Ekkert ákveðið varðandi áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2018 19:15 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir enga ákvörðun liggja fyrir af hálfu ríkisins varðandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það af hálfu ríkisins hvort að gjaldtöku verði hætt í Hvalfjarðargöngunum síðar á þessu ári þegar ríkið tekur við rekstri ganganna af hálfu Spalar.Greint var frá því fyrr í dag að gjaldtöku yrði hætt síðsumars og rætt við Gísla Gíslason, stjórnarformann Spalar, sem sagði þessi áform upp í samræmi við þá áætlun að gjaldtöku skyldi hætt þegar búið væri að greiða upp lánin vegna ganganna. Sigurður Ingi ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var spurður út í þessar fréttir af gjaldtökunni í Hvalfjarðargöngum. „Hann [Gísli] er auðvitað að vísa til þess að þegar það verður búið að greiða upp þessi göng að þá yrði verkefninu skilað til ríkisins. Það hefur hins vegar ekki verið tekin nein ákvörðun um það hvort það það þurfi nú þegar að fara í að grafa ný göng og hvernig þau verði fjármögnuð,“ sagði Sigurður Ingi. Aðspurður um það hvort að að gjaldtöku yrði þá ekki hætt svaraði ráðherrann því ekki beint og vildi ekki staðfesta að gjaldtökunni yrði hætt. „Hér í húsi, því ég heyrði að Gísli vísaði til þess, hafa verið uppi hugmyndir um að setja upp vegtolla inn í Reykajvík og viðhalda þannig vegtollum á Vesturlandsvegi. Þannig að þó svo að gjaldtökunni í Hvalfjarðargöngum hefði hugsanlega verið hætt þá hefðu vegtollar haldið áfram og greiðsla þar með. Nú er þetta til skoðunar hvort við þurfum að fara í tvöföldun á Hvalfjarðargöngunum og það hefur líka verið til skoðunar í auðvitað mörg ár, og legið svolítið í láðinni, hugmyndir um Sundabraut og aðra slíka hluti. Allt þetta þarf að kortleggja áður en tekin verður ákvörðun um hvað við gerum í sambandi við gjaldtöku,“ sagði Sigurður Ingi. Í þessu samhengi sagði ráðherrann að það þyrfti að skoða það hvort að það væri skynsamlegt að hætta gjaldtöku núna og taka hana aftur upp eftir tvö ár því þá þyrfti að fara í tvöföldun á göngunum. „Er ekki skynsamlegra að leggjast yfir málið núna og taka síðan ákvörðun?“ spurði Sigurður Ingi en viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bílar Hvalfjarðargöng Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Stefna að því að hætta gjaldtöku síðsumars "Það liggur nokkurn veginn fyrir hvað við þurfum að klára að borga áður en við hættum.“ 4. janúar 2018 13:48 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það af hálfu ríkisins hvort að gjaldtöku verði hætt í Hvalfjarðargöngunum síðar á þessu ári þegar ríkið tekur við rekstri ganganna af hálfu Spalar.Greint var frá því fyrr í dag að gjaldtöku yrði hætt síðsumars og rætt við Gísla Gíslason, stjórnarformann Spalar, sem sagði þessi áform upp í samræmi við þá áætlun að gjaldtöku skyldi hætt þegar búið væri að greiða upp lánin vegna ganganna. Sigurður Ingi ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var spurður út í þessar fréttir af gjaldtökunni í Hvalfjarðargöngum. „Hann [Gísli] er auðvitað að vísa til þess að þegar það verður búið að greiða upp þessi göng að þá yrði verkefninu skilað til ríkisins. Það hefur hins vegar ekki verið tekin nein ákvörðun um það hvort það það þurfi nú þegar að fara í að grafa ný göng og hvernig þau verði fjármögnuð,“ sagði Sigurður Ingi. Aðspurður um það hvort að að gjaldtöku yrði þá ekki hætt svaraði ráðherrann því ekki beint og vildi ekki staðfesta að gjaldtökunni yrði hætt. „Hér í húsi, því ég heyrði að Gísli vísaði til þess, hafa verið uppi hugmyndir um að setja upp vegtolla inn í Reykajvík og viðhalda þannig vegtollum á Vesturlandsvegi. Þannig að þó svo að gjaldtökunni í Hvalfjarðargöngum hefði hugsanlega verið hætt þá hefðu vegtollar haldið áfram og greiðsla þar með. Nú er þetta til skoðunar hvort við þurfum að fara í tvöföldun á Hvalfjarðargöngunum og það hefur líka verið til skoðunar í auðvitað mörg ár, og legið svolítið í láðinni, hugmyndir um Sundabraut og aðra slíka hluti. Allt þetta þarf að kortleggja áður en tekin verður ákvörðun um hvað við gerum í sambandi við gjaldtöku,“ sagði Sigurður Ingi. Í þessu samhengi sagði ráðherrann að það þyrfti að skoða það hvort að það væri skynsamlegt að hætta gjaldtöku núna og taka hana aftur upp eftir tvö ár því þá þyrfti að fara í tvöföldun á göngunum. „Er ekki skynsamlegra að leggjast yfir málið núna og taka síðan ákvörðun?“ spurði Sigurður Ingi en viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bílar Hvalfjarðargöng Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Stefna að því að hætta gjaldtöku síðsumars "Það liggur nokkurn veginn fyrir hvað við þurfum að klára að borga áður en við hættum.“ 4. janúar 2018 13:48 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Stefna að því að hætta gjaldtöku síðsumars "Það liggur nokkurn veginn fyrir hvað við þurfum að klára að borga áður en við hættum.“ 4. janúar 2018 13:48