunasaga og þroskasaga,“ segir Egill Heiðar og lýsir uppsetningunni nánar. „Við erum að leika okkur með að láta verkið hreyfast milli þriggja forma, frásagnar kórsins, sem þéttist og verður að dramatík, leiknum senum sem svo geta lyft sér upp í hið ljóðræna. Tónlist og hljóðmynd er öll lifandi gerð. Hjálmar H. Ragnarsson stendur fyrir henni og Pétur Eggertsson og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir spila. Orgelin voru hljóðfæri þessa tíma, því náðum við í þau, ekki bara til að spila tónlist heldur líka til að skapa vind. Helga E. Sigurðardóttir búningahönnuður hefur lagt mikla rannsóknarvinnu á sig, við að ná fram klæðnaði við hæfi, það er meðal annars búið að framleiða hér aldamótasjóstakka.“ Við erum stödd á stóra sviði Borgarleikhússins. Ég hafði séð fyrir mér að þar væru leiktjöld með grýlukertum og snjósköflum en þar er þá bara einn stór trékassi og nokkur orgel. „Sjáðu til,“ segir leikstjórinn. „Hann Egill Ingibergsson sér um leikmyndina og með honum vinnur Þórarinn Blöndal myndlistarmaður. Þeir eru búnir að vera niðri í dýflissu leikhússins að teikna ofboðslega fallegar kolateikningar, sex til átta þúsund talsins, listaverk sem eru notuð sem leiktjöld og færa okkur inn í þennan vestfirska heim sem sýningin gerist í.“ Leikhópurinn er líka hæfileikaríkur og vinnur af miklum heilindum gagnvart höfundinum, að sögn Egils Heiðars. „Það er leikhópurinn sem myndar kórinn og klofnar svo niður í persónur sem leika ólík hlutverk,“ útskýrir hann. En hvernig skyldi honum hafa gengið að finna leikara í hlutverk stráksins, aðalpersónu verksins? „Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kenna við leiklistardeild Listaháskólans og þar kynntist ég Þuríði Blæ Jóhannsdóttur. Þegar ákveðið var að ráðast í það þrekvirki að leikgera þessar bækur datt mér Þuríður Blær í hug. Í sögunni er talað um hversu sérstakur drengurinn sé og öðruvísi en flestir, hann er kominn af draumum, hann er kominn af himni, hann er skáldlegur, hann hefur einhvers konar ofurnæmi og skynjar tvo heima samtímis, hinn raunverulega heim og heiminn fyrir handan. Því það er gríðarleg draugasaga í öllum þessum bókum, enda eru þeir í raun framliðnir sem segja söguna og strákurinn er að kljást við draug Bárðar, Ástu draug og svo framvegis. Þetta er svolítið sérstakur frásagnarmáti. Strákurinn er ekki gerandi, heldur upplifir hann heiminn og í gegnum hann upplifum við heiminn. Til þess þarf leikara sem hefur ákveðið gegnsæi og því býr Þuríður Blær yfir – fallegu gegnsæi.“ Búningum og myndum sem heyra Himnaríki og helvíti til verður komið fyrir í anddyri leikhússins. „Það er svo mikið handverk í kringum þessa leiksýningu, mörg handtök. Það er svolítið gaman vegna þess að í bókunum er einmitt talað um að það hafi þurft svo mörg handtök áður fyrr, bara til að lifa af. Við vorum allt í einu komin í sama pakka,“ segir Egill Heiðar. Bækur Jóns Kalman, sem leikritið er unnið úr, eru gefnar út á árunum 2007, 2009 og 2011 sem voru umbrotatímar í íslensku samfélagi. „Jón Kalman var duglegur að skrifa í blöð og var aktífur samfélagsrýnandi,“ rifjar Egill Heiðar upp og segir skilning á því hver við séum eiga að ljúkast upp fyrir leikhúsgestum. Tekur líka fram að mikil kvennasaga sé í bókunum. „Við kynnumst Geirþrúði, Helgu, Andreu, Salvöru, Ragnheiði og Álfheiði. Auðvitað sterkum körlum líka, enda karlmennskan sjálf krufin sem og hið karllæga vald. Í þessum karllæga heimi eru konur sem ögra þeim og það verða úr því gríðarleg átök.“ Egill Heiðar er vissulega með stórt verkefni milli handanna. „Maður er með raunasögu, pólitískan þriller og ofboðslega valdabaráttu. En þó fyrst og fremst sögu af fólki og lífsbaráttu þess í heimi sem er svo harður að allt sem er mjúkt deyr. Húmor? Já, mikinn húmor. Jón nær svo fallega utan um þjóðarsálina og persónurnar sem við erum og þekkjum að það verður til sterk tragikómedía. Hún er besta formið af tragedíum.“ Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þegar svona stórt verk er valið á svið er það mikil áskorun fyrir alla sem að því koma,“ segir Egill Heiðar Anton Pálsson, leikstjóri sýningarinnar Himnaríki og helvíti sem frumsýnd er í Borgarleikhúsinu í kvöld. Hún byggir á þríleik Jóns Kalmans rithöfundar, Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins. Bjarni Jónsson leikskáld skrifaði leikgerðina og Jón Kalman er líka búinn að vera með í ráðum, að sögn Egils Heiðars. „Hér er búið að eiga sér stað skemmtilegt samtal um hvað gerist þegar fullkomið verk, eins og þrílógían er, breytist í annað listform, leikgerð, sem svo breytist í sýningu. Ef við hugsum okkur þetta sem heilaga þrenningu þá er fórnarstallur í þeim öllum. Jón þurfti að ganga í gegnum ritskoðun, leikgerðin gerir það líka og leiksýningin. Titillinn á þriðja þætti hjá okkur er Ein veröld verður að farast svo önnur verði til. Það gerist alveg við sköpun sýningar upp úr höfundarverki eins og þessu. Ýmislegt í bókunum tekur á sig annað form og við samþjöppunina falla út persónur og staðir.“ Sýningin tekur fulla þrjá tíma með tveimur hléum. „Höfundurinn lætur okkur kíkja hundrað ár aftur í tímann til hinna ímynduðu Vestfjarða sem hann býr til. Það er kór hinna framliðnu sem stígur á svið og fer að segja okkur nútímafólkinu sögu sína. Sagan hverfist um strák og það hvernig hann upplifir heiminn. Þetta er raunasaga og þroskasaga,“ segir Egill Heiðar og lýsir uppsetningunni nánar. „Við erum að leika okkur með að láta verkið hreyfast milli þriggja forma, frásagnar kórsins, sem þéttist og verður að dramatík, leiknum senum sem svo geta lyft sér upp í hið ljóðræna. Tónlist og hljóðmynd er öll lifandi gerð. Hjálmar H. Ragnarsson stendur fyrir henni og Pétur Eggertsson og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir spila. Orgelin voru hljóðfæri þessa tíma, því náðum við í þau, ekki bara til að spila tónlist heldur líka til að skapa vind. Helga E. Sigurðardóttir búningahönnuður hefur lagt mikla rannsóknarvinnu á sig, við að ná fram klæðnaði við hæfi, það er meðal annars búið að framleiða hér aldamótasjóstakka.“ Við erum stödd á stóra sviði Borgarleikhússins. Ég hafði séð fyrir mér að þar væru leiktjöld með grýlukertum og snjósköflum en þar er þá bara einn stór trékassi og nokkur orgel. „Sjáðu til,“ segir leikstjórinn. „Hann Egill Ingibergsson sér um leikmyndina og með honum vinnur Þórarinn Blöndal myndlistarmaður. Þeir eru búnir að vera niðri í dýflissu leikhússins að teikna ofboðslega fallegar kolateikningar, sex til átta þúsund talsins, listaverk sem eru notuð sem leiktjöld og færa okkur inn í þennan vestfirska heim sem sýningin gerist í.“ Leikhópurinn er líka hæfileikaríkur og vinnur af miklum heilindum gagnvart höfundinum, að sögn Egils Heiðars. „Það er leikhópurinn sem myndar kórinn og klofnar svo niður í persónur sem leika ólík hlutverk,“ útskýrir hann. En hvernig skyldi honum hafa gengið að finna leikara í hlutverk stráksins, aðalpersónu verksins? „Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kenna við leiklistardeild Listaháskólans og þar kynntist ég Þuríði Blæ Jóhannsdóttur. Þegar ákveðið var að ráðast í það þrekvirki að leikgera þessar bækur datt mér Þuríður Blær í hug. Í sögunni er talað um hversu sérstakur drengurinn sé og öðruvísi en flestir, hann er kominn af draumum, hann er kominn af himni, hann er skáldlegur, hann hefur einhvers konar ofurnæmi og skynjar tvo heima samtímis, hinn raunverulega heim og heiminn fyrir handan. Því það er gríðarleg draugasaga í öllum þessum bókum, enda eru þeir í raun framliðnir sem segja söguna og strákurinn er að kljást við draug Bárðar, Ástu draug og svo framvegis. Þetta er svolítið sérstakur frásagnarmáti. Strákurinn er ekki gerandi, heldur upplifir hann heiminn og í gegnum hann upplifum við heiminn. Til þess þarf leikara sem hefur ákveðið gegnsæi og því býr Þuríður Blær yfir – fallegu gegnsæi.“ Búningum og myndum sem heyra Himnaríki og helvíti til verður komið fyrir í anddyri leikhússins. „Það er svo mikið handverk í kringum þessa leiksýningu, mörg handtök. Það er svolítið gaman vegna þess að í bókunum er einmitt talað um að það hafi þurft svo mörg handtök áður fyrr, bara til að lifa af. Við vorum allt í einu komin í sama pakka,“ segir Egill Heiðar. Bækur Jóns Kalman, sem leikritið er unnið úr, eru gefnar út á árunum 2007, 2009 og 2011 sem voru umbrotatímar í íslensku samfélagi. „Jón Kalman var duglegur að skrifa í blöð og var aktífur samfélagsrýnandi,“ rifjar Egill Heiðar upp og segir skilning á því hver við séum eiga að ljúkast upp fyrir leikhúsgestum. Tekur líka fram að mikil kvennasaga sé í bókunum. „Við kynnumst Geirþrúði, Helgu, Andreu, Salvöru, Ragnheiði og Álfheiði. Auðvitað sterkum körlum líka, enda karlmennskan sjálf krufin sem og hið karllæga vald. Í þessum karllæga heimi eru konur sem ögra þeim og það verða úr því gríðarleg átök.“ Egill Heiðar er vissulega með stórt verkefni milli handanna. „Maður er með raunasögu, pólitískan þriller og ofboðslega valdabaráttu. En þó fyrst og fremst sögu af fólki og lífsbaráttu þess í heimi sem er svo harður að allt sem er mjúkt deyr. Húmor? Já, mikinn húmor. Jón nær svo fallega utan um þjóðarsálina og persónurnar sem við erum og þekkjum að það verður til sterk tragikómedía. Hún er besta formið af tragedíum.“
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira