Daginn lengir um fimm mínútur á dag í Reykjavík en um sjö mínútur í Grímsey Kristján Már Unnarsson skrifar 15. janúar 2018 21:00 Sólstafir yfir Reykjanesfjallgarði í dag, séðir frá Bústaðavegi í Reykjavík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Landsmenn finna þessa dagana fyrir því hvernig skammdegið víkur með lengingu birtutímans og hækkandi sól. Daginn lengir þó mismunandi hratt eftir því hvar menn eru á landinu, eins og fram kom á Stöð 2 í kvöld. Sólris var í Reykjavík í morgun klukkan 10.54 en sólsetur nú síðdegis klukkan 16.20. Í borginni hefur daginn þegar lengt um eina klukkustund og sautján mínútur frá vetrarsólstöðum, samkvæmt tímtalsvefnum timeanddate.com. Fyrstu tvær vikurnar eða svo eftir vetrarsólstöður er lenging dagsins svo lítil að það er talað um að munurinn nemi bara hænufeti á dag. En svo fer breytingin að gerast hraðar og þessa dagana nemur lenging birtutímans yfir fimm mínútum á dag í Reykjavík og yfir sjö mínútum í nyrstu byggð landsins. Tölurnar eru þannig mismunandi eftir því hvar menn eru staddir á landinu. Þannig var lengd dagsins í Reykjavík í dag 5 klukkustundir og 25 mínútur en á Akureyri 4 klukkustundir og 44 mínútur, um fjörutíu mínútum styttri en í Reykjavík.Íbúar Reykjavíkur nutu dagsbirtu í dag í fimm klukkustundir og 25 mínútur, eða einni klukkustund og 17 mínútum lengur en á vetrarsólstöðum 21. desember.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Munurinn er enn meiri á milli nyrstu og syðstu byggða landsins, Grímseyjar og Vestmannaeyja. Dagurinn varði í 4 klukkstundir og 16 mínútur í Grímsey en í 5 klukkustundir og 41 mínútu á Heimaey. Daginn lengir hins vegar hraðar fyrir norðan en sunnan. Þannig er lenging frá vetrarsólstöðum orðin ein klukkustund og 17 mínútur í Reykjavík, en ein klukkstund og 40 mínútur á Akureyri. Í Grímsey hefur daginn lengt um tvær klukkustundir og 3 mínútur frá 21. desember en í Vestmannaeyjum um eina klukkustund og 11 mínútur. Og eftir eina viku héðan í frá verða 40 mínútur búnar að bætast við daginn í Reykjavík, birtulengingin frá vetrarsólstöðum þá orðin um tvær klukkustundir. Þá verður hægt að fara að lýsa því yfir að skammdegið sé yfirstaðið og minna sig á að ekki eru nema þrír mánuðir í sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með myndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns af víkjandi skammdeginu í Reykjavík í dag: Heilbrigðismál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Landsmenn finna þessa dagana fyrir því hvernig skammdegið víkur með lengingu birtutímans og hækkandi sól. Daginn lengir þó mismunandi hratt eftir því hvar menn eru á landinu, eins og fram kom á Stöð 2 í kvöld. Sólris var í Reykjavík í morgun klukkan 10.54 en sólsetur nú síðdegis klukkan 16.20. Í borginni hefur daginn þegar lengt um eina klukkustund og sautján mínútur frá vetrarsólstöðum, samkvæmt tímtalsvefnum timeanddate.com. Fyrstu tvær vikurnar eða svo eftir vetrarsólstöður er lenging dagsins svo lítil að það er talað um að munurinn nemi bara hænufeti á dag. En svo fer breytingin að gerast hraðar og þessa dagana nemur lenging birtutímans yfir fimm mínútum á dag í Reykjavík og yfir sjö mínútum í nyrstu byggð landsins. Tölurnar eru þannig mismunandi eftir því hvar menn eru staddir á landinu. Þannig var lengd dagsins í Reykjavík í dag 5 klukkustundir og 25 mínútur en á Akureyri 4 klukkustundir og 44 mínútur, um fjörutíu mínútum styttri en í Reykjavík.Íbúar Reykjavíkur nutu dagsbirtu í dag í fimm klukkustundir og 25 mínútur, eða einni klukkustund og 17 mínútum lengur en á vetrarsólstöðum 21. desember.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Munurinn er enn meiri á milli nyrstu og syðstu byggða landsins, Grímseyjar og Vestmannaeyja. Dagurinn varði í 4 klukkstundir og 16 mínútur í Grímsey en í 5 klukkustundir og 41 mínútu á Heimaey. Daginn lengir hins vegar hraðar fyrir norðan en sunnan. Þannig er lenging frá vetrarsólstöðum orðin ein klukkustund og 17 mínútur í Reykjavík, en ein klukkstund og 40 mínútur á Akureyri. Í Grímsey hefur daginn lengt um tvær klukkustundir og 3 mínútur frá 21. desember en í Vestmannaeyjum um eina klukkustund og 11 mínútur. Og eftir eina viku héðan í frá verða 40 mínútur búnar að bætast við daginn í Reykjavík, birtulengingin frá vetrarsólstöðum þá orðin um tvær klukkustundir. Þá verður hægt að fara að lýsa því yfir að skammdegið sé yfirstaðið og minna sig á að ekki eru nema þrír mánuðir í sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með myndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns af víkjandi skammdeginu í Reykjavík í dag:
Heilbrigðismál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira