Sirkusinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2017 07:00 Í október árið 1959 stóð Granada Television fyrir fyrirlestraröð í Guildhall í Lundúnum um upplýsingamiðlun. Bandaríkjamaðurinn Edward R. Murrow, sem var brautryðjandi á sviði sjónvarpsfrétta, hélt þar erindi. Í ræðu Murrows, sem bar heitið Sjónvarp og stjórnmál, sagði hann í lauslegri þýðingu: „Þegar stjórnmálamenn kvarta undan því að sjónvarpið breyti starfsvettvangi þeirra í sirkus þá þarf að hafa hugfast að sirkusinn var alltaf til staðar og sjónvarpið hefur aðeins sýnt fram á að þeir sem þar koma fram eru ekki allir í góðri þjálfun.“ Allir sem starfa í sjónvarpi og á vettvangi fjölmiðla almennt ættu að hafa sannleiksregluna í heiðri. Að leitast við að hið sanna og rétta komi í ljós. Fjölmiðlar hafa fyrst og fremst skyldum að gegna gagnvart lesendum og áhorfendum. Þeirra frumskylda er því að komast að staðreyndum máls og greina frá þeim. Hver er þá ábyrgð fjölmiðla sem birta pólitískar æsifréttir? Hver er ábyrgð fjölmiðils sem birtir aðeins hluta úr ræðum þar sem stjórnmálamenn voru yfirlýsingaglaðir eða helltu úr skálum reiði sinnar? Dagskrárvaldið er vandmeðfarið og sannleiksást margra vestrænna fjölmiðla virðist stundum hafa kulnað í skugga markaðslögmálanna. Hjá þessum fjölmiðlum þurfa allar fréttir að hafa afþreyingargildi. Hvað verður um skyldurnar gagnvart sannleikanum þegar öll upplýsingamiðlun er matreidd sem afþreying? Vandamálið sem fjölmiðlar glíma við er að stjórnmálin eru leikhús þar sem einlægni er ekki metin að verðleikum. Stjórnmálamenn sem viðurkenna þekkingarleysi í beinni útsendingu eru sjaldgæfir. Hvítir hrafnar af þessu tagi eru samt yfirleitt fljótir að ávinna sér traust kjósenda því kjósendur verðlauna heiðarleika. Vandamálið snýst því í reynd aðeins um ótta. Væri lífið ekki einfaldara ef stjórnmálamenn og við öll gætum yfirstigið óttann og verið heiðarleg gagnvart því sem við vitum og vitum ekki? Bandaríski frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Ray Dalio lýsir lífsreglum sínum í bókinni Principles. Eitt af því sem Dalio leggur höfuðáherslu á er að finna það sem er satt og rétt í hverju máli. Öll sameiginleg viðfangsefni snúist um þessa sannleiksleit. Dalio segir að í öllum fyrirtækjum og stofnunum eigi menn stöðugt að spyrja sig spurninga eins og „er þetta satt?“ og „hljómar þetta rökrétt?“. Dalio segir að fólk eigi að vera á varðbergi gagnvart þeim sem finnst neyðarlegt að vita ekki. Stjórnendur eigi ekki að hafa áhyggjur af hvernig þeir komi sjálfir út, aðeins af því sem er satt og rétt. Starfsmenn eigi að viðurkenna eigið þekkingarleysi og það sé kostur því markmiðið sé að komast að sannleikanum. Það sé aukaatriði hver eigi sök á mistökum eða hver fái heiðurinn af góðu gengi því það eina sem skipti máli sé hvað er rétt og rangt í hverju máli. Ef stjórnmálamenn myndu tileinka sér þessi vinnubrögð væri sirkusnum í sjónvarpinu sjálfhætt. Ekkert framboð væri lengur af sýningum af því tagi sem reglulega sjást og heyrast í ljósvakamiðlum og líklega meira framboð af frjórri umræðu á grunni viðurkenndra staðreynda.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun
Í október árið 1959 stóð Granada Television fyrir fyrirlestraröð í Guildhall í Lundúnum um upplýsingamiðlun. Bandaríkjamaðurinn Edward R. Murrow, sem var brautryðjandi á sviði sjónvarpsfrétta, hélt þar erindi. Í ræðu Murrows, sem bar heitið Sjónvarp og stjórnmál, sagði hann í lauslegri þýðingu: „Þegar stjórnmálamenn kvarta undan því að sjónvarpið breyti starfsvettvangi þeirra í sirkus þá þarf að hafa hugfast að sirkusinn var alltaf til staðar og sjónvarpið hefur aðeins sýnt fram á að þeir sem þar koma fram eru ekki allir í góðri þjálfun.“ Allir sem starfa í sjónvarpi og á vettvangi fjölmiðla almennt ættu að hafa sannleiksregluna í heiðri. Að leitast við að hið sanna og rétta komi í ljós. Fjölmiðlar hafa fyrst og fremst skyldum að gegna gagnvart lesendum og áhorfendum. Þeirra frumskylda er því að komast að staðreyndum máls og greina frá þeim. Hver er þá ábyrgð fjölmiðla sem birta pólitískar æsifréttir? Hver er ábyrgð fjölmiðils sem birtir aðeins hluta úr ræðum þar sem stjórnmálamenn voru yfirlýsingaglaðir eða helltu úr skálum reiði sinnar? Dagskrárvaldið er vandmeðfarið og sannleiksást margra vestrænna fjölmiðla virðist stundum hafa kulnað í skugga markaðslögmálanna. Hjá þessum fjölmiðlum þurfa allar fréttir að hafa afþreyingargildi. Hvað verður um skyldurnar gagnvart sannleikanum þegar öll upplýsingamiðlun er matreidd sem afþreying? Vandamálið sem fjölmiðlar glíma við er að stjórnmálin eru leikhús þar sem einlægni er ekki metin að verðleikum. Stjórnmálamenn sem viðurkenna þekkingarleysi í beinni útsendingu eru sjaldgæfir. Hvítir hrafnar af þessu tagi eru samt yfirleitt fljótir að ávinna sér traust kjósenda því kjósendur verðlauna heiðarleika. Vandamálið snýst því í reynd aðeins um ótta. Væri lífið ekki einfaldara ef stjórnmálamenn og við öll gætum yfirstigið óttann og verið heiðarleg gagnvart því sem við vitum og vitum ekki? Bandaríski frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Ray Dalio lýsir lífsreglum sínum í bókinni Principles. Eitt af því sem Dalio leggur höfuðáherslu á er að finna það sem er satt og rétt í hverju máli. Öll sameiginleg viðfangsefni snúist um þessa sannleiksleit. Dalio segir að í öllum fyrirtækjum og stofnunum eigi menn stöðugt að spyrja sig spurninga eins og „er þetta satt?“ og „hljómar þetta rökrétt?“. Dalio segir að fólk eigi að vera á varðbergi gagnvart þeim sem finnst neyðarlegt að vita ekki. Stjórnendur eigi ekki að hafa áhyggjur af hvernig þeir komi sjálfir út, aðeins af því sem er satt og rétt. Starfsmenn eigi að viðurkenna eigið þekkingarleysi og það sé kostur því markmiðið sé að komast að sannleikanum. Það sé aukaatriði hver eigi sök á mistökum eða hver fái heiðurinn af góðu gengi því það eina sem skipti máli sé hvað er rétt og rangt í hverju máli. Ef stjórnmálamenn myndu tileinka sér þessi vinnubrögð væri sirkusnum í sjónvarpinu sjálfhætt. Ekkert framboð væri lengur af sýningum af því tagi sem reglulega sjást og heyrast í ljósvakamiðlum og líklega meira framboð af frjórri umræðu á grunni viðurkenndra staðreynda.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun