Frelsi í eigin líkama hjá Primal Primal Iceland kynnir 2. janúar 2018 10:15 Jafnvægi og styrkur einkenna hreyfilistina hjá Einari, Þór og Helga. MYNDIR/EYÞÓR Primal Iceland er ný líkamsræktarstöð í glæsilegu húsnæði að Faxafeni 12. Þar er boðið upp á Movement Improvement og Wim Hof námskeið sem og einkatíma, þar sem bæði er unnið í að útrýma verkjum og með æfingamarkmið viðkomandi. Liðleiki og hreyfigeta eru í hávegum höfð. Þrír reynslumiklir þjálfarar reka Primal Iceland, þeir Einar Carl, Helgi Freyr og Þór Guðnason. Þeir smíðuðu húsnæðið sjálfir frá grunni og sérsniðu það eftir sínum þörfum. Þeir endurnýttu mikið, meðal annars við úr pallettum og skápa úr búningsklefa í gömlu herstöðinni. Stöðin verður sú fyrsta sem býður upp á Wim Hof námskeið á Íslandi, enda er Þór eini Íslendingurinn sem hefur lokið kennararéttindum hjá Wim Hof.Einar, Helgi og Þór í köldu baði. Það er frábær leið til að losna við bólgur í líkamanum og ná tökum á ónæmiskerfinu. MYND/EYÞÓRLosa fólk við verki Helgi Freyr segir að æfingaaðstaðan sé mjög góð hjá Primal. „Við bjóðum upp á Movement Improvement námskeið þar sem við erum í grunninn að kenna fólki að hreyfa sig og að opna fyrir eðlilega hreyfiferla líkamans. Það er mikil hreyfing í þessu námskeiði sem er sambland af hreyfilist, leikjum, teygjum og jafnvægisæfingum á borð við handstöðu. Æfingarnar gera það að verkum að fólk á mun auðveldara með allar hreyfingar í daglegu lífi.“ Til viðbótar við það vinna þeir með fólk í einkatímum. ,,Við erum einnig að vinna með fólk sem þjáist af verkjum auk þess sem við þjálfum afreksfólk í íþróttum. Þar má helst nefna landsliðsmenn í áhaldafimleikum sem og sigursæla CrossFittara,“ útskýrir Helgi. Einkatímarnir eru fyrir þá sem þjást af einhvers konar verkjum og þar fær viðskiptavinurinn einstaklingsmiðaða þjálfun en aðferðafræðin byggist á hreyfigreiningu þar sem orsök vandans er fundin og í kjölfarið er unnið markvisst í að lagfæra vandamálið. Í hóptímunum er gert ráð fyrir að viðkomandi sé laus við öll stoðkerfisvandamál og er unnið í því að bæta liðleika, styrk og almenna hreyfigetu.Það er líka sauna í Primal Iceland enda er gott að skiptast á heitum og köldum böðum.Einnig hafa þeir heimsótt fyrirtæki og haldið vinnustofur um kyrrsetu og hvernig hægt er að sporna gegn henni sem og íþróttafélög, þar sem skoðað er hvernig best er að opna og styrkja þá hreyfiferla sem mest á reynir í viðkomandi íþrótt. Góður árangur Einar segir frá John Snorra sem kom til þeirra fyrir nokkrum árum en hann gat ekki klárað vinnudaginn vegna bakverkja. „Hann var búinn að reyna allt, sjúkraþjálfun og alls kyns æfingar. Við löguðum hann á tveimur tímum og hann varð fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Annar maður, Þorsteinn að nafni og lögfræðingur að mennt, kom til okkar stirður og stífur. Tveimur árum síðar fer hann auðveldlega í splitt. Áður náði hann ekki niður á tærnar á sér. Við segjum að hann sé eini sveigjanlegi lögfræðingurinn á landinu.“ Þeir félagar segja að líkamsræktin hafi ekki bara góð áhrif á liðleika heldur verði andlega hliðin einnig miklu betri þegar fólk er laust við verki og stirðleika. Köld böð Wim Hof námskeiðin eru námskeið þar sem kuldaþjálfun og öndunaræfingar eru notaðar í bland. „Wim Hof er Hollendingur sem hefur sannað fyrir vísindasamfélaginu að við getum þjálfað okkur í að stjórna ónæmiskerfinu með viðurkenndum aðferðum, þar á meðal er kuldaþjálfun og öndunaræfingar. Þessar aðferðir hafa virkað vel til þess að minnka bólgur í líkamanum,“ segir Þór. „Við endurnýtum gamla mjólkurtanka og notum þá fyrir köld böð. Við erum einnig með sauna þannig að fólk getur farið til skiptis í heitt og kalt. Með þessu er hægt að ná góðum tökum á eigin heilsu,“ útskýrir Þór og bætir við að köld böð séu frábær viðbót fyrir fólk sem stundar sjósund.Þeir félagar kennar sambland af hreyfilist, leikjum, teygjum og jafnvægisæfingum á borð við handstöðu.Hreyfileikir „Þeir sem vilja öðlast frelsi í eigin líkama fá góða þjálfun á námskeiðunum okkar,“ segir Einar. „Fyrir þá sem eru með stoðkerfisvandamál er best að koma fyrst í einkatíma þannig að hægt sé að hreyfigreina viðkomandi og síðan halda áfram á námskeiðum sem eru mjög hvetjandi. Við notum hreyfiþrautir og leiki en þar blöndum við saman styrktar- og liðleikaæfingum í þrautir eða leiki,“ segir Einar og Þór bætir við að fólki finnist tímarnir fjölbreyttir og skemmtilegir. „Það eru allir með bros á vör í þessum æfingum,“ segir hann. „Í Primal eru margir fastakúnnar sem hafa verið með okkur frá upphafi og náð frábærum árangri í að auka liðleika og styrk og hafa í leiðinni bætt lífsgæðin til muna.“Líkamsræktin hefur ekki bara góð áhrif á liðleika heldur verður andlega hliðin einnig miklu betri þegar fólk er laust við verki og stirðleika.Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðunni primal.is, Facebook Primal Iceland eða á síðunni @primal_iceland á Instagram. Heilsa Kynningar Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Sjá meira
Primal Iceland er ný líkamsræktarstöð í glæsilegu húsnæði að Faxafeni 12. Þar er boðið upp á Movement Improvement og Wim Hof námskeið sem og einkatíma, þar sem bæði er unnið í að útrýma verkjum og með æfingamarkmið viðkomandi. Liðleiki og hreyfigeta eru í hávegum höfð. Þrír reynslumiklir þjálfarar reka Primal Iceland, þeir Einar Carl, Helgi Freyr og Þór Guðnason. Þeir smíðuðu húsnæðið sjálfir frá grunni og sérsniðu það eftir sínum þörfum. Þeir endurnýttu mikið, meðal annars við úr pallettum og skápa úr búningsklefa í gömlu herstöðinni. Stöðin verður sú fyrsta sem býður upp á Wim Hof námskeið á Íslandi, enda er Þór eini Íslendingurinn sem hefur lokið kennararéttindum hjá Wim Hof.Einar, Helgi og Þór í köldu baði. Það er frábær leið til að losna við bólgur í líkamanum og ná tökum á ónæmiskerfinu. MYND/EYÞÓRLosa fólk við verki Helgi Freyr segir að æfingaaðstaðan sé mjög góð hjá Primal. „Við bjóðum upp á Movement Improvement námskeið þar sem við erum í grunninn að kenna fólki að hreyfa sig og að opna fyrir eðlilega hreyfiferla líkamans. Það er mikil hreyfing í þessu námskeiði sem er sambland af hreyfilist, leikjum, teygjum og jafnvægisæfingum á borð við handstöðu. Æfingarnar gera það að verkum að fólk á mun auðveldara með allar hreyfingar í daglegu lífi.“ Til viðbótar við það vinna þeir með fólk í einkatímum. ,,Við erum einnig að vinna með fólk sem þjáist af verkjum auk þess sem við þjálfum afreksfólk í íþróttum. Þar má helst nefna landsliðsmenn í áhaldafimleikum sem og sigursæla CrossFittara,“ útskýrir Helgi. Einkatímarnir eru fyrir þá sem þjást af einhvers konar verkjum og þar fær viðskiptavinurinn einstaklingsmiðaða þjálfun en aðferðafræðin byggist á hreyfigreiningu þar sem orsök vandans er fundin og í kjölfarið er unnið markvisst í að lagfæra vandamálið. Í hóptímunum er gert ráð fyrir að viðkomandi sé laus við öll stoðkerfisvandamál og er unnið í því að bæta liðleika, styrk og almenna hreyfigetu.Það er líka sauna í Primal Iceland enda er gott að skiptast á heitum og köldum böðum.Einnig hafa þeir heimsótt fyrirtæki og haldið vinnustofur um kyrrsetu og hvernig hægt er að sporna gegn henni sem og íþróttafélög, þar sem skoðað er hvernig best er að opna og styrkja þá hreyfiferla sem mest á reynir í viðkomandi íþrótt. Góður árangur Einar segir frá John Snorra sem kom til þeirra fyrir nokkrum árum en hann gat ekki klárað vinnudaginn vegna bakverkja. „Hann var búinn að reyna allt, sjúkraþjálfun og alls kyns æfingar. Við löguðum hann á tveimur tímum og hann varð fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Annar maður, Þorsteinn að nafni og lögfræðingur að mennt, kom til okkar stirður og stífur. Tveimur árum síðar fer hann auðveldlega í splitt. Áður náði hann ekki niður á tærnar á sér. Við segjum að hann sé eini sveigjanlegi lögfræðingurinn á landinu.“ Þeir félagar segja að líkamsræktin hafi ekki bara góð áhrif á liðleika heldur verði andlega hliðin einnig miklu betri þegar fólk er laust við verki og stirðleika. Köld böð Wim Hof námskeiðin eru námskeið þar sem kuldaþjálfun og öndunaræfingar eru notaðar í bland. „Wim Hof er Hollendingur sem hefur sannað fyrir vísindasamfélaginu að við getum þjálfað okkur í að stjórna ónæmiskerfinu með viðurkenndum aðferðum, þar á meðal er kuldaþjálfun og öndunaræfingar. Þessar aðferðir hafa virkað vel til þess að minnka bólgur í líkamanum,“ segir Þór. „Við endurnýtum gamla mjólkurtanka og notum þá fyrir köld böð. Við erum einnig með sauna þannig að fólk getur farið til skiptis í heitt og kalt. Með þessu er hægt að ná góðum tökum á eigin heilsu,“ útskýrir Þór og bætir við að köld böð séu frábær viðbót fyrir fólk sem stundar sjósund.Þeir félagar kennar sambland af hreyfilist, leikjum, teygjum og jafnvægisæfingum á borð við handstöðu.Hreyfileikir „Þeir sem vilja öðlast frelsi í eigin líkama fá góða þjálfun á námskeiðunum okkar,“ segir Einar. „Fyrir þá sem eru með stoðkerfisvandamál er best að koma fyrst í einkatíma þannig að hægt sé að hreyfigreina viðkomandi og síðan halda áfram á námskeiðum sem eru mjög hvetjandi. Við notum hreyfiþrautir og leiki en þar blöndum við saman styrktar- og liðleikaæfingum í þrautir eða leiki,“ segir Einar og Þór bætir við að fólki finnist tímarnir fjölbreyttir og skemmtilegir. „Það eru allir með bros á vör í þessum æfingum,“ segir hann. „Í Primal eru margir fastakúnnar sem hafa verið með okkur frá upphafi og náð frábærum árangri í að auka liðleika og styrk og hafa í leiðinni bætt lífsgæðin til muna.“Líkamsræktin hefur ekki bara góð áhrif á liðleika heldur verður andlega hliðin einnig miklu betri þegar fólk er laust við verki og stirðleika.Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðunni primal.is, Facebook Primal Iceland eða á síðunni @primal_iceland á Instagram.
Heilsa Kynningar Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Sjá meira