Eru ráðamenn, sem halda krónunni að landsmönnum, að brjóta stjórnarskrána? Ole Anton Bieltvedt skrifar 4. janúar 2018 07:00 Frá stofnun lýðveldisins hafa ráðamenn beitt krónunni sem gjaldmiðli fyrir landsmenn. Með tímanum kom í ljós, að hagkerfi okkar væri allt of lítið og þar með allt of óstöðugt fyrir traustan og öruggan eigin gjaldmiðil. Krónan mun hafa fallið 40 sinnum frá 1950. Við hvert gengisfall hafa miklir fjármunir færst milli manna. Oft hafa skuldir lántakenda aukizt – líka vegna þeirra okurvaxta, sem ónýtri krónu fylgja– og þannig hafa mikil – stundum gífurleg – verðmæti færst milli manna. Verst var þetta í hruninu 2008, þegar skuldir margra tvöfölduðust og margir misstu aleiguna. Hrunið lagði í raun líf margs góðs Íslendingsins í rúst, og hafa sumir ekki beðið þess bætur enn. Óforskammaðir bankastjórar halda t.a.m. hundruðum fórnarlamba hrunsins enn í gíslingu á svörtum lista. Í tengslum við hrunið blöskrar mér margt og ofbýður sumt, bæði það, sem gerðist þá, en ekki síður þá afstöðu þeirra ráðamanna, sem halda því fram, að krónan sé eini rétti og bezti gjaldmiðillinn fyrir landsmenn. Bjarni Benediktsson sagði í frétt á RÚV 30. marz sl., að krónan hefði komið okkur út úr hruninu, þó að allir menn, sem málið skoða í alvöru og af fagmennsku hljóti að sjá, að það var einmitt krónan, sem kom okkur í hrunið. Allar þær smáþjóðir í Evrópu, sem voru í ESB og nutu styrks Evrunnar, komust frá bankakreppunni án verulegra áfalla – með skrámur – meðan margir eða flestir Íslendingar urðu fyrir alvarlegum áföllum, sem kalla verður beinbrot. Nefna má Lúxemborg, Írland, Eistland, Lettland, Litháen, Möltu, Slóveníu og Kýpur, sem dæmi um smærri lönd, sem sluppu frá kreppunni „með skrekkinn“, og náðu sér fljótt á strik aftur, þökk sé ESB, evrunni og Evrópska seðlabankanum. Maðurinn, sem keikur mælti með krónunni á RÚV 30. marz, sagði þetta í viðtali við Fréttablaðið 19. ágúst 2011: „Ég neita því hins vegar ekki að það er mjög erfitt að halda myntinni stöðugri, jafn lítil og hún er og viðkvæm fyrir ytri áhrifum. Það má orða það svo að sveiflurnar séu eins og fórnarkostnaður þess að hafa smáa mynt…“ Fórnarkostnaður; hverju var verið að fórna, fyrir hvern og á kostnað hvers!? – Ekki er minni allra langt. Ef Íslendingar ættu engan valkost í gjaldmiðlamálum, mætti skilja krónusinna, en svo er ekki. Íslendingar hafa átt aðgang að öflugasta og traustasta gjaldmiðli heims, evrunni, um árabil. Alls gengu 12 evrópsk ríki t.a.m. í ESB á árunum 2004 til 2007. Er ekki ósennilegt, að Ísland hefði líka getað tryggt sé aðild að ESB á þessu tímaskeiði, en afturhaldsöfl landsins komu í veg fyrir það. Því fór sem fór 2008. Það er loks ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem áttar sig á bráðri krónu hættunni, enda heljarstökk hrunsins rétt afstaðið, og sækir um aðild að ESB 2009. Sýndi sú ríkisstjórn með þessu skynsemi, framsýni og ábyrgð gagnvart landsmönnum. Formlegar samningaumleitanir hófust 2011. Því miður náðu svo þröngsýnis- og íhaldsöflin aftur völdum í kosningunum 2013, og tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson, sem var utanríkisráðherra stjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, ESB í marz 2015, að Íslandi drægi umsóknina til baka. Var lítill bjarmi skilnings eða vizku yfir því. Þessir 2 menn, ásamt með Bjarna Benediktssyni, ákváðu með þessari tilkynningu að halda sér í krónufarinu, þó að það hafi nánast valdið þjóðargjaldþroti og leitt ómælt böl yfir landsmenn nokkrum árum áður, og voru ekki einu sinni til í að láta reyna á samninga. Ég spyr mig nú; hvar var dómgreind, framtíðarsýn og skilningur þessara manna á hagsmunum Íslendinga og þeirri alþjóðavæðingu, sem löngu var byrjuð og ekki verður stöðvuð, þar sem menn þurfa að skipa sér í fylkingu með sínum nánustu, og, hvar var ábyrgðin gagnvart landsmönnum? Það liggur fyrir, að gífurlegar eignatilfærslur hafa átt sér stað í þessu landi, langt umfram það sem gerist í öðrum siðmenntuðum löndum, á sama hátt og það liggur fyrir, að krónan er höfuðorsök þessara tilfærslna. Eru gjörðir þessara manna og annarra þeirra, sem halda krónunni með öllum ráðum að landsmönnum þá í samræmi við Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands? 72. gr. hljóðar svona: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir“. Hafa ráðamenn brotið Stjórnarskrána í stórum stíl og jafnvel með saknæmum hætti? Hvað með drengskaparheiti þingmanna gagnvart Stjórnarskránni, og hvað með gr. 14 um ábyrgð ráðherra; „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum“!? Dæmi nú hver fyrir sig. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Frá stofnun lýðveldisins hafa ráðamenn beitt krónunni sem gjaldmiðli fyrir landsmenn. Með tímanum kom í ljós, að hagkerfi okkar væri allt of lítið og þar með allt of óstöðugt fyrir traustan og öruggan eigin gjaldmiðil. Krónan mun hafa fallið 40 sinnum frá 1950. Við hvert gengisfall hafa miklir fjármunir færst milli manna. Oft hafa skuldir lántakenda aukizt – líka vegna þeirra okurvaxta, sem ónýtri krónu fylgja– og þannig hafa mikil – stundum gífurleg – verðmæti færst milli manna. Verst var þetta í hruninu 2008, þegar skuldir margra tvöfölduðust og margir misstu aleiguna. Hrunið lagði í raun líf margs góðs Íslendingsins í rúst, og hafa sumir ekki beðið þess bætur enn. Óforskammaðir bankastjórar halda t.a.m. hundruðum fórnarlamba hrunsins enn í gíslingu á svörtum lista. Í tengslum við hrunið blöskrar mér margt og ofbýður sumt, bæði það, sem gerðist þá, en ekki síður þá afstöðu þeirra ráðamanna, sem halda því fram, að krónan sé eini rétti og bezti gjaldmiðillinn fyrir landsmenn. Bjarni Benediktsson sagði í frétt á RÚV 30. marz sl., að krónan hefði komið okkur út úr hruninu, þó að allir menn, sem málið skoða í alvöru og af fagmennsku hljóti að sjá, að það var einmitt krónan, sem kom okkur í hrunið. Allar þær smáþjóðir í Evrópu, sem voru í ESB og nutu styrks Evrunnar, komust frá bankakreppunni án verulegra áfalla – með skrámur – meðan margir eða flestir Íslendingar urðu fyrir alvarlegum áföllum, sem kalla verður beinbrot. Nefna má Lúxemborg, Írland, Eistland, Lettland, Litháen, Möltu, Slóveníu og Kýpur, sem dæmi um smærri lönd, sem sluppu frá kreppunni „með skrekkinn“, og náðu sér fljótt á strik aftur, þökk sé ESB, evrunni og Evrópska seðlabankanum. Maðurinn, sem keikur mælti með krónunni á RÚV 30. marz, sagði þetta í viðtali við Fréttablaðið 19. ágúst 2011: „Ég neita því hins vegar ekki að það er mjög erfitt að halda myntinni stöðugri, jafn lítil og hún er og viðkvæm fyrir ytri áhrifum. Það má orða það svo að sveiflurnar séu eins og fórnarkostnaður þess að hafa smáa mynt…“ Fórnarkostnaður; hverju var verið að fórna, fyrir hvern og á kostnað hvers!? – Ekki er minni allra langt. Ef Íslendingar ættu engan valkost í gjaldmiðlamálum, mætti skilja krónusinna, en svo er ekki. Íslendingar hafa átt aðgang að öflugasta og traustasta gjaldmiðli heims, evrunni, um árabil. Alls gengu 12 evrópsk ríki t.a.m. í ESB á árunum 2004 til 2007. Er ekki ósennilegt, að Ísland hefði líka getað tryggt sé aðild að ESB á þessu tímaskeiði, en afturhaldsöfl landsins komu í veg fyrir það. Því fór sem fór 2008. Það er loks ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem áttar sig á bráðri krónu hættunni, enda heljarstökk hrunsins rétt afstaðið, og sækir um aðild að ESB 2009. Sýndi sú ríkisstjórn með þessu skynsemi, framsýni og ábyrgð gagnvart landsmönnum. Formlegar samningaumleitanir hófust 2011. Því miður náðu svo þröngsýnis- og íhaldsöflin aftur völdum í kosningunum 2013, og tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson, sem var utanríkisráðherra stjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, ESB í marz 2015, að Íslandi drægi umsóknina til baka. Var lítill bjarmi skilnings eða vizku yfir því. Þessir 2 menn, ásamt með Bjarna Benediktssyni, ákváðu með þessari tilkynningu að halda sér í krónufarinu, þó að það hafi nánast valdið þjóðargjaldþroti og leitt ómælt böl yfir landsmenn nokkrum árum áður, og voru ekki einu sinni til í að láta reyna á samninga. Ég spyr mig nú; hvar var dómgreind, framtíðarsýn og skilningur þessara manna á hagsmunum Íslendinga og þeirri alþjóðavæðingu, sem löngu var byrjuð og ekki verður stöðvuð, þar sem menn þurfa að skipa sér í fylkingu með sínum nánustu, og, hvar var ábyrgðin gagnvart landsmönnum? Það liggur fyrir, að gífurlegar eignatilfærslur hafa átt sér stað í þessu landi, langt umfram það sem gerist í öðrum siðmenntuðum löndum, á sama hátt og það liggur fyrir, að krónan er höfuðorsök þessara tilfærslna. Eru gjörðir þessara manna og annarra þeirra, sem halda krónunni með öllum ráðum að landsmönnum þá í samræmi við Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands? 72. gr. hljóðar svona: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir“. Hafa ráðamenn brotið Stjórnarskrána í stórum stíl og jafnvel með saknæmum hætti? Hvað með drengskaparheiti þingmanna gagnvart Stjórnarskránni, og hvað með gr. 14 um ábyrgð ráðherra; „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum“!? Dæmi nú hver fyrir sig. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun