Katrín nálgast ríkisstjórnarsamstarfið eins og húsfélag Kjartan Kjartansson skrifar 25. desember 2017 14:58 Katrín Jakobsdóttir segist ekki ímynda sér að hún viti allt fyrirfram um öll mál í stjórnarráðinu. Vísir/Stefán Forsætisráðherra segist nálgast ríkisstjórnarsamstarfið eins og húsfélag þar sem hún reyni að vera í sem bestu sambandi við samstarfsflokkana og að vera með á nótunum um hvað flestir eru að gera. Hún segir nálgast embætti forsætisráðherra af auðmýkt og virðingu. Katrín Jakobsdóttir var í ítarlegu viðtali hjá Heimi Karlssyni á Bylgjunni í morgun. Ræddu þau meðal annars um störf Katrínar í forsætisráðuneytinu og ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk. „Ég nálgast þetta bara dálítið eins og hvert annað verkefni, bara eins og húsfélagið. Maður reynir bara að vera í sambandi, passa að vera með á nótunum um hvað flestir eru að gera og að við séum eins mikið samstillt og mögulegt er,“ segir Katrín um samstarfið.Enginn segir manni hvernig á að vera ráðherra Sem forsætisráðherra segir Katrín að hún eigi að vita allt um alla málaflokka sem engin geti þó gert. Þó að sumir sjái embættið fyrir sér sem einvaldsembætti þá sé sú ekki raunin þó að forsætisráðherra geti vissulega haft mikið um það að segja hvernig stjórnsýslan og stjórnmálin þróast. Katrín segist hafa lært það þegar hún gegndi embætti menntamálaráðherra eftir hrun að enginn geti sagt manni hvernig eigi að vera ráðherra. Hver og einn verði að læra að fóta sig á svellinu og læra af reynslunni. „Ég nálgast bara þetta embætti af virðingu og ég reyni að nálgast það líka af ákveðinni auðmýkt því ég ímynda mér sko ekki að ég viti allt um allt fyrirfram, svo sannarlega ekki. Ég reyni að gera það með sem mestum og bestum samskiptum við mína félaga sem eru formenn hinna stjórnarflokkanna,“ segir hún.Katrín fer fyrir ríkisstjórn með tveimur öðrum flokkum. Hún leggur áherslu á góð samskipti og að fylgjast með því sem aðrir ráðherrar fást við.Vísir/EyþórEkki trúuð en dáist að boðskap kristninnar Í viðtalinu fóru þau Heimir og Katrín um víðan völl, meðal annars um unglingaveiki Katrínar þegar hún var yngri og hvernig hún leiddist út í félagsstörf og stúdentapólitík á mennta- og háskólaárum. Katrín segist ekki vera trúuð og að hún og fjölskylda hennar hafi verið utan kirkju í marga ættliði. „Mér finnst hins vegar ágætt að velta hlutunum fyrir mér og er um margt hrifin af boðskap kristninnar þó að ég sé ekki tiltakanleg trúuð,“ segir Katrín. Þrátt fyrir það segir Katrín að hún og fjölskylda hennar hlýði á messu á jólunum og líti á það sem menningarlegan viðburð. Sjálf segist hún bæði gefa bækur í jólagjöf og hafa gaman af því að fá bækur og lesa um jólin. „Við erum bara svo rosalega hefðbundin að okkur finnst mest gaman að lesa og svo að horfa á eitthvað gott sjónvarpsefni. Láta sér bara líða vel. Svo er auðvitað tími til að hitta fjölskyldu,“ segir Katrín. Alþingi Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Forsætisráðherra segist nálgast ríkisstjórnarsamstarfið eins og húsfélag þar sem hún reyni að vera í sem bestu sambandi við samstarfsflokkana og að vera með á nótunum um hvað flestir eru að gera. Hún segir nálgast embætti forsætisráðherra af auðmýkt og virðingu. Katrín Jakobsdóttir var í ítarlegu viðtali hjá Heimi Karlssyni á Bylgjunni í morgun. Ræddu þau meðal annars um störf Katrínar í forsætisráðuneytinu og ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk. „Ég nálgast þetta bara dálítið eins og hvert annað verkefni, bara eins og húsfélagið. Maður reynir bara að vera í sambandi, passa að vera með á nótunum um hvað flestir eru að gera og að við séum eins mikið samstillt og mögulegt er,“ segir Katrín um samstarfið.Enginn segir manni hvernig á að vera ráðherra Sem forsætisráðherra segir Katrín að hún eigi að vita allt um alla málaflokka sem engin geti þó gert. Þó að sumir sjái embættið fyrir sér sem einvaldsembætti þá sé sú ekki raunin þó að forsætisráðherra geti vissulega haft mikið um það að segja hvernig stjórnsýslan og stjórnmálin þróast. Katrín segist hafa lært það þegar hún gegndi embætti menntamálaráðherra eftir hrun að enginn geti sagt manni hvernig eigi að vera ráðherra. Hver og einn verði að læra að fóta sig á svellinu og læra af reynslunni. „Ég nálgast bara þetta embætti af virðingu og ég reyni að nálgast það líka af ákveðinni auðmýkt því ég ímynda mér sko ekki að ég viti allt um allt fyrirfram, svo sannarlega ekki. Ég reyni að gera það með sem mestum og bestum samskiptum við mína félaga sem eru formenn hinna stjórnarflokkanna,“ segir hún.Katrín fer fyrir ríkisstjórn með tveimur öðrum flokkum. Hún leggur áherslu á góð samskipti og að fylgjast með því sem aðrir ráðherrar fást við.Vísir/EyþórEkki trúuð en dáist að boðskap kristninnar Í viðtalinu fóru þau Heimir og Katrín um víðan völl, meðal annars um unglingaveiki Katrínar þegar hún var yngri og hvernig hún leiddist út í félagsstörf og stúdentapólitík á mennta- og háskólaárum. Katrín segist ekki vera trúuð og að hún og fjölskylda hennar hafi verið utan kirkju í marga ættliði. „Mér finnst hins vegar ágætt að velta hlutunum fyrir mér og er um margt hrifin af boðskap kristninnar þó að ég sé ekki tiltakanleg trúuð,“ segir Katrín. Þrátt fyrir það segir Katrín að hún og fjölskylda hennar hlýði á messu á jólunum og líti á það sem menningarlegan viðburð. Sjálf segist hún bæði gefa bækur í jólagjöf og hafa gaman af því að fá bækur og lesa um jólin. „Við erum bara svo rosalega hefðbundin að okkur finnst mest gaman að lesa og svo að horfa á eitthvað gott sjónvarpsefni. Láta sér bara líða vel. Svo er auðvitað tími til að hitta fjölskyldu,“ segir Katrín.
Alþingi Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira