Unnur Brá hyggst ekki bjóða sig fram í borginni Ingvar Þór Björnsson skrifar 6. janúar 2018 11:51 Unnur hafði legið undir feldi frá því fyrir jól. Vísir/Anton Brink Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðsflokksins og forseti Alþingis, hefur tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún greindi frá þessu í þættinum Vikulokin á Rás 1 rétt í þessu. Unnur hafði legið undir feldi frá því fyrir jól. Unnur Brá segist hafa ákveðið þetta með það í huga að hún sé varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í samtali við Vísi segir hún að hún sé ekki tilbúin að fara úr kjördæminu sínu. „Á meðan ég er með hugann við landsmálin þá er ekki sanngjarnt gagnvart íbúum Reykjavíkur að vera í framboði þar. Maður verður að vera í þessu hundrað prósent.“Líklegt í ljósi sögunnar að flokkurinn bjóði fram borgarstjóraefniDavíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs SA og fyrrum formaður SUS, skrifaði pistil í Viðskiptablaðið síðastliðinn fimmtudag þar sem hann bendir á þann möguleika að auglýsa eftir borgarstjóra. „Það dylst engum að það er kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og hefur verið í 24 ár,“ skrifaði Davíð. Lagði hann því til að flokkurinn boði í komandi sveitarstjórnarkosningum að komist flokkurinn í meirihluta þá verði auglýst sérstaklega eftir borgarstjóra. „Sú aðferð væri betur til þess fallin að ráða hæfan borgarstjóra.“ Unnur segist ekki vera sammála því að það hafi verið kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í 24 ár. „Nei, ég er ekki sammála því. Við höfum átt mjög góða borgarfulltrúa og margir þeirra hefðu vel getað valdið því hlutverki að vera borgarstjórar,“ segir hún. Þá telur hún líklegt, í ljósi sögunnar, að flokkurinn bjóði fram borgarstjóraefni. „Það hvort auglýst verði eftir borgarstjóra eða boðið fram borgarstjóraefni fer eftir því hvað listinn og Vörður ákveður.“ Hún bendir á að fleiri sveitarfélög séu að ræða þennan möguleika núna en að sá háttur hafi verið á í Reykjavík hjá öllum flokkum alltaf að bjóða fram leiðtoga sem borgarstjóraefni. „Mér finnst því líklegt í ljósi sögunnar að boðið verði fram borgarstjóraefni,“ segir hún. „Ég hef fulla trú á því að þetta prófkjör muni skila öflugum lita og öflugum leiðtoga,“ segir Unnur. Unnur telur að aðalmálið í komandi kosningum sé að laga grunnþjónustuna í Reykjavík. „Það þarf að komast til valda fólk í Reykjavík sem ætlar að einbeita sér að því að laga grunnþjónustuna því hún er einfaldlega ekki nógu góð. Um það hljóta þessar kosningar að snúast. Ekki um fólk.“Áslaug María gefur kost á sérÁslaug María Friðriksdóttir, sitjandi borgarfulltrúi, hefur þegar lýst því yfir að hún gefi kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík og Kjartan Magnússon hefur einnig gefið kost á sér. Aðrir sem hafa verið orðaðir við framboð eru Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti flokksins í Árborg, Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður læknamiðstöðvarinnar Klíníkurinnar og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ.Uppfært klukkan 16:15Áður sagði í fréttinni að Kjartan Magnússon væri orðaður við framboð en hann gaf út yfirlýsingu fyrir jól þar sem hann staðfesti það að hann vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík í komandi kosningum. Fréttin hefur verið uppfærð út frá þeim upplýsingum. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðsflokksins og forseti Alþingis, hefur tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún greindi frá þessu í þættinum Vikulokin á Rás 1 rétt í þessu. Unnur hafði legið undir feldi frá því fyrir jól. Unnur Brá segist hafa ákveðið þetta með það í huga að hún sé varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í samtali við Vísi segir hún að hún sé ekki tilbúin að fara úr kjördæminu sínu. „Á meðan ég er með hugann við landsmálin þá er ekki sanngjarnt gagnvart íbúum Reykjavíkur að vera í framboði þar. Maður verður að vera í þessu hundrað prósent.“Líklegt í ljósi sögunnar að flokkurinn bjóði fram borgarstjóraefniDavíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs SA og fyrrum formaður SUS, skrifaði pistil í Viðskiptablaðið síðastliðinn fimmtudag þar sem hann bendir á þann möguleika að auglýsa eftir borgarstjóra. „Það dylst engum að það er kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og hefur verið í 24 ár,“ skrifaði Davíð. Lagði hann því til að flokkurinn boði í komandi sveitarstjórnarkosningum að komist flokkurinn í meirihluta þá verði auglýst sérstaklega eftir borgarstjóra. „Sú aðferð væri betur til þess fallin að ráða hæfan borgarstjóra.“ Unnur segist ekki vera sammála því að það hafi verið kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í 24 ár. „Nei, ég er ekki sammála því. Við höfum átt mjög góða borgarfulltrúa og margir þeirra hefðu vel getað valdið því hlutverki að vera borgarstjórar,“ segir hún. Þá telur hún líklegt, í ljósi sögunnar, að flokkurinn bjóði fram borgarstjóraefni. „Það hvort auglýst verði eftir borgarstjóra eða boðið fram borgarstjóraefni fer eftir því hvað listinn og Vörður ákveður.“ Hún bendir á að fleiri sveitarfélög séu að ræða þennan möguleika núna en að sá háttur hafi verið á í Reykjavík hjá öllum flokkum alltaf að bjóða fram leiðtoga sem borgarstjóraefni. „Mér finnst því líklegt í ljósi sögunnar að boðið verði fram borgarstjóraefni,“ segir hún. „Ég hef fulla trú á því að þetta prófkjör muni skila öflugum lita og öflugum leiðtoga,“ segir Unnur. Unnur telur að aðalmálið í komandi kosningum sé að laga grunnþjónustuna í Reykjavík. „Það þarf að komast til valda fólk í Reykjavík sem ætlar að einbeita sér að því að laga grunnþjónustuna því hún er einfaldlega ekki nógu góð. Um það hljóta þessar kosningar að snúast. Ekki um fólk.“Áslaug María gefur kost á sérÁslaug María Friðriksdóttir, sitjandi borgarfulltrúi, hefur þegar lýst því yfir að hún gefi kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík og Kjartan Magnússon hefur einnig gefið kost á sér. Aðrir sem hafa verið orðaðir við framboð eru Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti flokksins í Árborg, Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður læknamiðstöðvarinnar Klíníkurinnar og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ.Uppfært klukkan 16:15Áður sagði í fréttinni að Kjartan Magnússon væri orðaður við framboð en hann gaf út yfirlýsingu fyrir jól þar sem hann staðfesti það að hann vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík í komandi kosningum. Fréttin hefur verið uppfærð út frá þeim upplýsingum.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira